Gæfusamur að vera kominn í gott starf Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Oddur Ástráðsson var rétt að verða 26 ára þegar hann hóf laganám. fréttablaðið/gva Oddur Ástráðsson útskrifast um næstu helgi með lögfræðipróf. Hann hefur undanfarið unnið með skóla á lögmannsstofunni Logos en er nú kominn í fullt starf sem fulltrúi lögmanns. „Ég grínast stundum með það að ég sé svolítið seinfær og ég byrjaði ekki í laganámi fyrr en ég var að verða 26 ára. Þannig að ég er nú svona eldri en flestir samnemendur mínir,“ segir Oddur, spurður út í fyrri störf. Eftir útskrift úr menntaskóla fór hann að starfa á fjölmiðlum. „Fyrst á hinni frómu útvarpsstöð Talstöðinni sem síðan morfaði einhvern veginn inn í kvikindið NFS,“ segir Oddur. Hann segir að það hafi verið ótrúleg upplifun að starfa á NFS. „Síðan, þegar því var slátrað með eftirminnilegum hætti, varð það aftur að Stöð 2, þar sem ég starfaði til ársloka 2008,“ segir Oddur. Tæpum tveimur árum seinna, eða haustið 2010, hóf Oddur laganám. „Þá var ég með nýfengna ábyrgðarkennd af því að ég var að verða pabbi. Og ég áttaði mig á því að ég þyrfti nú sennilega að fara að finna eitthvað út úr því að vera til gagns fyrir annað fólk, en ekki bara fyrir sjálfan mig og þá ákvað ég að prófa þetta,“ segir Oddur, sem bætir því við að laganámið hafi legið nokkur vel fyrir sér. „Ég álít mig vera nokkuð gæfusaman að vera kominn í gott starf strax eftir útskrift, miðað við hvernig þessi markaður liggur núna. Fólk á erfitt með að finna sér eitthvað að gera,“ segir hann. Oddur segir að stefnan sé ekki endilega sett á laganám í nánustu framtíð. Það verði líklegast ákveðið í samráði við yfirmenn á Logos og fari eftir því hvernig verkefnastaðan þar verður. „En svo hef ég eins haft hug á því, eftir atvikum, að fara í frekara framhaldsnám. Þannig að það ræðst af þessu samhengi öllu saman hvernig það verður.“ Oddur tók þátt í ungliðapólitík á menntaskólaárunum. Hann á ekki langt að sækja pólitískan áhuga, því móðir hans er Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, og afi hans er Svavar Gestsson, fyrrverandi menntamálaráðherra. Hann segir þó pólitíkina ekki blunda í sér. „Nei, er stutta svarið,“ segir hann. Hann segist þó hafa skoðanir og sannfæringu og að hann tali mikið um pólitík heima hjá sér. „En þó maður segi aldrei aldrei, þá er þetta ekki eitthvað sem ég sé fyrir mér í mínu lífi að sinna. Það eru alveg nógu margir í minni fjölskyldu sem eru í þeim bransa,“ segir Oddur. Sambýliskona Odds er Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir og eiga þau soninn Úlf, sem er að verða sex ára og dótturina Ósk sem er um það bil 20 mánaða. Oddur segir að þau séu sín mesta gæfa í lífinu og það sé sitt helsta áhugamál að vera með þeim og sinna þeim. Það gefist mismikill tími til að sinna hobbýi. „En ég hef aðeins verið að munda mig við að hlaupa. Ég hljóp töluvert mikið í fyrra og fór Laugavegshlaup,“ segir Oddur. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Oddur Ástráðsson útskrifast um næstu helgi með lögfræðipróf. Hann hefur undanfarið unnið með skóla á lögmannsstofunni Logos en er nú kominn í fullt starf sem fulltrúi lögmanns. „Ég grínast stundum með það að ég sé svolítið seinfær og ég byrjaði ekki í laganámi fyrr en ég var að verða 26 ára. Þannig að ég er nú svona eldri en flestir samnemendur mínir,“ segir Oddur, spurður út í fyrri störf. Eftir útskrift úr menntaskóla fór hann að starfa á fjölmiðlum. „Fyrst á hinni frómu útvarpsstöð Talstöðinni sem síðan morfaði einhvern veginn inn í kvikindið NFS,“ segir Oddur. Hann segir að það hafi verið ótrúleg upplifun að starfa á NFS. „Síðan, þegar því var slátrað með eftirminnilegum hætti, varð það aftur að Stöð 2, þar sem ég starfaði til ársloka 2008,“ segir Oddur. Tæpum tveimur árum seinna, eða haustið 2010, hóf Oddur laganám. „Þá var ég með nýfengna ábyrgðarkennd af því að ég var að verða pabbi. Og ég áttaði mig á því að ég þyrfti nú sennilega að fara að finna eitthvað út úr því að vera til gagns fyrir annað fólk, en ekki bara fyrir sjálfan mig og þá ákvað ég að prófa þetta,“ segir Oddur, sem bætir því við að laganámið hafi legið nokkur vel fyrir sér. „Ég álít mig vera nokkuð gæfusaman að vera kominn í gott starf strax eftir útskrift, miðað við hvernig þessi markaður liggur núna. Fólk á erfitt með að finna sér eitthvað að gera,“ segir hann. Oddur segir að stefnan sé ekki endilega sett á laganám í nánustu framtíð. Það verði líklegast ákveðið í samráði við yfirmenn á Logos og fari eftir því hvernig verkefnastaðan þar verður. „En svo hef ég eins haft hug á því, eftir atvikum, að fara í frekara framhaldsnám. Þannig að það ræðst af þessu samhengi öllu saman hvernig það verður.“ Oddur tók þátt í ungliðapólitík á menntaskólaárunum. Hann á ekki langt að sækja pólitískan áhuga, því móðir hans er Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, og afi hans er Svavar Gestsson, fyrrverandi menntamálaráðherra. Hann segir þó pólitíkina ekki blunda í sér. „Nei, er stutta svarið,“ segir hann. Hann segist þó hafa skoðanir og sannfæringu og að hann tali mikið um pólitík heima hjá sér. „En þó maður segi aldrei aldrei, þá er þetta ekki eitthvað sem ég sé fyrir mér í mínu lífi að sinna. Það eru alveg nógu margir í minni fjölskyldu sem eru í þeim bransa,“ segir Oddur. Sambýliskona Odds er Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir og eiga þau soninn Úlf, sem er að verða sex ára og dótturina Ósk sem er um það bil 20 mánaða. Oddur segir að þau séu sín mesta gæfa í lífinu og það sé sitt helsta áhugamál að vera með þeim og sinna þeim. Það gefist mismikill tími til að sinna hobbýi. „En ég hef aðeins verið að munda mig við að hlaupa. Ég hljóp töluvert mikið í fyrra og fór Laugavegshlaup,“ segir Oddur.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira