Hljómar galið, ekki satt? Sara McMahon skrifar 5. maí 2015 00:00 Það var sumar og ég naut nálægðarinnar við náttúruna og útsýnisins frá veröndinni á heimili systur minnar og mágs í Hvalfirði. Til hægri baðaði sólin fjallshlíðarnar í appelsínubleikum bjarma og öldurnar kitluðu fjöruna. Til vinstri blasti við risavaxið „iðnaðarþorpið“ á Grundartanga. Ég reyndi eftir fremsta megni að útiloka stanslaust suðið sem barst frá bákninu yfir fjörðinn og hlýða aðeins á söng lóunnar og kvakið í öndunum, en það tókst ekki. Í pistli sem birtur var nýlega á Kjarnanum var athygli vakin á því að iðnaðarþorpið Grundartangi mun dafna hratt á næstu árum. Faxaflóahafnir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, hyggjast auka við iðnaðarstarfsemi á Grundartanga, meðal annars með byggingu nýrrar sólarkísilverksmiðju. Verksmiðjurnar eru ekki aðeins mikil sjónmengun, þær spúa einnig mengun yfir Hvalfjörðinn og nálægar byggðir. Verksmiðjurnar sjálfar sjá svo um að meta áhrif eigin mengunar á náttúruna. Hljómar galið, ekki satt? Ábúendur á bænum Kúludalsá, sem liggur um 4 kílómetra vestur við Grundartanga, óskuðu eftir því árið 2007 að eftirlitsstofnanir ríkisins gerðu úttekt á áhrifum mengunar á bústofna og ræktunarland eftir að hross tóku að veikjast á bænum. Dýrin hlutu miklar bólgur á skrokki, bógum og höfði auk tannskemmda og þurfti að lóga þeim öllum. Flúormengað gras var talið hafa orsakað veikindi og dauða hrossanna, en það hefur ekki fengist staðfest því eftirlitsstofnanir neituðu að framkvæma nokkrar mælingar. Jarðir næst verksmiðjunum eru verðlitlar, því hver vill spúandi iðnaðarþorp í bakgarði sínum, og því geta Faxaflóahafnir keypt jarðirnar fyrir lítið fé og nýtt þær undir áframhaldandi iðnaðaruppbyggingu. Og svo koll af kolli. Hljómar galið, ekki satt? Þar sem Faxaflóahafnir eru í eigu Reykvíkinga ber næst að spyrja: Viljum við spúandi iðnaðarþorp í bakgarðinum okkar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Það var sumar og ég naut nálægðarinnar við náttúruna og útsýnisins frá veröndinni á heimili systur minnar og mágs í Hvalfirði. Til hægri baðaði sólin fjallshlíðarnar í appelsínubleikum bjarma og öldurnar kitluðu fjöruna. Til vinstri blasti við risavaxið „iðnaðarþorpið“ á Grundartanga. Ég reyndi eftir fremsta megni að útiloka stanslaust suðið sem barst frá bákninu yfir fjörðinn og hlýða aðeins á söng lóunnar og kvakið í öndunum, en það tókst ekki. Í pistli sem birtur var nýlega á Kjarnanum var athygli vakin á því að iðnaðarþorpið Grundartangi mun dafna hratt á næstu árum. Faxaflóahafnir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, hyggjast auka við iðnaðarstarfsemi á Grundartanga, meðal annars með byggingu nýrrar sólarkísilverksmiðju. Verksmiðjurnar eru ekki aðeins mikil sjónmengun, þær spúa einnig mengun yfir Hvalfjörðinn og nálægar byggðir. Verksmiðjurnar sjálfar sjá svo um að meta áhrif eigin mengunar á náttúruna. Hljómar galið, ekki satt? Ábúendur á bænum Kúludalsá, sem liggur um 4 kílómetra vestur við Grundartanga, óskuðu eftir því árið 2007 að eftirlitsstofnanir ríkisins gerðu úttekt á áhrifum mengunar á bústofna og ræktunarland eftir að hross tóku að veikjast á bænum. Dýrin hlutu miklar bólgur á skrokki, bógum og höfði auk tannskemmda og þurfti að lóga þeim öllum. Flúormengað gras var talið hafa orsakað veikindi og dauða hrossanna, en það hefur ekki fengist staðfest því eftirlitsstofnanir neituðu að framkvæma nokkrar mælingar. Jarðir næst verksmiðjunum eru verðlitlar, því hver vill spúandi iðnaðarþorp í bakgarði sínum, og því geta Faxaflóahafnir keypt jarðirnar fyrir lítið fé og nýtt þær undir áframhaldandi iðnaðaruppbyggingu. Og svo koll af kolli. Hljómar galið, ekki satt? Þar sem Faxaflóahafnir eru í eigu Reykvíkinga ber næst að spyrja: Viljum við spúandi iðnaðarþorp í bakgarðinum okkar?
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun