Vísir setur notendamet á íslenskum fréttamiðli Kolbeinn Tumi Daðason 15. mars 2015 12:00 Rúmlega 684 þúsund notendur sóttu Vísi heim í vikunni sem leið. Aldrei hafa verið fleiri notendur á íslenskum fréttamiðli en fyrra metið, rúmlega 667 þúsund notendur, átti Mbl.is frá því eldsumbrotin í Holuhrauni stóðu sem hæst í ágúst í fyrra. Miðað er við Samræmda vefmælingu Modernus. Hinn mikla fjölda lesenda á Vísi þessa vikuna má meðal annars rekja til mikils áhuga erlendra lesenda á fylgi Pírata í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sömuleiðis vöktu fréttir af veðrinu hér heima mikla athygli líkt og á öðrum íslenskum vefmiðlum. „Visir.is náði efsta sæti á veflistanum í þessari viku og halda því tveir stærstu vefirnir (mbl.is og visir.is) áfram að skiptast á sætum nú í byrjun þessa árs,“ segir í umfjöllun á vef Modernus. Þar kennir ýmissa grasa en einn af hástökkvurum vikunnar er vefur Ríkisskattstjóra enda landsmenn í óða önn að skila framtölum sínum. Ritstjórn Vísis þakkar lesendum sínum kærlega fyrir heimsóknirnar undanfarnar vikur. Við tökum fagnandi við ábendingum, innsendum greinum og athugasemdum á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is) og minnum á að nýjustu og helstu fréttir okkar eru birtar jafnóðum á Facebook-síðu Vísis. Erlendir lesendur geta sömuleiðis fylgst með fréttum á enskri útgáfu Facebook-síðu Vísis. Mest lesið Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Viðskipti innlent Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Viðskipti erlent Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Viðskipti erlent Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Samstarf Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Viðskipti innlent Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Viðskipti innlent Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Viðskipti innlent Sætanýtingin aldrei verið betri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira
Rúmlega 684 þúsund notendur sóttu Vísi heim í vikunni sem leið. Aldrei hafa verið fleiri notendur á íslenskum fréttamiðli en fyrra metið, rúmlega 667 þúsund notendur, átti Mbl.is frá því eldsumbrotin í Holuhrauni stóðu sem hæst í ágúst í fyrra. Miðað er við Samræmda vefmælingu Modernus. Hinn mikla fjölda lesenda á Vísi þessa vikuna má meðal annars rekja til mikils áhuga erlendra lesenda á fylgi Pírata í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sömuleiðis vöktu fréttir af veðrinu hér heima mikla athygli líkt og á öðrum íslenskum vefmiðlum. „Visir.is náði efsta sæti á veflistanum í þessari viku og halda því tveir stærstu vefirnir (mbl.is og visir.is) áfram að skiptast á sætum nú í byrjun þessa árs,“ segir í umfjöllun á vef Modernus. Þar kennir ýmissa grasa en einn af hástökkvurum vikunnar er vefur Ríkisskattstjóra enda landsmenn í óða önn að skila framtölum sínum. Ritstjórn Vísis þakkar lesendum sínum kærlega fyrir heimsóknirnar undanfarnar vikur. Við tökum fagnandi við ábendingum, innsendum greinum og athugasemdum á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is) og minnum á að nýjustu og helstu fréttir okkar eru birtar jafnóðum á Facebook-síðu Vísis. Erlendir lesendur geta sömuleiðis fylgst með fréttum á enskri útgáfu Facebook-síðu Vísis.
Mest lesið Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Viðskipti innlent Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Viðskipti erlent Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Viðskipti erlent Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Samstarf Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Viðskipti innlent Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Viðskipti innlent Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Viðskipti innlent Sætanýtingin aldrei verið betri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira