Kauphallardagar fara fram í fimmta skipti Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. apríl 2015 12:00 Stefán Broddi Guðjónsson, hjá Greiningardeild Arion Banka. Kauphallardagar Arion banka hefjast í dag. Þar fá stjórnendur félaga í Kauphöll Íslands og félaga, sem hafa lýst áhuga á skráningu í náinni framtíð, tækifæri til að kynna félögin fyrir fjárfestum og öðrum þeim sem fylgjast með hlutabréfamarkaðinum. Hver stjórnandi heldur stutta framsögu og í framhaldinu er gefinn kostur á spurningum úr sal. Þetta er fimmta árið í röð sem Arion banki stendur fyrir Kauphallardögum og í ár munu 15 fyrirtæki taka þátt, en skipulagning hefur verið í höndum greiningardeildar bankans. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion segir að í fyrstu hafi hugmyndin verið að styðja við endurreisn hlutabréfaviðskipta í Kauphöll Íslands og auka umfjöllun um skráðu félögin. Þegar Kauphallardagarnir voru fyrst haldnir mátti telja þau fyrirtæki sem þátt tóku á fingrum annarrar handar. „Síðan hefur Kauphallardögum vaxið fiskur um hrygg og félögum fjölgað og umfjöllun um markaðinn orðin meiri,“ segir Stefán Broddi. Félögum í Kauphöllinni fjölgar um eitt á meðan á dögunum stendur, því áætlað er að 9. apríl hefjist viðskipti með hlutabréf fasteignafélagsins Reita. Stefán Broddi segir að Arion sé ekki að finna upp hjólið með Kauphallardögunum þótt verið sé að byggja upp hefð fyrir slíku fyrirkomulagi á Íslandi. „Þannig standa fjárfestingabankar um heim allan fyrir dögum sem þessum þar sem sérstök áhersla er lögð á ákveðna atvinnugrein, landsvæði eða ákveðið þema. Hjá okkur er fókusinn á skráð félög í Kauphöll Íslands eða íslensk félög sem hyggja á skráningu á hlutabréfamarkað. Þannig taka fjórtán íslensk fyrirtæki þátt og svo Bank Nordik frá Færeyjum en bankinn er jú bæði skráður í Reykjavík og Kaupmannahöfn,“ segir hann. Stefán Broddi segir að greiningadeildin telji að frá sjónarhóli fjárfesta sé þetta afar gott tækifæri til þess að hlýða á snarpar kynningar frá stjórnendum fyrirtækjanna og taka þátt í umræðum. Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira
Kauphallardagar Arion banka hefjast í dag. Þar fá stjórnendur félaga í Kauphöll Íslands og félaga, sem hafa lýst áhuga á skráningu í náinni framtíð, tækifæri til að kynna félögin fyrir fjárfestum og öðrum þeim sem fylgjast með hlutabréfamarkaðinum. Hver stjórnandi heldur stutta framsögu og í framhaldinu er gefinn kostur á spurningum úr sal. Þetta er fimmta árið í röð sem Arion banki stendur fyrir Kauphallardögum og í ár munu 15 fyrirtæki taka þátt, en skipulagning hefur verið í höndum greiningardeildar bankans. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion segir að í fyrstu hafi hugmyndin verið að styðja við endurreisn hlutabréfaviðskipta í Kauphöll Íslands og auka umfjöllun um skráðu félögin. Þegar Kauphallardagarnir voru fyrst haldnir mátti telja þau fyrirtæki sem þátt tóku á fingrum annarrar handar. „Síðan hefur Kauphallardögum vaxið fiskur um hrygg og félögum fjölgað og umfjöllun um markaðinn orðin meiri,“ segir Stefán Broddi. Félögum í Kauphöllinni fjölgar um eitt á meðan á dögunum stendur, því áætlað er að 9. apríl hefjist viðskipti með hlutabréf fasteignafélagsins Reita. Stefán Broddi segir að Arion sé ekki að finna upp hjólið með Kauphallardögunum þótt verið sé að byggja upp hefð fyrir slíku fyrirkomulagi á Íslandi. „Þannig standa fjárfestingabankar um heim allan fyrir dögum sem þessum þar sem sérstök áhersla er lögð á ákveðna atvinnugrein, landsvæði eða ákveðið þema. Hjá okkur er fókusinn á skráð félög í Kauphöll Íslands eða íslensk félög sem hyggja á skráningu á hlutabréfamarkað. Þannig taka fjórtán íslensk fyrirtæki þátt og svo Bank Nordik frá Færeyjum en bankinn er jú bæði skráður í Reykjavík og Kaupmannahöfn,“ segir hann. Stefán Broddi segir að greiningadeildin telji að frá sjónarhóli fjárfesta sé þetta afar gott tækifæri til þess að hlýða á snarpar kynningar frá stjórnendum fyrirtækjanna og taka þátt í umræðum.
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira