Íslenskir frumkvöðlar fá fjárfestingu frá Seedcamp Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2015 10:30 Stofnendur Datasmoothie þeir Geir Freysson, Agnar Sigmarsson og Birgir Hrafn Sigurðsson. mynd/aðsend Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Datasmoothie var á meðal sigurvegara í Seedcamp sem fór fram í London í vikuna 2. – 6. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Mörg hundruð fyrirtæki sóttu um að fá taka þátt og voru 22 teymi valin til þess að keppa um fjárfestingu frá Seedcamp. Í tilkynningunni segir að vikan hafi verið erfið og falið í sér viðtöl við fjárfesta og aðra sérfræðinga ásamt daglegum kynningum á viðskiptahugmyndinni. Undir lok vikunnar var íslenska teyminu tjáð að þeir hafi hlotið fjárfestingu frá Seedcamp. Seedcamp er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu og var stofnaður árið 2007 með það að markmiði búa til fyrirtæki sem hafa möguleika á því að verða að stórfyrirtækjum á sínu sviði á örfáum árum. Á heimasíðu Seedcamp kemur fram að markmiðið þeirra sé að „fjárfesta með það að markmiði að byggja upp fyrirtæki í Evrópu sem metin eru milljarða.”En hver er varan? Varan heitir Datasmoothie og er hugbúnaður sem er notaður við úrvinnslu gagna, framkvæmir tölfræðilega útreikninga og gerir notendum kleift að útbúa gagnvirkar skýrslur með niðurstöðum sínum á auðveldan hátt. „Margir kannast við að hafa notast við hugbúnaðinn SPSS í háskóla og jafnvel menntaskóla. SPSS er gamall hugbúnaður sem hefur lítið þróast frá því hann kom fyrst út. Við settum okkur það markmið að búa til skilvirkari og mun betri útgáfu af honum og byrja á að bjóða markaðsrannsóknafyrirtækjum til kaups,“ segir Geir Freysson, einn af stofnendum fyrirtækisins. Data Smoothie hefur verið í þróun í um 16 mánuði og hefur teymið unnið með breska markaðsrannsóknafyrirtækinu YouGov að þróun vörunnar. Næstu skref „Þetta er klárlega mikil viðurkenning fyrir okkur, enda margir af öflugustu frumkvöðlum Evrópu saman komnir til þess að keppa um fjárfestingu frá þekktum fjárfestingasjóði. Þetta hefur nú þegar opnað fjölmargar dyr fyrir okkur, t.d. höfum við átt fundi með stærstu fjárfestingasjóðum Evrópu. Markaðsrannsóknir er tæplega 40 milljarða dala bransi og tækifærið er því gríðarlega stórt. En velgengni kemur ekki af sjálfur sér og næsta mál á dagskrá er halda þróun og sölu áfram af fullum krafti,“ segir Agnar Sigmarsson, einn af stofnendum fyrirtækisins. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Datasmoothie var á meðal sigurvegara í Seedcamp sem fór fram í London í vikuna 2. – 6. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Mörg hundruð fyrirtæki sóttu um að fá taka þátt og voru 22 teymi valin til þess að keppa um fjárfestingu frá Seedcamp. Í tilkynningunni segir að vikan hafi verið erfið og falið í sér viðtöl við fjárfesta og aðra sérfræðinga ásamt daglegum kynningum á viðskiptahugmyndinni. Undir lok vikunnar var íslenska teyminu tjáð að þeir hafi hlotið fjárfestingu frá Seedcamp. Seedcamp er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu og var stofnaður árið 2007 með það að markmiði búa til fyrirtæki sem hafa möguleika á því að verða að stórfyrirtækjum á sínu sviði á örfáum árum. Á heimasíðu Seedcamp kemur fram að markmiðið þeirra sé að „fjárfesta með það að markmiði að byggja upp fyrirtæki í Evrópu sem metin eru milljarða.”En hver er varan? Varan heitir Datasmoothie og er hugbúnaður sem er notaður við úrvinnslu gagna, framkvæmir tölfræðilega útreikninga og gerir notendum kleift að útbúa gagnvirkar skýrslur með niðurstöðum sínum á auðveldan hátt. „Margir kannast við að hafa notast við hugbúnaðinn SPSS í háskóla og jafnvel menntaskóla. SPSS er gamall hugbúnaður sem hefur lítið þróast frá því hann kom fyrst út. Við settum okkur það markmið að búa til skilvirkari og mun betri útgáfu af honum og byrja á að bjóða markaðsrannsóknafyrirtækjum til kaups,“ segir Geir Freysson, einn af stofnendum fyrirtækisins. Data Smoothie hefur verið í þróun í um 16 mánuði og hefur teymið unnið með breska markaðsrannsóknafyrirtækinu YouGov að þróun vörunnar. Næstu skref „Þetta er klárlega mikil viðurkenning fyrir okkur, enda margir af öflugustu frumkvöðlum Evrópu saman komnir til þess að keppa um fjárfestingu frá þekktum fjárfestingasjóði. Þetta hefur nú þegar opnað fjölmargar dyr fyrir okkur, t.d. höfum við átt fundi með stærstu fjárfestingasjóðum Evrópu. Markaðsrannsóknir er tæplega 40 milljarða dala bransi og tækifærið er því gríðarlega stórt. En velgengni kemur ekki af sjálfur sér og næsta mál á dagskrá er halda þróun og sölu áfram af fullum krafti,“ segir Agnar Sigmarsson, einn af stofnendum fyrirtækisins.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira