Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, tilkynnti í gær hvaða þjálfarar koma til greina í kjöri á þjálfarum ársins.
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er á lista enn eitt árið en hann gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum.
Enginn Íslendingur er í kjörinu hjá karlaliðunum að þessu sinni.
Það er öllum frjálst að taka þátt í kjörinu en hægt er að kjósa hér.
Þjálfari ársins - kvennalið:
Þórir Hergeirsson - Noregur
Morten Soubak - Brasilía
Jorge Duenas - Spánn
Þjálfari ársins - karlalið:
Claude Onesta - Frakkland
Valero Rivera - Katar
Ljubomir Vranjes - Flensburg
Þórir tilnefndur sem þjálfari ársins

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti







Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka
Enski boltinn
