Samkeppniseftirlitið: Efla þarf samkeppni á dagvörumarkaði Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2015 10:47 kki eru komnar fram vísbendingar um að staða Haga sem markaðsráðandi aðila á markaðnum hafi breyst. vísir/vilhelm Í skýrslu sem Samkeppniseftirlitið birti í dag um samkeppni á dagvörumarkaði kemur fram að heldur hafi dregið úr markaðshlutdeild Haga frá árinu 2009. Á sama tíma hafi nýir aðilar náð að auka hlutdeild sína. Þannig séu vísbendingar um að samþjöppun sé smám saman að minnka, a.m.k. um stundarsakir. Áfram sé þó mikil samþjöppun á dagvörumarkaði. Ekki eru komnar fram vísbendingar um að staða Haga sem markaðsráðandi aðila á markaðnum hafi breyst. Í skýrslunni segir að verðhækkanir á dagvöru undanfarið skýrist ekki einvörðungu af ytri aðstæðum. Þannig hafi verð á innfluttum vörum ekki lækkað til samræmis við gengisstyrkingu og verðþróun erlendis síðustu misserin. Á sama tíma hefur afkoma helstu verslanasamstæðna almennt verið góð. Mikilvægt er að neytendur njóti styrkingar á gengi og bættrar afkomu í gegnum lægra vöruverð. Talsvert skortir á að birgjar hafi sýnt fram á að verðmunur í samningum þeirra við annars vegar stærri verslanakeðjur og hins vegar smærri verslanir byggist á málefnalegum forsendum, s.s. vel rökstuddum kostnaðarútreikningum, en Samkeppniseftirlitið varpaði ljósi á þennan verðmun með skýrslu nr. 1/2012, Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þó eru vísbendingar um að almennt hafi dregið úr samkeppnishamlandi verðmismun frá árinu 2012. Með hliðsjón af framangreindu beinir Samkeppniseftirlitið því til aðila á markaði og stjórnvalda að grípa til eftirfarandi aðgerða:Stjórnvöld verða að beita sér fyrir aukinni samkeppni, m.a. með opnun markaða og endurskoðun á samkeppnishindrandi ákvæðum búvöru- og tollalaga.Birgjar og dagvöruverslunin verða að endurskoða viðskiptasamninga sína og fara að leiðbeiningum Samkeppniseftirlitsins.Samtök fyrirtækja á dagvörumarkaði þurfa að beita sér fyrir bættri samkeppnismenningu í sínum röðum, sem m.a. felst í því að tryggja að samkeppnislögum og þeim leikreglum sem lesa má út úr framkvæmd laganna sé fylgt.Mikilvægt er að neytendur og samtök sem bera hag þeirra fyrir brjósti sýni fyrirtækjum á dagvörumarkaði aðhald með öllum tiltækum ráðum. Aðhald neytenda getur haft mikla þýðingu til þess að tryggja að bættar ytri aðstæður skili sér í lægra verði og að nýlegar breytingar á opinberum gjöldum leiði ekki til hærra vöruverðs en óhjákvæmilegt er.Endurskoða þarf núverandi fyrirkomulag um skilarétt dagvöruverslana á vörum til birgja, í því skyni að auka hvata smásala til hagkvæmrar birgðastýringar en það ætti að öðru óbreyttu að leiða til lægra verðs og draga úr sóun matvæla. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Í skýrslu sem Samkeppniseftirlitið birti í dag um samkeppni á dagvörumarkaði kemur fram að heldur hafi dregið úr markaðshlutdeild Haga frá árinu 2009. Á sama tíma hafi nýir aðilar náð að auka hlutdeild sína. Þannig séu vísbendingar um að samþjöppun sé smám saman að minnka, a.m.k. um stundarsakir. Áfram sé þó mikil samþjöppun á dagvörumarkaði. Ekki eru komnar fram vísbendingar um að staða Haga sem markaðsráðandi aðila á markaðnum hafi breyst. Í skýrslunni segir að verðhækkanir á dagvöru undanfarið skýrist ekki einvörðungu af ytri aðstæðum. Þannig hafi verð á innfluttum vörum ekki lækkað til samræmis við gengisstyrkingu og verðþróun erlendis síðustu misserin. Á sama tíma hefur afkoma helstu verslanasamstæðna almennt verið góð. Mikilvægt er að neytendur njóti styrkingar á gengi og bættrar afkomu í gegnum lægra vöruverð. Talsvert skortir á að birgjar hafi sýnt fram á að verðmunur í samningum þeirra við annars vegar stærri verslanakeðjur og hins vegar smærri verslanir byggist á málefnalegum forsendum, s.s. vel rökstuddum kostnaðarútreikningum, en Samkeppniseftirlitið varpaði ljósi á þennan verðmun með skýrslu nr. 1/2012, Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þó eru vísbendingar um að almennt hafi dregið úr samkeppnishamlandi verðmismun frá árinu 2012. Með hliðsjón af framangreindu beinir Samkeppniseftirlitið því til aðila á markaði og stjórnvalda að grípa til eftirfarandi aðgerða:Stjórnvöld verða að beita sér fyrir aukinni samkeppni, m.a. með opnun markaða og endurskoðun á samkeppnishindrandi ákvæðum búvöru- og tollalaga.Birgjar og dagvöruverslunin verða að endurskoða viðskiptasamninga sína og fara að leiðbeiningum Samkeppniseftirlitsins.Samtök fyrirtækja á dagvörumarkaði þurfa að beita sér fyrir bættri samkeppnismenningu í sínum röðum, sem m.a. felst í því að tryggja að samkeppnislögum og þeim leikreglum sem lesa má út úr framkvæmd laganna sé fylgt.Mikilvægt er að neytendur og samtök sem bera hag þeirra fyrir brjósti sýni fyrirtækjum á dagvörumarkaði aðhald með öllum tiltækum ráðum. Aðhald neytenda getur haft mikla þýðingu til þess að tryggja að bættar ytri aðstæður skili sér í lægra verði og að nýlegar breytingar á opinberum gjöldum leiði ekki til hærra vöruverðs en óhjákvæmilegt er.Endurskoða þarf núverandi fyrirkomulag um skilarétt dagvöruverslana á vörum til birgja, í því skyni að auka hvata smásala til hagkvæmrar birgðastýringar en það ætti að öðru óbreyttu að leiða til lægra verðs og draga úr sóun matvæla.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun