Launamunur kynjanna 18,3 prósent á síðasta ári Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2015 09:11 Hagstofan greinir frá því að munurinn hafi verið 19,9 prósent á almennum vinnumarkaði en 13,2 prósent hjá opinberum starfsmönnum. V'isir/Getty Óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi var 18,3 prósent á síðasta ári og hefur minnkað frá fyrra ári úr 19,9 prósent. Hagstofan greinir frá því að munurinn hafi verið 19,9 prósent á almennum vinnumarkaði en 13,2 prósent hjá opinberum starfsmönnum. Þar af var munurinn 14,1 prósent hjá ríki og 6,7 prósent hjá sveitarfélögum. „Lítill launamunur hjá starfsmönnum sveitarfélaga helst í hendur við litla dreifingu launa í þeim hópi og hátt hlutfall kvenna, en konur eru um 75% starfsmanna sveitarfélaga. Umfjöllun um laun og launadreifingu má finna í frétt Hagstofunnar frá 31. mars 2015.Mynd/HagstofanÞegar horft er til atvinnugreina er launamunurinn mestur í fjármála- og vátryggingastarfsemi 37,5% og minnstur í heilbrigðis- og félagsþjónustu 7,4%. Mikill launamunur í fjármála- og vátryggingastarfsemi skýrist af mikilli dreifingu launa í þeirri atvinnugrein. Launamunur minnkar nokkuð frá fyrra ári í þeim atvinnugreinum sem opinber rekstur er mestur, það er í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þá dregst launamunurinn einnig nokkuð saman í framleiðslu.Mynd/HagstofaÍ þessari útgáfu er launamunur skilgreindur sem óleiðréttur þar sem ekki er tekið tillit til skýringarþátta sem geta haft áhrif á laun einstaklinga. Dæmi um slíka skýringarþætti eru starf, menntun, aldur, starfsaldur og fleira. Þannig er ekki tekið tillit til þess að starfsval kynjanna er oft á tíðum ólíkt. Þá ber að athuga að greidd laun fyrir yfirvinnu og fjöldi yfirvinnu¬stunda er inni í útreikningum en hver yfirvinnustund er að jafnaði dýrari en hver stund í dagvinnu. Því meiri yfirvinna sem er inni í laununum, því hærra verður tímakaupið og því hefur ólíkt vinnutímamynstur kynjanna áhrif á niðurstöðurnar. Karlar vinna að jafnaði meira en konur og voru vikulegar greiddar stundir fullvinnandi karla 44,1 að meðaltali árið 2014 en vikulegar greiddar stundir fullvinnandi kvenna voru 41,9. Með því að reikna óleiðréttan launamun á þennan hátt fæst ákveðin mynd af launamyndun kynjanna á vinnumarkaði sem kann að skýrast af þeim þáttum sem á undan eru taldir. Útreikningur á óleiðréttum launamun kynjanna byggist á aðferðafræði launarannsóknar evrópsku hagstofunnar Eurostat (Structure of Earnings Survey). Við útreikning er stuðst við mánaðarlaun í októbermánuði á hverju ári. Mánaðarlaun byggja á föstum reglulegum greiðslum auk yfirvinnu. Óreglulegar greiðslur sem falla til í október eru undanskildar í út-reikningum. Reiknað er tímakaup karla annars vegar og kvenna hins vegar og mismunur þess sem hlutfall af heildartímakaupi karla er túlkað sem óleiðréttur launa¬munur. Í útgáfu talna fyrir 2014 voru tölur fyrir árið 2013 jafnframt endurskoðaðar,“ segir í frétt Hagstofunnar. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi var 18,3 prósent á síðasta ári og hefur minnkað frá fyrra ári úr 19,9 prósent. Hagstofan greinir frá því að munurinn hafi verið 19,9 prósent á almennum vinnumarkaði en 13,2 prósent hjá opinberum starfsmönnum. Þar af var munurinn 14,1 prósent hjá ríki og 6,7 prósent hjá sveitarfélögum. „Lítill launamunur hjá starfsmönnum sveitarfélaga helst í hendur við litla dreifingu launa í þeim hópi og hátt hlutfall kvenna, en konur eru um 75% starfsmanna sveitarfélaga. Umfjöllun um laun og launadreifingu má finna í frétt Hagstofunnar frá 31. mars 2015.Mynd/HagstofanÞegar horft er til atvinnugreina er launamunurinn mestur í fjármála- og vátryggingastarfsemi 37,5% og minnstur í heilbrigðis- og félagsþjónustu 7,4%. Mikill launamunur í fjármála- og vátryggingastarfsemi skýrist af mikilli dreifingu launa í þeirri atvinnugrein. Launamunur minnkar nokkuð frá fyrra ári í þeim atvinnugreinum sem opinber rekstur er mestur, það er í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þá dregst launamunurinn einnig nokkuð saman í framleiðslu.Mynd/HagstofaÍ þessari útgáfu er launamunur skilgreindur sem óleiðréttur þar sem ekki er tekið tillit til skýringarþátta sem geta haft áhrif á laun einstaklinga. Dæmi um slíka skýringarþætti eru starf, menntun, aldur, starfsaldur og fleira. Þannig er ekki tekið tillit til þess að starfsval kynjanna er oft á tíðum ólíkt. Þá ber að athuga að greidd laun fyrir yfirvinnu og fjöldi yfirvinnu¬stunda er inni í útreikningum en hver yfirvinnustund er að jafnaði dýrari en hver stund í dagvinnu. Því meiri yfirvinna sem er inni í laununum, því hærra verður tímakaupið og því hefur ólíkt vinnutímamynstur kynjanna áhrif á niðurstöðurnar. Karlar vinna að jafnaði meira en konur og voru vikulegar greiddar stundir fullvinnandi karla 44,1 að meðaltali árið 2014 en vikulegar greiddar stundir fullvinnandi kvenna voru 41,9. Með því að reikna óleiðréttan launamun á þennan hátt fæst ákveðin mynd af launamyndun kynjanna á vinnumarkaði sem kann að skýrast af þeim þáttum sem á undan eru taldir. Útreikningur á óleiðréttum launamun kynjanna byggist á aðferðafræði launarannsóknar evrópsku hagstofunnar Eurostat (Structure of Earnings Survey). Við útreikning er stuðst við mánaðarlaun í októbermánuði á hverju ári. Mánaðarlaun byggja á föstum reglulegum greiðslum auk yfirvinnu. Óreglulegar greiðslur sem falla til í október eru undanskildar í út-reikningum. Reiknað er tímakaup karla annars vegar og kvenna hins vegar og mismunur þess sem hlutfall af heildartímakaupi karla er túlkað sem óleiðréttur launa¬munur. Í útgáfu talna fyrir 2014 voru tölur fyrir árið 2013 jafnframt endurskoðaðar,“ segir í frétt Hagstofunnar.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira