Félag Baltasars dæmt til að greiða milljónir vegna deilna um vinnu við Djúpið ingvar haraldsson skrifar 1. júní 2015 12:05 Félag Baltasars þarf að greiða fjórar milljónir auk dráttarvaxta að viðbættum 700 þúsund króna málsvarnarlaunum. vísir/anton brink Andakt ehf., framleiðslufélag í eigu leikstjórans Baltasars Kormáks, hefur tapað dómsmáli vegna leigu á krönum við tökur á Djúpinu árið 2010. Andakt var dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag til að greiða Á.B. Lyftingu ehf. ríflega fjórar milljónir króna auk dráttarvaxta auk þess að greiða 700 þúsund krónur í málskostnað. Deilurnar snérust um leigu á krönum sem notaðir voru á tökustað í höfninni í Helguvík á Reykjanesi við tökur á Djúpinu haustið 2010. Tveir kranar, einn 200 tonna og annar 300 tonna, voru við störf á tökustað frá 1. til 9. september að undanskilinni helginni 4. til 5. september. Kranarnir voru látnir rugga bát sem var í höfninni og hvolfa honum sem að lokum sökk. Í kjölfarið þurfti að hífa bátinn úr höfninni.Ólafur Darri Ólafsson fór með aðalhlutverkið í Djúpinu. Hér er farið yfir málin á tökustað.vísir/anton brinkDeilt um laun, skatta og akstur Á.B. Lyfting sendi Andakt reikning upp á 8,16 milljónir króna þann 13. september 2010. Þessu mótmælti Andakt og taldi að ofrukkað hefði verið fyrir vinnuna þar sem þær upplýsingar hefðu fengist að að leiga á krönunum væri 200.000 krónur á dag fyrir minni kranann og 300.000 krónur fyrir þann stærri. Gert hafi verið ráð fyrir að í þeirri tölu hafi verið innifalið akstur til og frá tökustað, laun kranamanna og bílstjóra sem og virðisaukaskattur. Enginn skriflegur samningur lá fyrir í málinu. Í kjölfarið greiddi félag Baltasars Á.B. Lyftingu 3,5 milljónir króna. Þetta sætti Á.B. Lyfting sig ekki við og höfðaði að lokum dómsmál vegna deilunnar sem nú hefur verið dæmt í. Á.B. Lyfting taldi að verkið hafi orðið mun viðameira en í upphafi hafi staðið til þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir að hífa þyrfti bátinn upp úr höfninni. Dómari féllst á kröfu Á.B. Lyftingar að því undanskyldu að hann taldi að ofrukkað hefði verið fyrir akstur. Því þarf félag Baltasars, eins og áður sagði, að greiða ríflega fjórar milljónir króna auk dráttarvaxta og 700 þúsund króna málsvarnarlauna. Lesa má dóm Héraðsdóms í heild sinni hér. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Andakt ehf., framleiðslufélag í eigu leikstjórans Baltasars Kormáks, hefur tapað dómsmáli vegna leigu á krönum við tökur á Djúpinu árið 2010. Andakt var dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag til að greiða Á.B. Lyftingu ehf. ríflega fjórar milljónir króna auk dráttarvaxta auk þess að greiða 700 þúsund krónur í málskostnað. Deilurnar snérust um leigu á krönum sem notaðir voru á tökustað í höfninni í Helguvík á Reykjanesi við tökur á Djúpinu haustið 2010. Tveir kranar, einn 200 tonna og annar 300 tonna, voru við störf á tökustað frá 1. til 9. september að undanskilinni helginni 4. til 5. september. Kranarnir voru látnir rugga bát sem var í höfninni og hvolfa honum sem að lokum sökk. Í kjölfarið þurfti að hífa bátinn úr höfninni.Ólafur Darri Ólafsson fór með aðalhlutverkið í Djúpinu. Hér er farið yfir málin á tökustað.vísir/anton brinkDeilt um laun, skatta og akstur Á.B. Lyfting sendi Andakt reikning upp á 8,16 milljónir króna þann 13. september 2010. Þessu mótmælti Andakt og taldi að ofrukkað hefði verið fyrir vinnuna þar sem þær upplýsingar hefðu fengist að að leiga á krönunum væri 200.000 krónur á dag fyrir minni kranann og 300.000 krónur fyrir þann stærri. Gert hafi verið ráð fyrir að í þeirri tölu hafi verið innifalið akstur til og frá tökustað, laun kranamanna og bílstjóra sem og virðisaukaskattur. Enginn skriflegur samningur lá fyrir í málinu. Í kjölfarið greiddi félag Baltasars Á.B. Lyftingu 3,5 milljónir króna. Þetta sætti Á.B. Lyfting sig ekki við og höfðaði að lokum dómsmál vegna deilunnar sem nú hefur verið dæmt í. Á.B. Lyfting taldi að verkið hafi orðið mun viðameira en í upphafi hafi staðið til þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir að hífa þyrfti bátinn upp úr höfninni. Dómari féllst á kröfu Á.B. Lyftingar að því undanskyldu að hann taldi að ofrukkað hefði verið fyrir akstur. Því þarf félag Baltasars, eins og áður sagði, að greiða ríflega fjórar milljónir króna auk dráttarvaxta og 700 þúsund króna málsvarnarlauna. Lesa má dóm Héraðsdóms í heild sinni hér.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira