Telur olíuverð á Íslandi ekki lækka í samræmi við lækkun á heimsmarkaði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. janúar 2015 11:18 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. vísir/auðunn Olíuverð á Íslandi er ekki að lækka í samræmi við lækkun á heimsmarkaði. Olíufélögin eru of lengi að taka við sér og á meðan rennur hver auka króna sem lögð er á lítrann beint í vasa hluthafanna. Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra í sex ár. Það hefur lækkað jafnt og þétt undanfarnar vikur og bendir allt til áframhaldandi lækkunar. Þá hefur bensínlítrinn hérlendis lækkað umtalsvert og stendur nú í 197 krónum. Meðalútsöluverð á bensíni á síðasta ári var um 240 krónur á lítra. „Hver króna sem ekki skilar sér, eða er tekin aukalega af bensín- og díselolíulítra yfir eitt ár, gera um 340 milljónir króna. Ofan á þær leggst virðisaukaskattur þannig að þetta eru yfir 400 milljónir úr vasa neytenda. Þetta er fljótt að telja,“ segir Runólfur. Olían tók að lækka í lok síðasta árs. Það gerðist í kjölfar þess að Alþjóðaorkumálastofnunin birti spá um minnkandi eftirspurn á olíu á árinu 2015. Verðlækkunin er því meðal annars rakin til ótta manna við minnkandi eftirspurn, en samkvæmt spánni verður eftirspurnin umtalsvert minni en gert var ráð fyrir. Runólfur segir að þrátt fyrir að bensínlítrinn hafi vissulega lækkað hér á landi, þá hafi hann ekki lækkað í takt við lækkun á heimsmarkaði. „Við sáum það að meðalálagning í desembermánuði á hvern bensínlítra var ríflega fjórum krónum yfir álagningu fyrri hluta árs, eða fyrstu níu mánuðina,“ segir hann. „Rannsóknir hafa sýnt að félögin eru fyrr til að hækka og seinni til að lækka. Okkar úttekt hefur sýnt fram á það að það hefur verið lækkun en hún hefur ekki skilað sér sem skyldi seinni part árs eða þegar lækkun á heimsmarkaði fór að verða meiri og meiri og eins og olíufélögin hafi sætt lagi og hækkað álagningu.“ Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Olíuverð á Íslandi er ekki að lækka í samræmi við lækkun á heimsmarkaði. Olíufélögin eru of lengi að taka við sér og á meðan rennur hver auka króna sem lögð er á lítrann beint í vasa hluthafanna. Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra í sex ár. Það hefur lækkað jafnt og þétt undanfarnar vikur og bendir allt til áframhaldandi lækkunar. Þá hefur bensínlítrinn hérlendis lækkað umtalsvert og stendur nú í 197 krónum. Meðalútsöluverð á bensíni á síðasta ári var um 240 krónur á lítra. „Hver króna sem ekki skilar sér, eða er tekin aukalega af bensín- og díselolíulítra yfir eitt ár, gera um 340 milljónir króna. Ofan á þær leggst virðisaukaskattur þannig að þetta eru yfir 400 milljónir úr vasa neytenda. Þetta er fljótt að telja,“ segir Runólfur. Olían tók að lækka í lok síðasta árs. Það gerðist í kjölfar þess að Alþjóðaorkumálastofnunin birti spá um minnkandi eftirspurn á olíu á árinu 2015. Verðlækkunin er því meðal annars rakin til ótta manna við minnkandi eftirspurn, en samkvæmt spánni verður eftirspurnin umtalsvert minni en gert var ráð fyrir. Runólfur segir að þrátt fyrir að bensínlítrinn hafi vissulega lækkað hér á landi, þá hafi hann ekki lækkað í takt við lækkun á heimsmarkaði. „Við sáum það að meðalálagning í desembermánuði á hvern bensínlítra var ríflega fjórum krónum yfir álagningu fyrri hluta árs, eða fyrstu níu mánuðina,“ segir hann. „Rannsóknir hafa sýnt að félögin eru fyrr til að hækka og seinni til að lækka. Okkar úttekt hefur sýnt fram á það að það hefur verið lækkun en hún hefur ekki skilað sér sem skyldi seinni part árs eða þegar lækkun á heimsmarkaði fór að verða meiri og meiri og eins og olíufélögin hafi sætt lagi og hækkað álagningu.“
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira