QuizUp hlaut Webby-verðlaunin Stefán Árni Pálsson skrifar 29. apríl 2015 07:21 Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla. Sameiginleg auglýsingaherferð QuizUp og Google hlýtur Webby-verðlaunin í ár í flokknum auglýsingar og miðlun en þetta kemur fram í tilkynningu frá Plain Vanilla. Herferð fyrirtækjanna fékk svokölluð People’s Choice verðlaun þar sem almenningur velur vinningshafann, en einnig eru veitt verðlaun sem valin eru af dómnefnd. Verðlaunaverkefnið snerist m.a. um að nota loftmyndir úr Google Maps landakortakerfinu sem spurningar í QuizUp leiknum. Það voru þeir Viggó Jónsson og Ari Tómasson sem önnuðust verkefnið fyrir hönd Plain Vanilla og í samvinnu við auglýsingastofuna Jónsson & Le'macks en verkefnið var í höndum farsímadeildar Google í Norður-Ameríku. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu og frumlegustu notkun á myndskeiðum, hljóði og hreyfimyndum fyrir farsíma og spjaldtölvur til að koma vörumerki, vöru eða almennum skilaboðum á framfæri. Meðal annarra Webby-verðlaunahafa í ár eru stefnumótaappið Tinder, Íslandsvinurinn og Vine-stjarnan Jerome Jarre, Virgin flugfélagið og TED-ráðstefnan. Verðlaunaafhendingin sjálf verður við hátíðlega athöfn í beinni útsendingu frá Los Angeles þann 19. maí næstkomandi. Webby-verðlaunin hafa verið afhent síðan 1996 og eru almennt talin þau virtustu sem veitt eru á netinu. Á heimasíðu verðlaunanna má lesa að á síðasta ári hafi umfjöllun um verðlaunaúthlutunina náð alls til tveggja milljarða manna í gegnum netfréttasíður, dagblöð og sjónvarpsstöðvar. QuizUp hefur áður unnið Webby verðlaun, en á síðasta ári hlaut leikurinn verðlaun sem besti fjölspilunarleikurinn. Þá hlaut fyrirtækið verðlaun fyrir að skara fram úr á sínu sviði. „Það er ánægjulegt að sjá að samstarfsverkefni okkar við stórfyrirtæki á borð við Google fái þessa miklu athygli. Við höfum lagt mikla áherslu á að koma leiknum á framfæri í samstarfi við ýmist stórfyrirtæki vestanhafs og var þetta verkefni liður í því. Þessi verðlaun eru mjög mikils metin í okkar geira og gaman að QuizUp sé þarna í félagskap með mörgum öðrum frábærum verkefnum og fyrirtækjum,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla sem gefur út QuizUp. Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Sjá meira
Sameiginleg auglýsingaherferð QuizUp og Google hlýtur Webby-verðlaunin í ár í flokknum auglýsingar og miðlun en þetta kemur fram í tilkynningu frá Plain Vanilla. Herferð fyrirtækjanna fékk svokölluð People’s Choice verðlaun þar sem almenningur velur vinningshafann, en einnig eru veitt verðlaun sem valin eru af dómnefnd. Verðlaunaverkefnið snerist m.a. um að nota loftmyndir úr Google Maps landakortakerfinu sem spurningar í QuizUp leiknum. Það voru þeir Viggó Jónsson og Ari Tómasson sem önnuðust verkefnið fyrir hönd Plain Vanilla og í samvinnu við auglýsingastofuna Jónsson & Le'macks en verkefnið var í höndum farsímadeildar Google í Norður-Ameríku. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu og frumlegustu notkun á myndskeiðum, hljóði og hreyfimyndum fyrir farsíma og spjaldtölvur til að koma vörumerki, vöru eða almennum skilaboðum á framfæri. Meðal annarra Webby-verðlaunahafa í ár eru stefnumótaappið Tinder, Íslandsvinurinn og Vine-stjarnan Jerome Jarre, Virgin flugfélagið og TED-ráðstefnan. Verðlaunaafhendingin sjálf verður við hátíðlega athöfn í beinni útsendingu frá Los Angeles þann 19. maí næstkomandi. Webby-verðlaunin hafa verið afhent síðan 1996 og eru almennt talin þau virtustu sem veitt eru á netinu. Á heimasíðu verðlaunanna má lesa að á síðasta ári hafi umfjöllun um verðlaunaúthlutunina náð alls til tveggja milljarða manna í gegnum netfréttasíður, dagblöð og sjónvarpsstöðvar. QuizUp hefur áður unnið Webby verðlaun, en á síðasta ári hlaut leikurinn verðlaun sem besti fjölspilunarleikurinn. Þá hlaut fyrirtækið verðlaun fyrir að skara fram úr á sínu sviði. „Það er ánægjulegt að sjá að samstarfsverkefni okkar við stórfyrirtæki á borð við Google fái þessa miklu athygli. Við höfum lagt mikla áherslu á að koma leiknum á framfæri í samstarfi við ýmist stórfyrirtæki vestanhafs og var þetta verkefni liður í því. Þessi verðlaun eru mjög mikils metin í okkar geira og gaman að QuizUp sé þarna í félagskap með mörgum öðrum frábærum verkefnum og fyrirtækjum,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla sem gefur út QuizUp.
Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Sjá meira