Thorsil úthlutað starfsleyfi í Helguvík Sæunn Gísladóttir skrifar 15. september 2015 15:10 Myndin sýnir teikningu af fyrirhugaðri verksmiðju Thorsil í Helguvík. Vísir/Thorsil Umhverfisstofnun gaf út þann 11. september síðastliðinn, starfsleyfi sem heimilar Thorsil ehf. rekstur kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ. „Veiting starfsleyfisins er mikilvægur áfangi á þeirri leið að gera verksmiðjuna að veruleika. Við hönnun verksmiðjunnar og við val á tækjabúnaði hefur þess verið gætt að nota bestu fáanlega tækni. Nú hafa tvær opinberar stofnanir farið yfir áætlanir okkar varðandi framleiðslutæki og mengunarvarnarbúnað en þessi búnaður uppfyllir ströngustu kröfur sem lög og reglur gera ráð fyrir. Þar af leiðandi hafa þessir sömu opinberu aðilar staðfest að umhverfisáhrif verða vel innan allra æskilegra og leyfilegra marka.“ segir John Fenger, stjórnarformaður Thorsil í tilkynningu. „Með útgáfu Umhverfisstofnunar á starfsleyfi fyrir Thorsil var stigið stórt skref í framfaraátt fyrir atvinnusvæðið og tilkoma verksmiðjunnar mun fjölga atvinnutækifærum á svæðinu til muna. Starfsemin mun og færa Reykjanesbæ og Helguvíkurhöfn árstekjur sem nema rúmum 700 m.kr.“ Í upphafi rekstrarins, sem gert er ráð fyrir að hefjist í byrjun árs 2018, verða framleidd um 54 þúsund tonn af kísilmálmi á ári í tveimur ofnum. Þegar hefur verið samið um sölu á 82% árlegrar framleiðslu til átta og tíu ára. Um 130 manns munu starfa í verksmiðjunni þegar starfsemin hefst árið 2018. Auk fastra starfa í verksmiðju Thorsil mun starfsemin kalla á ýmis afleidd þjónustustörf, svo sem við flutninga, viðhald, verkfræðiþjónustu og fleira. Gert er ráð fyrir á fjórða hundrað ársstörfum á byggingartíma verksmiðjunnar. Áætlað er að framkæmdir við verksmiðjuna hefjist í ársbyrjun 2016. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Umhverfisstofnun gaf út þann 11. september síðastliðinn, starfsleyfi sem heimilar Thorsil ehf. rekstur kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ. „Veiting starfsleyfisins er mikilvægur áfangi á þeirri leið að gera verksmiðjuna að veruleika. Við hönnun verksmiðjunnar og við val á tækjabúnaði hefur þess verið gætt að nota bestu fáanlega tækni. Nú hafa tvær opinberar stofnanir farið yfir áætlanir okkar varðandi framleiðslutæki og mengunarvarnarbúnað en þessi búnaður uppfyllir ströngustu kröfur sem lög og reglur gera ráð fyrir. Þar af leiðandi hafa þessir sömu opinberu aðilar staðfest að umhverfisáhrif verða vel innan allra æskilegra og leyfilegra marka.“ segir John Fenger, stjórnarformaður Thorsil í tilkynningu. „Með útgáfu Umhverfisstofnunar á starfsleyfi fyrir Thorsil var stigið stórt skref í framfaraátt fyrir atvinnusvæðið og tilkoma verksmiðjunnar mun fjölga atvinnutækifærum á svæðinu til muna. Starfsemin mun og færa Reykjanesbæ og Helguvíkurhöfn árstekjur sem nema rúmum 700 m.kr.“ Í upphafi rekstrarins, sem gert er ráð fyrir að hefjist í byrjun árs 2018, verða framleidd um 54 þúsund tonn af kísilmálmi á ári í tveimur ofnum. Þegar hefur verið samið um sölu á 82% árlegrar framleiðslu til átta og tíu ára. Um 130 manns munu starfa í verksmiðjunni þegar starfsemin hefst árið 2018. Auk fastra starfa í verksmiðju Thorsil mun starfsemin kalla á ýmis afleidd þjónustustörf, svo sem við flutninga, viðhald, verkfræðiþjónustu og fleira. Gert er ráð fyrir á fjórða hundrað ársstörfum á byggingartíma verksmiðjunnar. Áætlað er að framkæmdir við verksmiðjuna hefjist í ársbyrjun 2016.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur