Viðskipti innlent

Rúnnstykkin hækka um 30 krónur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bernhöftsbakarí í Bergstaðastræti.
Bernhöftsbakarí í Bergstaðastræti. Vísir/Pjetur
Rúnnstykkin í Bernhöftsbakaríi í Bergstaðastræti hafa síðastliðin 10 ár kostað 50 krónur en á því varð breyting nú um áramótin. Rúnnstykkin hækkuðu þá um 30 krónur og kosta því 80 krónur. Nútíminn greindi fyrst frá málinu í dag.

Í tilkynningu sem sett var upp í bakaríinu segir að hækkunin á rúnnstykkjunum sé tilkomin vegna hækkunar á matarskatti sem tók gildi 1. janúar. Lægra þrep virðisaukaskatts, sem matvörur falla undir, hækkaði þá úr 7% í 11%.

Vegna þessa getur Bernhöftsbakarí ekki lengur boðið sama verð á rúnnstykkjum en tilkynningu bakarísins til viðskiptavina má sjá hér að neðan.

Tilkynningin til viðskiptavina bakarísins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×