NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 07:30 Það kom ekki á óvart að það hafi soðið upp úr í leik Cleveland Cavaliers og Chicago Bulls í nótt. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.LeBron James var með 38 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Cleveland Cavaliers í 106-101 heimasigri á Chicago Bulls. Hann var einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot auk þess að hitta úr 58 prósent skota sinna og tapa ekki einum einasta bolta. „Ég hrósa honum fyrir að taka okkur á bakið í þessum leik," sagði Kyrie Irving um LeBron en Irving var sjálfur með 25 stig og 5 stoðsendingar í leiknum. Jimmy Butler skoraði 29 stig fyrir Chicago-liðið og Mike Dunleavy var með 19 stig. Leikstjórnandinn Derrick Rose skoraði 12 af 16 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum en hitti síðan aðeins úr 2 af 15 skotum sínum í síðustu þremur leikhlutunum. Cleveland var 90-73 yfir þegar sex mínútur voru eftir en Bulls-liðið gafst ekki upp og minnkaði muninn í 101-99 þegar 1:18 var eftir. Pau Gasol lék ekki með Chicago Bulls vegna meiðsla og þá var Taj Gibson rekinn út úr húsi fyrir að hrinda og sparka í litla leikstjórnandann Matthew Dellavedova. James sagði eftir leikinn að Dellavedova væri harðasti maðurinn í Cleveland-liðinu.James Harden lét ekki veikindi stoppa sig og var með þrennu þegar Houston Rockets hélt sér á lífi með 124-103 heimasigri á Los Angeles Clippers. Staðan er nú 3-2 fyrir Clippers sem fær annað tækifæri til að slá út Harden og félaga í næsta leik og þá er liðið á heimavelli. Harden fékk næringu í æð fyrir leikinn en var síðan með 26 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. „Ég er í lagi. Við unnum þannig að það er það eina sem skiptir máli," sagði James Harden á milli þess að hann hóstaði og saug upp í nefið á blaðamannafundi eftir leikinn. Þrenna Harden var sú fyrsta hjá leikmanni Houston Rockets í úrslitakeppni síðan að Steve Francis náði þrennunni vorið 2004. Los Angeles Clippers var búið að vinna tvo stóra sigra í röð en núna beit Houston-liðið frá sér. Kevin McHale, þjálfari Houston, setti Josh Smith inn í byrjunarliðið fyrir Terrence Jones. Dwight Howard var með 20 stig og 15 fráköst fyrir Houston og Trevor Ariza skoraði 22 stig. Blake Griffin skoraði 30 stig og tók 16 fráköst fyrir Clippers-liðið Chris Paul bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum. Sjötti leikurinn í báðum þessum einvígum er síðan aðfaranótt föstudagsins en í kvöld mætast Atlanta Hawks og Washington Wizards annarsvegar og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hinsvegar en staðan er 2-2 í báðum einvígunum. NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.LeBron James var með 38 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Cleveland Cavaliers í 106-101 heimasigri á Chicago Bulls. Hann var einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot auk þess að hitta úr 58 prósent skota sinna og tapa ekki einum einasta bolta. „Ég hrósa honum fyrir að taka okkur á bakið í þessum leik," sagði Kyrie Irving um LeBron en Irving var sjálfur með 25 stig og 5 stoðsendingar í leiknum. Jimmy Butler skoraði 29 stig fyrir Chicago-liðið og Mike Dunleavy var með 19 stig. Leikstjórnandinn Derrick Rose skoraði 12 af 16 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum en hitti síðan aðeins úr 2 af 15 skotum sínum í síðustu þremur leikhlutunum. Cleveland var 90-73 yfir þegar sex mínútur voru eftir en Bulls-liðið gafst ekki upp og minnkaði muninn í 101-99 þegar 1:18 var eftir. Pau Gasol lék ekki með Chicago Bulls vegna meiðsla og þá var Taj Gibson rekinn út úr húsi fyrir að hrinda og sparka í litla leikstjórnandann Matthew Dellavedova. James sagði eftir leikinn að Dellavedova væri harðasti maðurinn í Cleveland-liðinu.James Harden lét ekki veikindi stoppa sig og var með þrennu þegar Houston Rockets hélt sér á lífi með 124-103 heimasigri á Los Angeles Clippers. Staðan er nú 3-2 fyrir Clippers sem fær annað tækifæri til að slá út Harden og félaga í næsta leik og þá er liðið á heimavelli. Harden fékk næringu í æð fyrir leikinn en var síðan með 26 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. „Ég er í lagi. Við unnum þannig að það er það eina sem skiptir máli," sagði James Harden á milli þess að hann hóstaði og saug upp í nefið á blaðamannafundi eftir leikinn. Þrenna Harden var sú fyrsta hjá leikmanni Houston Rockets í úrslitakeppni síðan að Steve Francis náði þrennunni vorið 2004. Los Angeles Clippers var búið að vinna tvo stóra sigra í röð en núna beit Houston-liðið frá sér. Kevin McHale, þjálfari Houston, setti Josh Smith inn í byrjunarliðið fyrir Terrence Jones. Dwight Howard var með 20 stig og 15 fráköst fyrir Houston og Trevor Ariza skoraði 22 stig. Blake Griffin skoraði 30 stig og tók 16 fráköst fyrir Clippers-liðið Chris Paul bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum. Sjötti leikurinn í báðum þessum einvígum er síðan aðfaranótt föstudagsins en í kvöld mætast Atlanta Hawks og Washington Wizards annarsvegar og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hinsvegar en staðan er 2-2 í báðum einvígunum.
NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira