Þeir sem vilja komast í bandaríska körfuboltalandsliðið fyrir ÓL í Ríó á næsta ári þurfa að standa sina plikt.
Það verða æfingabúðir í næsta mánuði í Las Vegas og allir þeir sem hafa áhuga á að komast í liðið verða að mæta. Skiptir þá engu hvort þeir séu meiddir eður ei.
Kevin Durant, Kevin Love og Carmelo Anthony ætla allir að mæta þó svo þeir séu meiddir. Þeir vilja ekki missa af möguleikanum að komast á Ólympíuleikana.
Damian Lillard, leikmaður Portland, býst ekki við því að mæta enda ekki vongóður um að komast í lokahópinn.
Fjórir leikmenn frá meisturum Golden State verða í æfingabúðunum sem standa nú aðeins yfir í eina helgi.
Meiddar NBA-stjörnur mæta í æfingabúðir landsliðsins

Mest lesið

Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn






Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti


