FME kannar hvernig gögn láku til fjölmiðla 30. janúar 2015 09:36 Fjármálaeftirlitið harmar að gögn með ítarlegum upplýsingum um viðskiptavini bankanna hafi birst opinberlega. Fjármálaeftirltið skoðar nú hvort í birtingunni felist brot á 58. grein laga 161/2002, eða lög um bankaleynd. Með þessari yfirlýsingu bregst Fjármálaeftirlitið við birtingu Víglundar Þorsteinssonar á gögnum sem varða flutning á eignum gömlu bankanna yfir í nýju bankanna. Víglundur sendi afrit af gögnunum á fjölmiðla seint á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Sakaði hann þáverandi fjármálaráðherra, Steingrím J. Sigfússon, um lögbrot þegar bönkunum var skipt upp. Telur Víglundur að skilanefndir/slitastjórnir gömlu bankanna hafi hagnast um 3-400 milljarða af þessu. Fjármálaeftirlitið hafnar ásökunum í málflutningi Víglundar. Segir á vef Fjármálaeftirlitsins að í samræmi við upphaflega ákvörðun Fjármálaeftirlitsins hafi við bráðabirgðamat eigna verið reiknað með áætlaðri virðisrýrnun. Aðeins stærri lán voru metin sérstaklega en önnur lán voru metin sem hluti af stærri einsleitum útlánasöfnum. Fjármálaeftirlitið mælti ekki fyrir um að kröfuvirði viðkomandi lána yrði fært niður sem næmi væntri virðisrýrnun, heldur aðeins að samsvarandi fjárhæð yrði færð á afskriftareikning til frádráttar til að mæta væntum útlánatöpum. „Því er ranglega haldið fram að Fjármálaeftirlitið hafi með stofnúrskurði mælt fyrir um afskriftir á einstökum lánum. Eins og áður greinir tók Fjármálaeftirlitið ákvarðanir um hvaða eignir og skuldir færu yfir til nýju bankanna og eftir hvaða ferli skyldi meta virði þeirra. Þau fylgiskjöl sem nú hafa birst opinberlega, drög að stofnefnahagsreikningum bankanna þriggja frá í október 2008, höfðu þann eina tilgang að leiða fram gróft mat á efnahag bankanna við upphaf reksturs þeirra, stöðu sem fyrirfram var vitað að tæki breytingum á grundvelli áðurnefnds matsferlis,“ segir í frétt á vef FME. Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Fjármálaeftirlitið harmar að gögn með ítarlegum upplýsingum um viðskiptavini bankanna hafi birst opinberlega. Fjármálaeftirltið skoðar nú hvort í birtingunni felist brot á 58. grein laga 161/2002, eða lög um bankaleynd. Með þessari yfirlýsingu bregst Fjármálaeftirlitið við birtingu Víglundar Þorsteinssonar á gögnum sem varða flutning á eignum gömlu bankanna yfir í nýju bankanna. Víglundur sendi afrit af gögnunum á fjölmiðla seint á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Sakaði hann þáverandi fjármálaráðherra, Steingrím J. Sigfússon, um lögbrot þegar bönkunum var skipt upp. Telur Víglundur að skilanefndir/slitastjórnir gömlu bankanna hafi hagnast um 3-400 milljarða af þessu. Fjármálaeftirlitið hafnar ásökunum í málflutningi Víglundar. Segir á vef Fjármálaeftirlitsins að í samræmi við upphaflega ákvörðun Fjármálaeftirlitsins hafi við bráðabirgðamat eigna verið reiknað með áætlaðri virðisrýrnun. Aðeins stærri lán voru metin sérstaklega en önnur lán voru metin sem hluti af stærri einsleitum útlánasöfnum. Fjármálaeftirlitið mælti ekki fyrir um að kröfuvirði viðkomandi lána yrði fært niður sem næmi væntri virðisrýrnun, heldur aðeins að samsvarandi fjárhæð yrði færð á afskriftareikning til frádráttar til að mæta væntum útlánatöpum. „Því er ranglega haldið fram að Fjármálaeftirlitið hafi með stofnúrskurði mælt fyrir um afskriftir á einstökum lánum. Eins og áður greinir tók Fjármálaeftirlitið ákvarðanir um hvaða eignir og skuldir færu yfir til nýju bankanna og eftir hvaða ferli skyldi meta virði þeirra. Þau fylgiskjöl sem nú hafa birst opinberlega, drög að stofnefnahagsreikningum bankanna þriggja frá í október 2008, höfðu þann eina tilgang að leiða fram gróft mat á efnahag bankanna við upphaf reksturs þeirra, stöðu sem fyrirfram var vitað að tæki breytingum á grundvelli áðurnefnds matsferlis,“ segir í frétt á vef FME.
Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira