Hrossasali dæmdur fyrir að svíkja 52 milljónir undan skatti ingvar haraldsson skrifar 28. apríl 2015 13:59 Sigurður var dæmdur í Hérðasdómi Reykjaness fyrir að gefa ekki upp tekjur af hrossasölu. Vísir/stefán/haraldur Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt Sigurð Vigni Ragnarsson, fyrir að gefa ekki upp 52 milljónir króna til skatts á árunum 2005 til 2010. Héraðsdómur dæmdi Sigurð í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Sigurður hefur þar að auki fjórar vikur til að greiða 104 milljónir króna til ríkissjóðs. Geri hann það ekki mun Sigurður sæta 12 mánaða fangelsi. Þá þarf hann einnig að greiða verjanda sínum 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun. Sigurður er dæmdur fyrir að gefa ekki upp tekjur sínar af sína af hrossasölu á tímabilinu og greiða þar af leiðandi ekki tekjuskatt, virðisaukaskatt og útsvar vegna viðskiptanna. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að halda ekki bókhald um viðskiptin með hrossin.Taldi sig ekki þurfa að gefa áhugamálið upp til skatts Ákærði bar því við að á fyrri hluta tímabilsins, á árunum 2005 og 2006 hafi honum ekki borið að gefa tekjur sínar af sölunni upp til skatts þar sem viðskipti með hesta hafi einungis verið áhugamál hjá honum. Viðskiptin hafi hins vegar undið upp á sig og hann stofnað félagið Skúfslæk ehf. um hrossasöluna. Aðalstarf Sigurðar var rekstur fasteignasölunnar Eignamiðlun Suðurnesja en hann seldi hana í maí 2008. Í kjölfar hrunsins segist hann hafa lent í fjárhagsvandræðum og reynt að skapa sér tekjur með viðskiptum með keppnishross. Vegna fjárhagsvandræða hans hafi rekstur hrossasölunnar aldrei farið inn í félagið Skúfslæk ehf. heldur verið á kennitölu hans sjálfs og eiginkonu hans.Viðurkenndi brotið að mestu Sigurður gekkst við því að hafa ekki talið fram tekjur sínar vegna viðskipta með hross á skattframtölum eða virðisaukaskattskýrslum sem hann skilaði inn. Þá gekkst ákærði einnig við því að hafa ekki greitt virðisaukaskatt, tekjuskatt eða útsvar vegna viðskipta sinna með hross. Sigurður vefengdi ekki heldur þær tölulegu upplýsingar sem komu fram í ákærunni. Hann hélt hins vegar fram að upplýsingar um kostnað við hrossasöluna hafi vantað og hafi numið þegar mest var 100 þúsund krónum á mánuði. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt Sigurð Vigni Ragnarsson, fyrir að gefa ekki upp 52 milljónir króna til skatts á árunum 2005 til 2010. Héraðsdómur dæmdi Sigurð í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Sigurður hefur þar að auki fjórar vikur til að greiða 104 milljónir króna til ríkissjóðs. Geri hann það ekki mun Sigurður sæta 12 mánaða fangelsi. Þá þarf hann einnig að greiða verjanda sínum 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun. Sigurður er dæmdur fyrir að gefa ekki upp tekjur sínar af sína af hrossasölu á tímabilinu og greiða þar af leiðandi ekki tekjuskatt, virðisaukaskatt og útsvar vegna viðskiptanna. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að halda ekki bókhald um viðskiptin með hrossin.Taldi sig ekki þurfa að gefa áhugamálið upp til skatts Ákærði bar því við að á fyrri hluta tímabilsins, á árunum 2005 og 2006 hafi honum ekki borið að gefa tekjur sínar af sölunni upp til skatts þar sem viðskipti með hesta hafi einungis verið áhugamál hjá honum. Viðskiptin hafi hins vegar undið upp á sig og hann stofnað félagið Skúfslæk ehf. um hrossasöluna. Aðalstarf Sigurðar var rekstur fasteignasölunnar Eignamiðlun Suðurnesja en hann seldi hana í maí 2008. Í kjölfar hrunsins segist hann hafa lent í fjárhagsvandræðum og reynt að skapa sér tekjur með viðskiptum með keppnishross. Vegna fjárhagsvandræða hans hafi rekstur hrossasölunnar aldrei farið inn í félagið Skúfslæk ehf. heldur verið á kennitölu hans sjálfs og eiginkonu hans.Viðurkenndi brotið að mestu Sigurður gekkst við því að hafa ekki talið fram tekjur sínar vegna viðskipta með hross á skattframtölum eða virðisaukaskattskýrslum sem hann skilaði inn. Þá gekkst ákærði einnig við því að hafa ekki greitt virðisaukaskatt, tekjuskatt eða útsvar vegna viðskipta sinna með hross. Sigurður vefengdi ekki heldur þær tölulegu upplýsingar sem komu fram í ákærunni. Hann hélt hins vegar fram að upplýsingar um kostnað við hrossasöluna hafi vantað og hafi numið þegar mest var 100 þúsund krónum á mánuði.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira