Gæfusamur að vera kominn í gott starf Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Oddur Ástráðsson var rétt að verða 26 ára þegar hann hóf laganám. fréttablaðið/gva Oddur Ástráðsson útskrifast um næstu helgi með lögfræðipróf. Hann hefur undanfarið unnið með skóla á lögmannsstofunni Logos en er nú kominn í fullt starf sem fulltrúi lögmanns. „Ég grínast stundum með það að ég sé svolítið seinfær og ég byrjaði ekki í laganámi fyrr en ég var að verða 26 ára. Þannig að ég er nú svona eldri en flestir samnemendur mínir,“ segir Oddur, spurður út í fyrri störf. Eftir útskrift úr menntaskóla fór hann að starfa á fjölmiðlum. „Fyrst á hinni frómu útvarpsstöð Talstöðinni sem síðan morfaði einhvern veginn inn í kvikindið NFS,“ segir Oddur. Hann segir að það hafi verið ótrúleg upplifun að starfa á NFS. „Síðan, þegar því var slátrað með eftirminnilegum hætti, varð það aftur að Stöð 2, þar sem ég starfaði til ársloka 2008,“ segir Oddur. Tæpum tveimur árum seinna, eða haustið 2010, hóf Oddur laganám. „Þá var ég með nýfengna ábyrgðarkennd af því að ég var að verða pabbi. Og ég áttaði mig á því að ég þyrfti nú sennilega að fara að finna eitthvað út úr því að vera til gagns fyrir annað fólk, en ekki bara fyrir sjálfan mig og þá ákvað ég að prófa þetta,“ segir Oddur, sem bætir því við að laganámið hafi legið nokkur vel fyrir sér. „Ég álít mig vera nokkuð gæfusaman að vera kominn í gott starf strax eftir útskrift, miðað við hvernig þessi markaður liggur núna. Fólk á erfitt með að finna sér eitthvað að gera,“ segir hann. Oddur segir að stefnan sé ekki endilega sett á laganám í nánustu framtíð. Það verði líklegast ákveðið í samráði við yfirmenn á Logos og fari eftir því hvernig verkefnastaðan þar verður. „En svo hef ég eins haft hug á því, eftir atvikum, að fara í frekara framhaldsnám. Þannig að það ræðst af þessu samhengi öllu saman hvernig það verður.“ Oddur tók þátt í ungliðapólitík á menntaskólaárunum. Hann á ekki langt að sækja pólitískan áhuga, því móðir hans er Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, og afi hans er Svavar Gestsson, fyrrverandi menntamálaráðherra. Hann segir þó pólitíkina ekki blunda í sér. „Nei, er stutta svarið,“ segir hann. Hann segist þó hafa skoðanir og sannfæringu og að hann tali mikið um pólitík heima hjá sér. „En þó maður segi aldrei aldrei, þá er þetta ekki eitthvað sem ég sé fyrir mér í mínu lífi að sinna. Það eru alveg nógu margir í minni fjölskyldu sem eru í þeim bransa,“ segir Oddur. Sambýliskona Odds er Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir og eiga þau soninn Úlf, sem er að verða sex ára og dótturina Ósk sem er um það bil 20 mánaða. Oddur segir að þau séu sín mesta gæfa í lífinu og það sé sitt helsta áhugamál að vera með þeim og sinna þeim. Það gefist mismikill tími til að sinna hobbýi. „En ég hef aðeins verið að munda mig við að hlaupa. Ég hljóp töluvert mikið í fyrra og fór Laugavegshlaup,“ segir Oddur. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Oddur Ástráðsson útskrifast um næstu helgi með lögfræðipróf. Hann hefur undanfarið unnið með skóla á lögmannsstofunni Logos en er nú kominn í fullt starf sem fulltrúi lögmanns. „Ég grínast stundum með það að ég sé svolítið seinfær og ég byrjaði ekki í laganámi fyrr en ég var að verða 26 ára. Þannig að ég er nú svona eldri en flestir samnemendur mínir,“ segir Oddur, spurður út í fyrri störf. Eftir útskrift úr menntaskóla fór hann að starfa á fjölmiðlum. „Fyrst á hinni frómu útvarpsstöð Talstöðinni sem síðan morfaði einhvern veginn inn í kvikindið NFS,“ segir Oddur. Hann segir að það hafi verið ótrúleg upplifun að starfa á NFS. „Síðan, þegar því var slátrað með eftirminnilegum hætti, varð það aftur að Stöð 2, þar sem ég starfaði til ársloka 2008,“ segir Oddur. Tæpum tveimur árum seinna, eða haustið 2010, hóf Oddur laganám. „Þá var ég með nýfengna ábyrgðarkennd af því að ég var að verða pabbi. Og ég áttaði mig á því að ég þyrfti nú sennilega að fara að finna eitthvað út úr því að vera til gagns fyrir annað fólk, en ekki bara fyrir sjálfan mig og þá ákvað ég að prófa þetta,“ segir Oddur, sem bætir því við að laganámið hafi legið nokkur vel fyrir sér. „Ég álít mig vera nokkuð gæfusaman að vera kominn í gott starf strax eftir útskrift, miðað við hvernig þessi markaður liggur núna. Fólk á erfitt með að finna sér eitthvað að gera,“ segir hann. Oddur segir að stefnan sé ekki endilega sett á laganám í nánustu framtíð. Það verði líklegast ákveðið í samráði við yfirmenn á Logos og fari eftir því hvernig verkefnastaðan þar verður. „En svo hef ég eins haft hug á því, eftir atvikum, að fara í frekara framhaldsnám. Þannig að það ræðst af þessu samhengi öllu saman hvernig það verður.“ Oddur tók þátt í ungliðapólitík á menntaskólaárunum. Hann á ekki langt að sækja pólitískan áhuga, því móðir hans er Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, og afi hans er Svavar Gestsson, fyrrverandi menntamálaráðherra. Hann segir þó pólitíkina ekki blunda í sér. „Nei, er stutta svarið,“ segir hann. Hann segist þó hafa skoðanir og sannfæringu og að hann tali mikið um pólitík heima hjá sér. „En þó maður segi aldrei aldrei, þá er þetta ekki eitthvað sem ég sé fyrir mér í mínu lífi að sinna. Það eru alveg nógu margir í minni fjölskyldu sem eru í þeim bransa,“ segir Oddur. Sambýliskona Odds er Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir og eiga þau soninn Úlf, sem er að verða sex ára og dótturina Ósk sem er um það bil 20 mánaða. Oddur segir að þau séu sín mesta gæfa í lífinu og það sé sitt helsta áhugamál að vera með þeim og sinna þeim. Það gefist mismikill tími til að sinna hobbýi. „En ég hef aðeins verið að munda mig við að hlaupa. Ég hljóp töluvert mikið í fyrra og fór Laugavegshlaup,“ segir Oddur.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira