Viðskipti innlent

Markmiðið er stöðugleiki og fyrirsjáanleiki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske Bank.
Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske Bank. vísir/gva

Markmiðið við stjórn peningamála er alltaf stöðugleiki og fyrirsjáanleiki, sagði Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske Bank, á fundi VÍB í Hörpu í morgun. Þar ræddi Christensen möguleikann á því að „útvista peningamálastefnunni“ eins og hann kallar það, án þess að gerast aðili að Evrópusambandinu og ganga í evrusamstarfið.

Efni fundar VÍB er að ræða stöðu peningamála og efnahagsmála eftir að tekist hefur að afnema fjármagnshöft. Christensen sagði að peningamálastefnan ætti að vera hrá og fyrirsjáanleg. Hann sagði að Íslendingum hefði ekki tekist vel til við framkvæmd peningamálastefnunnar hingað til. Hann benti til dæmis á að verðbólga hér á landi hefði verið mjög há á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Christensen sagði að fyrirsjáanleikinn hefði ekki heldur verið nógu mikill á Íslandi og pólitísk afskipti verið of mikil. Hann rifjaði upp dæmi frá því á haustmánuðum 2008 þar sem Seðlabankinn hefði gefið upp áætlun um að festa gengi krónunnar við evru. „Ég held að sú yfirlýsing hafi varað í sjö mínútur eða svo,“ sagði Christensen. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.