„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2015 11:21 Úr dómssal í gærmorgun. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur í morgun spurt Einar Pálma Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumann eigin viðskipta Kaupþings, út í einstaka viðskiptadaga í janúar 2008. Fjöldi símtala og tölvupósta er borinn undir ákærða og hann spurður út úr þeim en Einar er sakaður um að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun bankans á 11 mánaða tímabili fyrir hrun. Á hann að hafa stuðlað að miklum hlutabréfakaupum Kaupþings í sjálfu sér með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi.Einar segist engu hafa ráðið Við skýrslutökuna hefur Einar lagt áherslu á það að hann hafi engu ráðið varðandi viðskipti deildar hans með hlutabréf í bankanum. Öll fyrirmæli hafi hann fengið frá Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Einar hefur þó ítrekað tekið fram að hann hafi ekki séð neitt óeðlilegt eða ólöglegt við það að Kaupþing hafi verið með svokallaða óformlega viðskiptavakt í eigin hlutabréfum. Slíkt hafi verið alþekkt á markaðnum og tíðkast lengi hjá bankanum sem og hinum stóru viðskiptabönkunum, Glitni og Landsbankanum. Saksóknari vill aftur á móti meina að það hafi ekki verið eðlilegt að útgefandi bréfanna sjálfra hafi verið með svo öfluga vakt í þeim. Hann hefur meðal annars sagt að viðskiptavaki kaupi og selji hlutabréf jöfnum höndum en það hafi deild eigin viðskipta ekki gert.Vildi selja en Ingólfur bannaði Undir þetta hefur Einar tekið að vissu leyti og komið hefur fram að hann hafi í janúar 2008 beðið Ingólf Helgason um leyfi til að selja hlutabréf í bankanum þar sem þeir „hafi tekið mikið inn á sig”. Vildi Einar selja á þinginu en Ingólfur bannaði honum það og sagðist ætla frekar að selja bréfin í „pökkum”, það er í utanþingsviðskiptum. „Við vildum stundum hopa og selja meira til að hafa meira jafnvægi í þessu,” sagði Einar. Saksóknari spurði hann þá hvers vegna Ingólfur vildi ekki selja á þinginu. Einar sagðist ekki geta svarað því; saksóknari yrði að spyrja Ingólf út í það.„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ Með því að spila símtöl Einars við meðákærðu, meðal annars þá Pétur Kristinn Guðmarsson og Birni Sæ Björnsson, sem voru verðbréfasalar hjá eigin viðskiptum, reynir saksóknari að sýna fram á að þeir hafi meðvitað haft það að markmiðið að halda verði hlutabréfanna uppi og/eða passa að þau lækkuðu ekki of mikið. Í einu símtalanna ræða Einar og Pétur um að “slá Kaupþing upp.” EPS: „Já, já, já. Við verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?” PKG: „Fá þetta upp áður en það fer aftur niður.” EPS: „Við verðum að fá það mikið upp.” PKG: „Já.” Saksóknari spurði Einar um hvað þeir væru að tala þarna. Var ákærði vægast sagt ósáttur við spurninguna. „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” Dómari virtist sammála Einari varðandi þetta og sagði saksóknara að fara yfir í næstu spurningu. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. 27. apríl 2015 19:30 „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi, var ekki alltaf klár á því hvaða skilaboð forstjórinn, Ingólfur Helgason, var að senda varðandi hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér. 27. apríl 2015 16:54 Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur í morgun spurt Einar Pálma Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumann eigin viðskipta Kaupþings, út í einstaka viðskiptadaga í janúar 2008. Fjöldi símtala og tölvupósta er borinn undir ákærða og hann spurður út úr þeim en Einar er sakaður um að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun bankans á 11 mánaða tímabili fyrir hrun. Á hann að hafa stuðlað að miklum hlutabréfakaupum Kaupþings í sjálfu sér með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi.Einar segist engu hafa ráðið Við skýrslutökuna hefur Einar lagt áherslu á það að hann hafi engu ráðið varðandi viðskipti deildar hans með hlutabréf í bankanum. Öll fyrirmæli hafi hann fengið frá Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Einar hefur þó ítrekað tekið fram að hann hafi ekki séð neitt óeðlilegt eða ólöglegt við það að Kaupþing hafi verið með svokallaða óformlega viðskiptavakt í eigin hlutabréfum. Slíkt hafi verið alþekkt á markaðnum og tíðkast lengi hjá bankanum sem og hinum stóru viðskiptabönkunum, Glitni og Landsbankanum. Saksóknari vill aftur á móti meina að það hafi ekki verið eðlilegt að útgefandi bréfanna sjálfra hafi verið með svo öfluga vakt í þeim. Hann hefur meðal annars sagt að viðskiptavaki kaupi og selji hlutabréf jöfnum höndum en það hafi deild eigin viðskipta ekki gert.Vildi selja en Ingólfur bannaði Undir þetta hefur Einar tekið að vissu leyti og komið hefur fram að hann hafi í janúar 2008 beðið Ingólf Helgason um leyfi til að selja hlutabréf í bankanum þar sem þeir „hafi tekið mikið inn á sig”. Vildi Einar selja á þinginu en Ingólfur bannaði honum það og sagðist ætla frekar að selja bréfin í „pökkum”, það er í utanþingsviðskiptum. „Við vildum stundum hopa og selja meira til að hafa meira jafnvægi í þessu,” sagði Einar. Saksóknari spurði hann þá hvers vegna Ingólfur vildi ekki selja á þinginu. Einar sagðist ekki geta svarað því; saksóknari yrði að spyrja Ingólf út í það.„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ Með því að spila símtöl Einars við meðákærðu, meðal annars þá Pétur Kristinn Guðmarsson og Birni Sæ Björnsson, sem voru verðbréfasalar hjá eigin viðskiptum, reynir saksóknari að sýna fram á að þeir hafi meðvitað haft það að markmiðið að halda verði hlutabréfanna uppi og/eða passa að þau lækkuðu ekki of mikið. Í einu símtalanna ræða Einar og Pétur um að “slá Kaupþing upp.” EPS: „Já, já, já. Við verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?” PKG: „Fá þetta upp áður en það fer aftur niður.” EPS: „Við verðum að fá það mikið upp.” PKG: „Já.” Saksóknari spurði Einar um hvað þeir væru að tala þarna. Var ákærði vægast sagt ósáttur við spurninguna. „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” Dómari virtist sammála Einari varðandi þetta og sagði saksóknara að fara yfir í næstu spurningu.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. 27. apríl 2015 19:30 „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi, var ekki alltaf klár á því hvaða skilaboð forstjórinn, Ingólfur Helgason, var að senda varðandi hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér. 27. apríl 2015 16:54 Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Sjá meira
Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. 27. apríl 2015 19:30
„Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi, var ekki alltaf klár á því hvaða skilaboð forstjórinn, Ingólfur Helgason, var að senda varðandi hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér. 27. apríl 2015 16:54