Glamour

Kanye stíliserar eiginkonuna

Ritstjórn skrifar

Rapparinn Kanye West sá um stíliseringu á eiginkonunni, sjálfum sér, já og ljósmyndaranum í myndaþætti fyrir tímaritið System. 

Í þættinum klæðist Kim húðlitaðri samfellu og gylltum topp með fóðruðum brjóstahaldara. Kanye sjálfur klæðist svörtum alklæðnanði.

Mesta athygli vekur þó ljósmyndarinn, Juergen Teller, sem klæðist útivistarfatnaði í anda skógarhöggsmanna og veður hann yfir á í þættinum klæddur úlpu einum fata.

Sjón er svo sannarlega sögu ríkari.

Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.