Markaðsmisnotkunarmálið: „Nej, det är inte Eggert, det är Magnus” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2015 16:12 Björn Þorvaldsson saksóknari er hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum. VÍSIR/GVA Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. Í dag gafst slíkt tækifæri við aðalmeðferðina í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þegar reynt var að hafa samband við Eggert Hilmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra lögfræðisviðs bankans í Lúxemborg.Búsettur í Svíþjóð Eggert er vitni í málinu en er búsettur í Svíþjóð og átti að taka af honum skýrslu í gegnum síma. Þegar hringt var á skrifstofu hans svaraði hins vegar ekki Eggert heldur kona sem spurði, á sænsku, um nafn og símanúmer þess sem hringdi. Arngrímur Ísberg, dómsformaður, sagðist þá vera að hringja úr „byretten í Reykjavík” og að hann þyrfti að ná tali af Eggerti. Var honum þá gefið samband og bjuggust nú allir við að Eggert myndi svara. Vissulega svaraði karlmaður en það var ekki Eggert: „Nej, det är inte Eggert, det er Magnus.”Skondin uppákoma Uppskar hinn sænski Magnus hlátur í dómsal en Arngrímur spurði þá aftur eftir Eggerti. Magnus sagði að hann væri ekki við en hann gæti beðið hann um að hringja til baka. Dómsformaður sagði þá að það þýddi ekki, Eggert ætti að gefa skýrslu í gegnum síma fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en Magnus gæti kannski reynt að finna Eggert. Var þessi uppákoma vægast sagt skondin og var augljóst að Arngrími, sem og öðrum dómurum málsins, sækjanda og verjendum var skemmt, að ógleymdum blaðamönnunum sem sitja aðalmeðferðina. Skömmu síðar náðist samband við Eggert og gat þá farið fram skýrslutaka yfir honum. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Sjá meira
Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. Í dag gafst slíkt tækifæri við aðalmeðferðina í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þegar reynt var að hafa samband við Eggert Hilmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra lögfræðisviðs bankans í Lúxemborg.Búsettur í Svíþjóð Eggert er vitni í málinu en er búsettur í Svíþjóð og átti að taka af honum skýrslu í gegnum síma. Þegar hringt var á skrifstofu hans svaraði hins vegar ekki Eggert heldur kona sem spurði, á sænsku, um nafn og símanúmer þess sem hringdi. Arngrímur Ísberg, dómsformaður, sagðist þá vera að hringja úr „byretten í Reykjavík” og að hann þyrfti að ná tali af Eggerti. Var honum þá gefið samband og bjuggust nú allir við að Eggert myndi svara. Vissulega svaraði karlmaður en það var ekki Eggert: „Nej, det är inte Eggert, det er Magnus.”Skondin uppákoma Uppskar hinn sænski Magnus hlátur í dómsal en Arngrímur spurði þá aftur eftir Eggerti. Magnus sagði að hann væri ekki við en hann gæti beðið hann um að hringja til baka. Dómsformaður sagði þá að það þýddi ekki, Eggert ætti að gefa skýrslu í gegnum síma fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en Magnus gæti kannski reynt að finna Eggert. Var þessi uppákoma vægast sagt skondin og var augljóst að Arngrími, sem og öðrum dómurum málsins, sækjanda og verjendum var skemmt, að ógleymdum blaðamönnunum sem sitja aðalmeðferðina. Skömmu síðar náðist samband við Eggert og gat þá farið fram skýrslutaka yfir honum.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Sjá meira