Ivano Balic leggur skóna á hilluna í vor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2015 15:15 Ivano Balic í leik á móti íslenska landsliðinu. Vísir/AFP Ivano Balic, leikstjórnandi króatíska landsliðsins til margra ára og fyrrum besti handboltamaður heims, hefur nú gefið það út að hann ætli að setja handboltaskóna sína upp í hillu eftir tímabilið. Ivano Balic sem er orðinn 35 ára gamall mun þó halda áfram í handboltanum því hann mun í framhaldinu vinna fyrir króatíska handboltasambandið. Ivano Balic var kosinn besti handboltamaður heims árið 2003 og 2006 en árið 2010 var hann einnig valinn besti handboltamaður allra tíma og hafði þar betur gegn Frakkanum Nikola Karabatic. Ivano Balic er ekki aðeins þekktur fyrir takta inn á handboltavellinum heldur einnig að geta spilað þrátt fyrir að lifa að mestu á kaffi og sígarettum. Þessi lífstíll hefur þó örugglega séð til þess að kappinn er nú kominn á endastöð. Ivano Balic spilar nú með þýska liðinu Wetzlar en hann hefur áður spilað með stórliðum eins og RK Metković, Portland San Antonio, RK Zagreb og Atlético Madrid BM. Ivano Balic vann tvö gull á stórmótum með króatíu, Ólympíugull 2004 og HM-gull 2003 en króatíska landsliðið vann alls átta verðlaun á stórmótum með hann innanborðs. Hann spilaði sinn síðasta landsleik árið 2012. Balic náði því meðal annars að vera kosinn besti leikmaðurinn á fimm stórmótum í röð en það voru EM í Slóveníu 2004, ÓL í Aþenu 2004, HM í Túnis 2005, EM í Sviss 2006 og HM í Þýskalandi 2007.Ivano Balic.Vísir/Getty Handbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira
Ivano Balic, leikstjórnandi króatíska landsliðsins til margra ára og fyrrum besti handboltamaður heims, hefur nú gefið það út að hann ætli að setja handboltaskóna sína upp í hillu eftir tímabilið. Ivano Balic sem er orðinn 35 ára gamall mun þó halda áfram í handboltanum því hann mun í framhaldinu vinna fyrir króatíska handboltasambandið. Ivano Balic var kosinn besti handboltamaður heims árið 2003 og 2006 en árið 2010 var hann einnig valinn besti handboltamaður allra tíma og hafði þar betur gegn Frakkanum Nikola Karabatic. Ivano Balic er ekki aðeins þekktur fyrir takta inn á handboltavellinum heldur einnig að geta spilað þrátt fyrir að lifa að mestu á kaffi og sígarettum. Þessi lífstíll hefur þó örugglega séð til þess að kappinn er nú kominn á endastöð. Ivano Balic spilar nú með þýska liðinu Wetzlar en hann hefur áður spilað með stórliðum eins og RK Metković, Portland San Antonio, RK Zagreb og Atlético Madrid BM. Ivano Balic vann tvö gull á stórmótum með króatíu, Ólympíugull 2004 og HM-gull 2003 en króatíska landsliðið vann alls átta verðlaun á stórmótum með hann innanborðs. Hann spilaði sinn síðasta landsleik árið 2012. Balic náði því meðal annars að vera kosinn besti leikmaðurinn á fimm stórmótum í röð en það voru EM í Slóveníu 2004, ÓL í Aþenu 2004, HM í Túnis 2005, EM í Sviss 2006 og HM í Þýskalandi 2007.Ivano Balic.Vísir/Getty
Handbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira