Erlendir fjárfestar sækja í líftæknisprotana Svavar Hávarðsson skrifar 12. mars 2015 06:00 Vara Kerecis, sem er úr þorskroði og ætluð til að meðhöndla þrálát sár, er orðin gjaldgeng hjá félagslega hluta bandaríska heilbrigðiskerfisins, Medicare og Medicaid, sem og öllum þeim þúsundum einkarekinna tryggingafyrirtækja sem þjónusta heilbrigðiskerfið þar í landi. Erlendir fjárfestar horfa í áttina til fyrirtækisins, segir í greiningu Sjávarklasans. Mynd/Kerecis Erlendir fjárfestar sýna fyrirtækjum sem tengjast vannýttum náttúruauðlindum og líftækni hér á landi aukinn áhuga, og eiga umtalsverðan eða ráðandi hlut í fiskeldisfyrirtækjum, þörungavinnslum og sjávarlíftæknifyrirtækjum hérlendis. Íslenskir fjárfestar og lífeyrissjóðir keppast á hinn bóginn um að kaupa rótgróin íslensk fyrirtæki á innlendum hlutabréfamarkaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu þeirra Bjarka Vigfússonar og Hauks Más Gestssonar, hagfræðinga Íslenska sjávarklasans, um sókn erlendra fjárfesta í íslenska sjávarlíftækniiðnaðinn.Vandi líftæknifyrirtækja Í greiningu sinni benda þeir Bjarki og Haukur Már á að þótt velta í greinum á borð við líftækni, fiskeldi og þörungavinnslu sé einungis brotabrot af veltu sjávarútvegsins í dag þá er það nú einu sinni svo að þessar greinar geta vaxið langt umfram hefðbundnari sjávarútveg. Á þetta hafa þeir bent í fyrri greiningum sínum frá hendi Sjávarklasans og sýnt fram á mikinn vöxt þessara greina, enda skapast fjölmörg tækifæri til vöruþróunar og verðmætasköpunar innan fyrirtækja í þessum fyrrnefndu greinum. Vandi líftæknifyrirtækja hérlendis hefur fyrst og fremst falist í takmörkuðum fjármunum og vanþróuðum fjárfestamarkaði. Í skýrslu um umsvif, tækifæri og áskoranir í sjávarklasanum sem gefin var út árið 2011 var bent á þetta. Þar lýstu fulltrúar sumra líftæknifyrirtækja því hversu erfiðlega gengi að fá fjármagn enda mörg þeirra svo gott sem fjárvana. Samkeppnissjóðir hins opinbera væru frekar sniðnir að þörfum stofnana en fyrirtækja, og þá héldu fjárfestar að sér höndum. Þeir sem þó báru sig vel virtust flestir hafa þá sögu að segja að öflugt sjávarútvegsfyrirtæki kom inn í hluthafahópinn sem gaf meira andrúm til þróunar og vaxtar.Þegar barnið vex Hér er vísað til þess að öflug sjávarútvegsfyrirtæki koma að uppbyggingu í líftækni, og í greiningu Sjávarklasans eru nefndar fjárfestingar Vísis og Þorbjarnar í Grindavík, Ramma, FISK Seafood og Síldarvinnslunnar í nokkrum þeirra. En það er takmarkað hvað þessar fjárfestingar ná langt. Þegar líftæknifyrirtækin ná þeirri stærð að þau þurfa annars konar þekkingu, fjárfesta og alþjóðleg tengsl á nýjum mörkuðum sem íslensku sjávarútvegsfyrirtækin hafa jafnan ekki yfir að ráða, þá vandast málið. Þá hafa innlendir fjárfestar og fjármálamarkaðir afar takmarkaða þekkingu á þessu sviði, og því er í fá skjól að venda og erlendir fjárfestar verða oft næstir í röðinni sem hluthafar hinna vaxandi nýsköpunarfyrirtækja.Mörg dæmi Bjarki og Haukur Már taka nokkur nærtæk dæmi um að erlendir aðilar sýni íslenskum þekkingar- og líftæknifyrirtækjum í sjávarklasanum áhuga. Nýverið var Stofnfiskur, eitt stærsta líftæknifyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi, selt til breska líftæknirisans Benchmark Holdings plc. Stærsti seljandinn var HB Grandi. Þá var 60% hlutur í þörungalíftæknifyrirtækinu Marinox einnig seldur nýverið til írska fyrirtækisins Marigot, sem jafnframt er eigandi Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal. Þá er Þörungaverksmiðjan á Reykhólum einnig að stórum hluta (71,6%) í eigu bandarískra aðila, auk þess sem tvö önnur íslensk nýsköpunarfyrirtæki sem hagnýta þörunga eru að hluta í eigu norskra aðila. Erlendir fjárfestar hafa svo sýnt ísfirska lækningavörufyrirtækinu Kerecis áhuga. „Þessi áhugi erlendra fjárfesta kemur ekki á óvart. Á alþjóðafjármálamarkaði má greina mikinn áhuga fjárfesta á hagnýtingu rannsókna í sjávarlíftækni. Hérlendis er talsverð þekking á fjármálamarkaði þegar kemur að sjávarútvegi en mjög takmörkuð í því sem kalla má hinn „nýja sjávarútveg“. Það er því líka eðlilegt að innlendir frumkvöðlar horfi til erlendra aðila um samstarf og fjárfestingar,“ segir í greiningunni um þetta atriði.Blikur á lofti? En er þessi þróun á einhvern hátt hættuleg, að erlendir fjárfestar komi hérna inn með þessum hætti, eða er hún eðlileg og nauðsynleg? „Áhugi eða fjárfestingar erlendra aðila í þessum geirum eru ekki sérstakt áhyggjuefni. Koma fjármagnsins er þvert á móti mikið gleðiefni fyrir þessi fyrirtæki og frumkvöðlana að baki þeim. Þetta er hins vegar hugsanlegt áhyggjuefni fyrir íslenska fjárfesta, allavega eitthvað sem þeir ættu að velta fyrir sér; eru þarna tækifæri sem þeir sem fjárfestar eru að fara á mis við og hvernig má þá bæta úr því?“ segir Bjarki en telur að íslenskir fjárfestar muni taka við sér þegar fram líða stundir. „Það skiptir engu grundvallarmáli af hvaða þjóðerni fjárfestir er. Það skiptir hins vegar máli að tækifæri glatist ekki vegna skorts á nauðsynlegum fjárfestingum og því betur sem íslenskir fjárfestar eru að sér í þessum geirum því betra. Við finnum að áhugi þeirra er að vaxa og það er mikið ánægjuefni. Fjárfestar á þessum seinni stigum þurfa alltaf að koma með eitthvað meira heldur en fjármagn, einhverja þekkingu, tengsl o.s.frv. og þetta mun allt þróast hér. Ég held því að það þurfi ekkert að bregðast neitt við þessum erlendu fjárfestingum, þær eru jákvæðar.“Rík þörf á tryggu regluverkiÍ greiningu Sjávarklasans er þrennt tiltekið sem mikilvægt er að hafa í huga við þátttöku erlendra fjárfesta hér innanlands í sjávarlíftækniiðnaði. Í norskum lögum eru ákvæði um að ekki megi selja eða miðla til annarra réttinum til að nýta erfðaefni úr auðlindum sjávar nema með leyfi. Þótt lög um efnahagslögsögu Íslands taki til allra lífrænna og ólífrænna efna hafsins við landið er ákvæði sem þetta ekki að finna í íslenskum lögum. Mikilvægt er að skoða hvort slík lagasetning geti tryggt íslenska hagsmuni. Brýnt er að við sölu hlutabréfa líftæknifyrirtækja úr landi sé reynt eftir mætti að halda áfram þróun og rannsóknum hérlendis. Í það minnsta þarf að vekja sem mestan áhuga og skilning erlendra fjárfesta á þeim öflugu rannsóknum sem hér fara fram og þeim áhuga sem íslenskur sjávarútvegur hefur sýnt á samstarfi um ýmis þróunarverkefni. Innlendir fjárfestar þurfa að efla kunnáttu sína í haftengdum greinum. Kynna þarf betur nýju íslensku líftæknistarfsemina fyrir innlendum fjárfestum og efla um leið tengsl fjármálafyrirtækjanna við erlenda fjármögnunaraðila á þessu sviði. Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Erlendir fjárfestar sýna fyrirtækjum sem tengjast vannýttum náttúruauðlindum og líftækni hér á landi aukinn áhuga, og eiga umtalsverðan eða ráðandi hlut í fiskeldisfyrirtækjum, þörungavinnslum og sjávarlíftæknifyrirtækjum hérlendis. Íslenskir fjárfestar og lífeyrissjóðir keppast á hinn bóginn um að kaupa rótgróin íslensk fyrirtæki á innlendum hlutabréfamarkaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu þeirra Bjarka Vigfússonar og Hauks Más Gestssonar, hagfræðinga Íslenska sjávarklasans, um sókn erlendra fjárfesta í íslenska sjávarlíftækniiðnaðinn.Vandi líftæknifyrirtækja Í greiningu sinni benda þeir Bjarki og Haukur Már á að þótt velta í greinum á borð við líftækni, fiskeldi og þörungavinnslu sé einungis brotabrot af veltu sjávarútvegsins í dag þá er það nú einu sinni svo að þessar greinar geta vaxið langt umfram hefðbundnari sjávarútveg. Á þetta hafa þeir bent í fyrri greiningum sínum frá hendi Sjávarklasans og sýnt fram á mikinn vöxt þessara greina, enda skapast fjölmörg tækifæri til vöruþróunar og verðmætasköpunar innan fyrirtækja í þessum fyrrnefndu greinum. Vandi líftæknifyrirtækja hérlendis hefur fyrst og fremst falist í takmörkuðum fjármunum og vanþróuðum fjárfestamarkaði. Í skýrslu um umsvif, tækifæri og áskoranir í sjávarklasanum sem gefin var út árið 2011 var bent á þetta. Þar lýstu fulltrúar sumra líftæknifyrirtækja því hversu erfiðlega gengi að fá fjármagn enda mörg þeirra svo gott sem fjárvana. Samkeppnissjóðir hins opinbera væru frekar sniðnir að þörfum stofnana en fyrirtækja, og þá héldu fjárfestar að sér höndum. Þeir sem þó báru sig vel virtust flestir hafa þá sögu að segja að öflugt sjávarútvegsfyrirtæki kom inn í hluthafahópinn sem gaf meira andrúm til þróunar og vaxtar.Þegar barnið vex Hér er vísað til þess að öflug sjávarútvegsfyrirtæki koma að uppbyggingu í líftækni, og í greiningu Sjávarklasans eru nefndar fjárfestingar Vísis og Þorbjarnar í Grindavík, Ramma, FISK Seafood og Síldarvinnslunnar í nokkrum þeirra. En það er takmarkað hvað þessar fjárfestingar ná langt. Þegar líftæknifyrirtækin ná þeirri stærð að þau þurfa annars konar þekkingu, fjárfesta og alþjóðleg tengsl á nýjum mörkuðum sem íslensku sjávarútvegsfyrirtækin hafa jafnan ekki yfir að ráða, þá vandast málið. Þá hafa innlendir fjárfestar og fjármálamarkaðir afar takmarkaða þekkingu á þessu sviði, og því er í fá skjól að venda og erlendir fjárfestar verða oft næstir í röðinni sem hluthafar hinna vaxandi nýsköpunarfyrirtækja.Mörg dæmi Bjarki og Haukur Már taka nokkur nærtæk dæmi um að erlendir aðilar sýni íslenskum þekkingar- og líftæknifyrirtækjum í sjávarklasanum áhuga. Nýverið var Stofnfiskur, eitt stærsta líftæknifyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi, selt til breska líftæknirisans Benchmark Holdings plc. Stærsti seljandinn var HB Grandi. Þá var 60% hlutur í þörungalíftæknifyrirtækinu Marinox einnig seldur nýverið til írska fyrirtækisins Marigot, sem jafnframt er eigandi Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal. Þá er Þörungaverksmiðjan á Reykhólum einnig að stórum hluta (71,6%) í eigu bandarískra aðila, auk þess sem tvö önnur íslensk nýsköpunarfyrirtæki sem hagnýta þörunga eru að hluta í eigu norskra aðila. Erlendir fjárfestar hafa svo sýnt ísfirska lækningavörufyrirtækinu Kerecis áhuga. „Þessi áhugi erlendra fjárfesta kemur ekki á óvart. Á alþjóðafjármálamarkaði má greina mikinn áhuga fjárfesta á hagnýtingu rannsókna í sjávarlíftækni. Hérlendis er talsverð þekking á fjármálamarkaði þegar kemur að sjávarútvegi en mjög takmörkuð í því sem kalla má hinn „nýja sjávarútveg“. Það er því líka eðlilegt að innlendir frumkvöðlar horfi til erlendra aðila um samstarf og fjárfestingar,“ segir í greiningunni um þetta atriði.Blikur á lofti? En er þessi þróun á einhvern hátt hættuleg, að erlendir fjárfestar komi hérna inn með þessum hætti, eða er hún eðlileg og nauðsynleg? „Áhugi eða fjárfestingar erlendra aðila í þessum geirum eru ekki sérstakt áhyggjuefni. Koma fjármagnsins er þvert á móti mikið gleðiefni fyrir þessi fyrirtæki og frumkvöðlana að baki þeim. Þetta er hins vegar hugsanlegt áhyggjuefni fyrir íslenska fjárfesta, allavega eitthvað sem þeir ættu að velta fyrir sér; eru þarna tækifæri sem þeir sem fjárfestar eru að fara á mis við og hvernig má þá bæta úr því?“ segir Bjarki en telur að íslenskir fjárfestar muni taka við sér þegar fram líða stundir. „Það skiptir engu grundvallarmáli af hvaða þjóðerni fjárfestir er. Það skiptir hins vegar máli að tækifæri glatist ekki vegna skorts á nauðsynlegum fjárfestingum og því betur sem íslenskir fjárfestar eru að sér í þessum geirum því betra. Við finnum að áhugi þeirra er að vaxa og það er mikið ánægjuefni. Fjárfestar á þessum seinni stigum þurfa alltaf að koma með eitthvað meira heldur en fjármagn, einhverja þekkingu, tengsl o.s.frv. og þetta mun allt þróast hér. Ég held því að það þurfi ekkert að bregðast neitt við þessum erlendu fjárfestingum, þær eru jákvæðar.“Rík þörf á tryggu regluverkiÍ greiningu Sjávarklasans er þrennt tiltekið sem mikilvægt er að hafa í huga við þátttöku erlendra fjárfesta hér innanlands í sjávarlíftækniiðnaði. Í norskum lögum eru ákvæði um að ekki megi selja eða miðla til annarra réttinum til að nýta erfðaefni úr auðlindum sjávar nema með leyfi. Þótt lög um efnahagslögsögu Íslands taki til allra lífrænna og ólífrænna efna hafsins við landið er ákvæði sem þetta ekki að finna í íslenskum lögum. Mikilvægt er að skoða hvort slík lagasetning geti tryggt íslenska hagsmuni. Brýnt er að við sölu hlutabréfa líftæknifyrirtækja úr landi sé reynt eftir mætti að halda áfram þróun og rannsóknum hérlendis. Í það minnsta þarf að vekja sem mestan áhuga og skilning erlendra fjárfesta á þeim öflugu rannsóknum sem hér fara fram og þeim áhuga sem íslenskur sjávarútvegur hefur sýnt á samstarfi um ýmis þróunarverkefni. Innlendir fjárfestar þurfa að efla kunnáttu sína í haftengdum greinum. Kynna þarf betur nýju íslensku líftæknistarfsemina fyrir innlendum fjárfestum og efla um leið tengsl fjármálafyrirtækjanna við erlenda fjármögnunaraðila á þessu sviði.
Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira