Sölvi Tryggvason er hættur að borga í lífeyrissjóð: Segir lífeyrisgreiðslur skammarlega lágar ingvar haraldsson skrifar 8. apríl 2015 13:15 Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason er ósáttur við hvernig lífeyrissjóðakerfið hefur verið rekið síðustu ár. vísir/valli Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður er hættur að borga í lífeyrissjóð. Raunar hætti Sölvi að greiða í lífeyrissjóð fyrir ári síðan. Skuldin er nú komin í innheimtu en Sölvi stendur fastur á sínu. „Skuldin er ekki hærri en svo að ég gæti borgað hana á morgun. Ég á fyrir henni og hef haldið því til hliðar. Þetta er bara prinsippmál,“ segir Sölvi í samtali við Vísi.Ómögulegt að gagnrýna kerfiðÍ færslu á vefsvæðinu Spyr.is segir Sölvi skammarlegt hvernig komið er fram við eldri borgara þessa lands. „Við fáum reglulega fréttir af því að ekki megi borga fólkinu sem bjó til þessa sjóði með elju og dugnaði og nú á að njóta ævikvöldsins nema í formi vasapeninga sem telja svo fáar krónur að skömm er. Þeir sem hafa eitthvað út á það að setja eru svo yfirleitt stimplaðir sem kjánar sem ekki skilja það að eftir x-mörg ár verða x-margir orðnir x-gamlir,“ segir Sölvi. Þá segir Sölvi að ekki megi gagnrýna lífeyrissjóðina án þess að varðhundar stökkvi upp eins og verið sé að gagnrýna börnin þeirra „Þú hlýtur að vera á mjög sérstökum stað í lífinu þegar þú ert það tilfinningalega tengdur íslenska lífeyrissjóðakerfinu að gagnrýni á það sé eins og persónuleg árás á þitt allra nánasta. Nú eða hitt, að einhver á á þig eitthvað misjafnt og þú sért kominn á kaf í spillingu sem þú átt enga leið út úr,“ segir Sölvi. Skiptir engu þó hann vilji ekki eiga í pítsastöðumFjölmiðlamaðurinn bendir á að hann sé barnlaus, eignalaus og hafi engu að tapa. „Það þarf ekki að koma á óvart að ég fæ ekki að rökstyðja það gagnvart neinum innan lífeyrissjóðanna af hverju ég vil ekki borga, heldur þarf ég að eiga það samtal við innheimtustofnun, sem sér um skítverkin.“ Sölvi segir engu máli skipti að félagafrelsi sé í landinu og hagstæðara gæti verið fyrir hann að leggja peningana sjálfur til hliðar í stað þess að láta þá í hendur manna sem vilja kaupi pítsastaði fyrir hans hönd. Sölvi bætir við hann viti ekki hvað gerist næst. „Ég hef alltaf staðið í skilum í lífinu og veit því ekki hverjar afleiðingarnar verða.“ Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður er hættur að borga í lífeyrissjóð. Raunar hætti Sölvi að greiða í lífeyrissjóð fyrir ári síðan. Skuldin er nú komin í innheimtu en Sölvi stendur fastur á sínu. „Skuldin er ekki hærri en svo að ég gæti borgað hana á morgun. Ég á fyrir henni og hef haldið því til hliðar. Þetta er bara prinsippmál,“ segir Sölvi í samtali við Vísi.Ómögulegt að gagnrýna kerfiðÍ færslu á vefsvæðinu Spyr.is segir Sölvi skammarlegt hvernig komið er fram við eldri borgara þessa lands. „Við fáum reglulega fréttir af því að ekki megi borga fólkinu sem bjó til þessa sjóði með elju og dugnaði og nú á að njóta ævikvöldsins nema í formi vasapeninga sem telja svo fáar krónur að skömm er. Þeir sem hafa eitthvað út á það að setja eru svo yfirleitt stimplaðir sem kjánar sem ekki skilja það að eftir x-mörg ár verða x-margir orðnir x-gamlir,“ segir Sölvi. Þá segir Sölvi að ekki megi gagnrýna lífeyrissjóðina án þess að varðhundar stökkvi upp eins og verið sé að gagnrýna börnin þeirra „Þú hlýtur að vera á mjög sérstökum stað í lífinu þegar þú ert það tilfinningalega tengdur íslenska lífeyrissjóðakerfinu að gagnrýni á það sé eins og persónuleg árás á þitt allra nánasta. Nú eða hitt, að einhver á á þig eitthvað misjafnt og þú sért kominn á kaf í spillingu sem þú átt enga leið út úr,“ segir Sölvi. Skiptir engu þó hann vilji ekki eiga í pítsastöðumFjölmiðlamaðurinn bendir á að hann sé barnlaus, eignalaus og hafi engu að tapa. „Það þarf ekki að koma á óvart að ég fæ ekki að rökstyðja það gagnvart neinum innan lífeyrissjóðanna af hverju ég vil ekki borga, heldur þarf ég að eiga það samtal við innheimtustofnun, sem sér um skítverkin.“ Sölvi segir engu máli skipti að félagafrelsi sé í landinu og hagstæðara gæti verið fyrir hann að leggja peningana sjálfur til hliðar í stað þess að láta þá í hendur manna sem vilja kaupi pítsastaði fyrir hans hönd. Sölvi bætir við hann viti ekki hvað gerist næst. „Ég hef alltaf staðið í skilum í lífinu og veit því ekki hverjar afleiðingarnar verða.“
Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira