Martin fór á kostum í seinni hálfleik tryggði LIU sigurinn á vítalínunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2015 10:00 Martin Hermannsson var frábær í seinni hálfleik. vísir/andri marinó Martin Hermannsson, íþróttamaður Reykjavíkur 2014, var hetja LIU Brooklyn í bandarísku háskólakörfunni í nótt. LIU vann lið Robert Morris-háskólans, 63-62, eftir að vera undir, 40-30, í hálfleik. Martin skoraði síðustu tvö stig LIU af vítalínunni þegar ein mínúta og 19 sekúndur voru eftir af leiknum. Joel Hernandez, liðsfélagi Martins og Elvars, átti líka stóran þátt í sigrinum undir lokin, en hann tók mikilvægt sóknarfrákast, stal einum bolta og varði síðasta skot heimamanna um leið og flautan gall. Varnarleikur svartþrastanna úr Brooklyn skilaði sigrinum í seinni hálfleik, en skotnýting heimamanna í Robert Morris fór úr 52,6 prósentum í fyrri hálfleik niður í 25 prósent í seinni hálfleik. Martin skoraði tólf stig í leiknum, öll í seinni hálfleik, auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Elvar Már Friðriksson spilaði 26 mínútur í leiknum á móti 34 hjá Martin og skoraði fjögur stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu. LIU er búið að vinna ellefu leiki og tapa þrettán á tímabilinu í heildina en er með sjö sigra og sex töp innan sinnar deildar. Kristófer Acox átti góðan leik fyrir Furman-háskólaliðið í nótt, en það dugði ekki til. Kristófer og hans menn voru saltaðir á útivelli gegn VMI, 93-59. Kristófer var stigahæstur sinna manna með 14 stig auk þess sem hann tók fimm fráköst, en hann hitti úr sex af átta skotum sínum í teignum. Furman er búið að vinna sjö leiki en tapa 17. Gunnar Ólafsson var ekki í liði St. Francis sem vann öruggan sigur á Wagner-háskólanum, 83-66, á heimavelli. Gunnar og hans menn eru í mjög góðum málum með 17 sigra og níu töp (11-2 innan sinnar deildar). Körfubolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Martin Hermannsson, íþróttamaður Reykjavíkur 2014, var hetja LIU Brooklyn í bandarísku háskólakörfunni í nótt. LIU vann lið Robert Morris-háskólans, 63-62, eftir að vera undir, 40-30, í hálfleik. Martin skoraði síðustu tvö stig LIU af vítalínunni þegar ein mínúta og 19 sekúndur voru eftir af leiknum. Joel Hernandez, liðsfélagi Martins og Elvars, átti líka stóran þátt í sigrinum undir lokin, en hann tók mikilvægt sóknarfrákast, stal einum bolta og varði síðasta skot heimamanna um leið og flautan gall. Varnarleikur svartþrastanna úr Brooklyn skilaði sigrinum í seinni hálfleik, en skotnýting heimamanna í Robert Morris fór úr 52,6 prósentum í fyrri hálfleik niður í 25 prósent í seinni hálfleik. Martin skoraði tólf stig í leiknum, öll í seinni hálfleik, auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Elvar Már Friðriksson spilaði 26 mínútur í leiknum á móti 34 hjá Martin og skoraði fjögur stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu. LIU er búið að vinna ellefu leiki og tapa þrettán á tímabilinu í heildina en er með sjö sigra og sex töp innan sinnar deildar. Kristófer Acox átti góðan leik fyrir Furman-háskólaliðið í nótt, en það dugði ekki til. Kristófer og hans menn voru saltaðir á útivelli gegn VMI, 93-59. Kristófer var stigahæstur sinna manna með 14 stig auk þess sem hann tók fimm fráköst, en hann hitti úr sex af átta skotum sínum í teignum. Furman er búið að vinna sjö leiki en tapa 17. Gunnar Ólafsson var ekki í liði St. Francis sem vann öruggan sigur á Wagner-háskólanum, 83-66, á heimavelli. Gunnar og hans menn eru í mjög góðum málum með 17 sigra og níu töp (11-2 innan sinnar deildar).
Körfubolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira