Heyrði nafnið Desulo fyrst í yfirheyrslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2015 13:41 Skýrslutöku yfir Sigurði lauk í dag. Vísir/Ernir Skýrslutöku yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, lauk á hádegi í dag. Hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli og kom frá Kvíabryggju í morgun til að gefa skýrslu en hann var sem kunnugt er dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Sigurður er bæði ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik en hann neitar alfarið öllum þeim ávirðingum sem á hann eru bornar. Þvertók fyrir blekkingar Á meðal þess sem Sigurður er ákærður fyrir eru viðskipti eignarhaldsfélaganna Holt, Mata og Desulo með hlutabréf í Kaupþingi. Bankinn seldi eigin bréf til félaganna og lánaði fyrir kaupunum með veði í bréfunum sjálfum. Telur saksóknari að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku auk þess sem fé bankans hafi verið stefnt í verulega hættu þar sem endurgreiðsla lánanna hafi ekki verið tryggð, að því er segir í ákæru. Fyrir dómi í dag þvertók Sigurður fyrir að hafa komið nokkuð nálægt viðskiptum eignarhaldsfélaganna eða lánveitingum til þeirra vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Hann var meðal annars spurður hvort hann hafi átt aðkomu að viðskiptunum, hvort hann hafi vitað hver hafi átt frumkvæðið að þeim og hver aðdragandi þeirra var. Sigurður sagðist ekkert vita og hafði þetta að segja um kaup Desulo á hlutabréfum í Kaupþingi: „Ég vísa bara í yfirheyrslur yfir mér hjá sérstökum saksóknara. Þá segi ég þeim sem voru að yfirheyra mig að þetta sé í fyrsta skipti sem ég heyri nafnið Desulo. Ég hafði bara aldrei heyrt minnst á þetta félag svo ef þið viljið spara tíma getið þið sleppt því að spyrja mig um Desulo.“ Andar köldu á milli aðila Það má segja að stemningin í dómsal í gær og í dag hafi verið nokkuð frábrugðin þeirri stemningu sem ríkt hefur þar seinustu tvær vikurnar. Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins, en Björn var einmitt saksóknarinn í því máli. Sigurður vandaði honum því ekki alltaf kveðjurnar í dag í dómsal og gagnrýndi málatilbúnað hans til dæmis harðlega þegar saksóknari reyndi að sýna fram á, með tölvupóstsamskiptum, að lausafjárstaða Kaupþings hefði verið slæm í janúar og september 2008. „Það er aldeilis magnað að hlusta á þetta frá þér þegar horft er til hvað ákvarðar sekt og sýknu í sakamálum,“ sagði Sigurður aðspurður um lausafjárstöðu Kaupþings. „Það er til skjal frá 24. september 2008 sem lagt var fram á stjórnarfundi í London og sýnir nákvæmlega hver lausafjárstaða bankans var og hver hún yrði næstu 3-4 árin. Af hverju ertu ekki með það? [...] Að halda því fram með þessum gögnum að lausafjárstaða bankans hafi verið slæm eru ósannindi.“ Sigurði var mikið niðri fyrir og sagði Björn “gott og vel” og ætlaði að halda áfram í næstu spurningu. „Þetta er ekkert gott og vel, þetta er bara algjört hneyksli,“ sagði Sigurður þá. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Skýrslutöku yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, lauk á hádegi í dag. Hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli og kom frá Kvíabryggju í morgun til að gefa skýrslu en hann var sem kunnugt er dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Sigurður er bæði ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik en hann neitar alfarið öllum þeim ávirðingum sem á hann eru bornar. Þvertók fyrir blekkingar Á meðal þess sem Sigurður er ákærður fyrir eru viðskipti eignarhaldsfélaganna Holt, Mata og Desulo með hlutabréf í Kaupþingi. Bankinn seldi eigin bréf til félaganna og lánaði fyrir kaupunum með veði í bréfunum sjálfum. Telur saksóknari að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku auk þess sem fé bankans hafi verið stefnt í verulega hættu þar sem endurgreiðsla lánanna hafi ekki verið tryggð, að því er segir í ákæru. Fyrir dómi í dag þvertók Sigurður fyrir að hafa komið nokkuð nálægt viðskiptum eignarhaldsfélaganna eða lánveitingum til þeirra vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Hann var meðal annars spurður hvort hann hafi átt aðkomu að viðskiptunum, hvort hann hafi vitað hver hafi átt frumkvæðið að þeim og hver aðdragandi þeirra var. Sigurður sagðist ekkert vita og hafði þetta að segja um kaup Desulo á hlutabréfum í Kaupþingi: „Ég vísa bara í yfirheyrslur yfir mér hjá sérstökum saksóknara. Þá segi ég þeim sem voru að yfirheyra mig að þetta sé í fyrsta skipti sem ég heyri nafnið Desulo. Ég hafði bara aldrei heyrt minnst á þetta félag svo ef þið viljið spara tíma getið þið sleppt því að spyrja mig um Desulo.“ Andar köldu á milli aðila Það má segja að stemningin í dómsal í gær og í dag hafi verið nokkuð frábrugðin þeirri stemningu sem ríkt hefur þar seinustu tvær vikurnar. Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins, en Björn var einmitt saksóknarinn í því máli. Sigurður vandaði honum því ekki alltaf kveðjurnar í dag í dómsal og gagnrýndi málatilbúnað hans til dæmis harðlega þegar saksóknari reyndi að sýna fram á, með tölvupóstsamskiptum, að lausafjárstaða Kaupþings hefði verið slæm í janúar og september 2008. „Það er aldeilis magnað að hlusta á þetta frá þér þegar horft er til hvað ákvarðar sekt og sýknu í sakamálum,“ sagði Sigurður aðspurður um lausafjárstöðu Kaupþings. „Það er til skjal frá 24. september 2008 sem lagt var fram á stjórnarfundi í London og sýnir nákvæmlega hver lausafjárstaða bankans var og hver hún yrði næstu 3-4 árin. Af hverju ertu ekki með það? [...] Að halda því fram með þessum gögnum að lausafjárstaða bankans hafi verið slæm eru ósannindi.“ Sigurði var mikið niðri fyrir og sagði Björn “gott og vel” og ætlaði að halda áfram í næstu spurningu. „Þetta er ekkert gott og vel, þetta er bara algjört hneyksli,“ sagði Sigurður þá.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira