Viðskipti innlent

Fasteignaverð hefur hækkað um 70 prósent í Vestmannaeyjum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Verð þar var lægra en í þeim bæjum sem skoðaðir eru árið 2008 en er nú orðið sambærilegt.
Verð þar var lægra en í þeim bæjum sem skoðaðir eru árið 2008 en er nú orðið sambærilegt. Vísir/Óskar P. Friðriksson
Fasteignaverð í Vestmannaeyjum hefur hækkað um 70 prósent frá þriðja ársfjórðungi árið 2008 fram til loka síðustu ára. Þetta kemur fram í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans á fasteignaverði á landsbyggðinni sem birt er í Hagsjá sem kom út í dag.



Þar segir að þróun fasteignaverðs hafi verið misjöfn í bæjum á landsbyggðinni og að af fimm stærstu bæjum hafi verð lækkað í tveimur; í Árborg og í Reykjanesbæ. Verð hefur hins vegar hækkað á Akureyri og á Akranesi auk Vestmannaeyja. Verðið á Akureyri og Akranesi er um það bil 15 prósent hærra nú en árið 2008.



Samkvæmt hagfræðideild bankans er mikil tenging við sjávarútveg og sterkt og stöðugt atvinnulíf stór hluti skýringarinnar á þessari þróun í Vestmannaeyjum. Verð þar var lægra árið 2008 en í hinum bæjunum sem skoðaðir eru en vegna mikillar hækkunar frá þeim tíma er það orðið svipað.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×