Viðskipti innlent

Viðskiptahættir DV bannaðir

Gunnar Leó Pálsson skrifar
DV ehf. er bannað að birta fullyrðingarnar”frítt” og “í kaupbæti” í auglýsingum dagblaðsins á áskriftarleið með iPad-spjaldtölvu.
DV ehf. er bannað að birta fullyrðingarnar”frítt” og “í kaupbæti” í auglýsingum dagblaðsins á áskriftarleið með iPad-spjaldtölvu.
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest bann Neytendastofu við birtingu DV ehf. á fullyrðingunum „frítt“ og „í kaupbæti“ í auglýsingum dagblaðsins á áskriftarleið með iPad-spjaldtölvu.

Á vef Neytendastofu kemur fram að stofnunin telji að kostnaður vegna iPad-spjaldtölvunnar í áskriftarleið DV sé innifalinn í verði áskriftar og tölvan því hvorki frí né í kaupbæti.

Neytendastofa bannaði DV að halda áfram að auglýsa með þessum hætti og lagði á 300 þúsund króna stjórnvaldssekt.

Áfrýjunarnefnd neytendamála felldi hins vegar niður stjórnvaldssektina. 


Tengdar fréttir

Týr sinnir verkefnum við strendur Spánar

Varðskipið Týr er nú á siglingu til Spánar þar sem skipið mun starfa við leit, björg­un og eft­ir­lit fyr­ir Frontex, landa­mæra­stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins. Á vef Landhelgisgæslunnar kemur fram að í fyrstu muni skipið sinna verkefnum milli Spánar, Marokkós og Alsírs en í nóvember muni það halda til Ítalíu og starfa þar undan ströndum Ítalíu og Sikileyjar út árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×