Eimskip fjárfestir í frystigeymslurekstri og flutningsmiðlunarfyrirtæki Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2015 21:11 Vísir/Vilhelm Eimskip hefur gengið frá kaupum á rekstri frystigeymslu St. Anthony Cold Storage Ltd. sem staðsett er í St. Anthony á Nýfundnalandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. Meginstarfsemi fyrirtækisins er að sinna afgreiðslu á frystitogurum ásamt geymslu og flutningi á sjávarafurðum. Í tilkynningunni segir að Eimskip hafi verið með reglulegar viðkomur til St. Anthony síðan árið 2005 og með þessum kaupum sé félagið að styrkja enn frekar þjónustu sína og starfsemi í tengslum við sjávarútveginn og uppbyggingu á stóriðnaði á nálægum svæðum. Eimskip réðst í fjárfestinguna ásamt félaginu Harbor Grace Shrimp Company sem er útgerðarfélag á Nýfundnalandi en það er einnig meðeigandi Eimskips í Harbor Grace frystigeymslunni á Nýfundnalandi. Eimskip mun því eftir kaupin eiga tvær frystigeymslur á Nýfundnalandi og styrkir sig því verulega í þjónustu fyrir sjávarútvegsfyrirtækin með geymslur í sitt hvorum landshlutanum, bæði í norðri og suðri. Eimskip hefur einnig fjárfest í flutningsmiðlunarfyrirtækinu Cargocan Agency Ltd. sem er leiðandi flutningsmiðlari á Nýfundnalandi og er staðsett í St. Johns, höfuðborg Nýfundnalands. Félagið var stofnað árið 1992 og hefur verið leiðandi flutningsmiðlunarfyrtæki í útflutningi á fiskafurðum og þurrvöru til og frá Nýfundnalandi. Samhliða kaupunum verða gerðar skipulagsbreytingar á starfsemi Eimskips í Canada. Jeff Simms verður áfram forstöðumaður en undir hann munu tilheyra fjögur svið; flutningasvið, flutningsmiðlun, frystigeymslur og fjármálasvið. Yfir flutningasviðinu verður Jeff Simms og mun hann stýra afgreiðslu og þjónustu við skipin. Fyrrverandi eigandi Cargocan, Jim Heale, verður yfir flutningsmiðluninni, en hann býr yfir mikilli reynslu af flutningsmiðlun bæði hvað varðar frysti- og þurrvöruflutninga. Jim Gibbons stýrir frystigeymslum, en hann hefur verið yfirmaður frystigeymslunnar í St. Anthony frá stofnun hennar árið 2004. Jason White mun stýra fjármálum félagsins í Kanada. Eimskip tilkynnti fyrir nokkrum vikum um breytingar á siglingakerfi félagsins þar sem aukin tíðni ferða á milli Evrópu og Norður Ameríku var kynnt með beinum siglingum á milli heimsálfa án þess að til umhleðslu á Íslandi þurfi að koma. Samhliða þessari auknu þjónustu hafa Eimskip, hafnaryfirvöld í Halifax, Nova Scotia og rekstraraðilar Halterm gámahafnarinnar hafið samstarf til að auka enn frekar flutningaþjónustu milli Kanada og Bandaríkjanna. Áætluð aukning rekstrartekna Eimskips á árgrundvelli vegna þessara fjárfestinga er um 6 milljónir evra og áætlað EBITDA hlutfall 12,5%. Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Eimskip hefur gengið frá kaupum á rekstri frystigeymslu St. Anthony Cold Storage Ltd. sem staðsett er í St. Anthony á Nýfundnalandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. Meginstarfsemi fyrirtækisins er að sinna afgreiðslu á frystitogurum ásamt geymslu og flutningi á sjávarafurðum. Í tilkynningunni segir að Eimskip hafi verið með reglulegar viðkomur til St. Anthony síðan árið 2005 og með þessum kaupum sé félagið að styrkja enn frekar þjónustu sína og starfsemi í tengslum við sjávarútveginn og uppbyggingu á stóriðnaði á nálægum svæðum. Eimskip réðst í fjárfestinguna ásamt félaginu Harbor Grace Shrimp Company sem er útgerðarfélag á Nýfundnalandi en það er einnig meðeigandi Eimskips í Harbor Grace frystigeymslunni á Nýfundnalandi. Eimskip mun því eftir kaupin eiga tvær frystigeymslur á Nýfundnalandi og styrkir sig því verulega í þjónustu fyrir sjávarútvegsfyrirtækin með geymslur í sitt hvorum landshlutanum, bæði í norðri og suðri. Eimskip hefur einnig fjárfest í flutningsmiðlunarfyrirtækinu Cargocan Agency Ltd. sem er leiðandi flutningsmiðlari á Nýfundnalandi og er staðsett í St. Johns, höfuðborg Nýfundnalands. Félagið var stofnað árið 1992 og hefur verið leiðandi flutningsmiðlunarfyrtæki í útflutningi á fiskafurðum og þurrvöru til og frá Nýfundnalandi. Samhliða kaupunum verða gerðar skipulagsbreytingar á starfsemi Eimskips í Canada. Jeff Simms verður áfram forstöðumaður en undir hann munu tilheyra fjögur svið; flutningasvið, flutningsmiðlun, frystigeymslur og fjármálasvið. Yfir flutningasviðinu verður Jeff Simms og mun hann stýra afgreiðslu og þjónustu við skipin. Fyrrverandi eigandi Cargocan, Jim Heale, verður yfir flutningsmiðluninni, en hann býr yfir mikilli reynslu af flutningsmiðlun bæði hvað varðar frysti- og þurrvöruflutninga. Jim Gibbons stýrir frystigeymslum, en hann hefur verið yfirmaður frystigeymslunnar í St. Anthony frá stofnun hennar árið 2004. Jason White mun stýra fjármálum félagsins í Kanada. Eimskip tilkynnti fyrir nokkrum vikum um breytingar á siglingakerfi félagsins þar sem aukin tíðni ferða á milli Evrópu og Norður Ameríku var kynnt með beinum siglingum á milli heimsálfa án þess að til umhleðslu á Íslandi þurfi að koma. Samhliða þessari auknu þjónustu hafa Eimskip, hafnaryfirvöld í Halifax, Nova Scotia og rekstraraðilar Halterm gámahafnarinnar hafið samstarf til að auka enn frekar flutningaþjónustu milli Kanada og Bandaríkjanna. Áætluð aukning rekstrartekna Eimskips á árgrundvelli vegna þessara fjárfestinga er um 6 milljónir evra og áætlað EBITDA hlutfall 12,5%.
Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira