Lykilstjórnendur leggja Bláa lóninu til hlutafé Ingvar Haraldsson skrifar 18. nóvember 2015 11:00 Helmingi stærra baðlón verður opnað í janúar. fréttablaðið/gva Einkahlutafélagið Keila ehf. eignaðist í vor tæplega tíu prósenta hlut í Bláa lóninu í kjölfar hlutafjáraukningar. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að lykilstjórnendur Bláa lónsins standi að hlutafjáraukningunni. Kaupverðið sé trúnaðarmál en hafi byggst á verðmati frá óháðu verðbréfafyrirtæki. Grímur segir tilgang hlutafjáraukningarinnar vera að draga úr áhættu félagsins af sex milljarða framkvæmdum sem Bláa lónið stendur nú í. „Í ljósi þeirra skuldbindinga sem félagið er að gangast undir með þessum miklu framkvæmdum var ákveðið að styrkja eiginfjárstöðuna til að minnka áhættu félagsins af framkvæmdaóvissu og einhverjum áföllum sem geta komið upp í framkvæmdunum,“ segir Grímur. Unnið er að byggingu fyrsta fimm stjörnu hótels landsins sem stefnt er að að verði opnað vorið 2017. Hótelið verður 7.500 fermetrar með 74 herbergjum. Þá er unnið að helmings stækkun baðlónsins sem á að opna í janúar næstkomandi. Auk þess er verið að byggja nýja heilsulind og veitingasvæði milli baðlónsins og hótelsins.Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að farið hafi verið í hlutafjáraukninginu til að draga úr áhættu vegna milljarða framkvæmdavísir/gvaEngin starfsemi var í Keilu um síðustu áramót sem þá hét LBF I GP ehf. Þá var félagið í eigu Kólfs ehf. sem er að meirihluta í eigu Gríms og Drangar Fund, sjóðs í rekstri Landsbréfa. Í vor var nýtt hlutafé að nafnvirði einn milljarður lagt í félagið samkvæmt því sem kemur fram í gögnum frá fyrirtækjaskrá. Í stjórn Keilu sitja Grímur, Steinar Helgason, sjóðsstjóri Landsbréfa, og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varamaður í stjórn Bláa lónsins. Bláa lónið hagnaðist um 1,6 milljarða á síðasta ári. Þar af voru greiddir 1,2 milljarðar króna í arð. Árið 2013 nam hagnaðurinn 1,4 milljörðum króna og þar af var greidd 931 milljón króna í arð. Stærstu hlutahafar Bláa lónsins eru HS Orka, Hvatning, sem er í eigu Horns II, sem Landsbréf rekur, og Kólfs, sem er að meirihluta í eigu Gríms. Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Sjá meira
Einkahlutafélagið Keila ehf. eignaðist í vor tæplega tíu prósenta hlut í Bláa lóninu í kjölfar hlutafjáraukningar. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að lykilstjórnendur Bláa lónsins standi að hlutafjáraukningunni. Kaupverðið sé trúnaðarmál en hafi byggst á verðmati frá óháðu verðbréfafyrirtæki. Grímur segir tilgang hlutafjáraukningarinnar vera að draga úr áhættu félagsins af sex milljarða framkvæmdum sem Bláa lónið stendur nú í. „Í ljósi þeirra skuldbindinga sem félagið er að gangast undir með þessum miklu framkvæmdum var ákveðið að styrkja eiginfjárstöðuna til að minnka áhættu félagsins af framkvæmdaóvissu og einhverjum áföllum sem geta komið upp í framkvæmdunum,“ segir Grímur. Unnið er að byggingu fyrsta fimm stjörnu hótels landsins sem stefnt er að að verði opnað vorið 2017. Hótelið verður 7.500 fermetrar með 74 herbergjum. Þá er unnið að helmings stækkun baðlónsins sem á að opna í janúar næstkomandi. Auk þess er verið að byggja nýja heilsulind og veitingasvæði milli baðlónsins og hótelsins.Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að farið hafi verið í hlutafjáraukninginu til að draga úr áhættu vegna milljarða framkvæmdavísir/gvaEngin starfsemi var í Keilu um síðustu áramót sem þá hét LBF I GP ehf. Þá var félagið í eigu Kólfs ehf. sem er að meirihluta í eigu Gríms og Drangar Fund, sjóðs í rekstri Landsbréfa. Í vor var nýtt hlutafé að nafnvirði einn milljarður lagt í félagið samkvæmt því sem kemur fram í gögnum frá fyrirtækjaskrá. Í stjórn Keilu sitja Grímur, Steinar Helgason, sjóðsstjóri Landsbréfa, og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varamaður í stjórn Bláa lónsins. Bláa lónið hagnaðist um 1,6 milljarða á síðasta ári. Þar af voru greiddir 1,2 milljarðar króna í arð. Árið 2013 nam hagnaðurinn 1,4 milljörðum króna og þar af var greidd 931 milljón króna í arð. Stærstu hlutahafar Bláa lónsins eru HS Orka, Hvatning, sem er í eigu Horns II, sem Landsbréf rekur, og Kólfs, sem er að meirihluta í eigu Gríms.
Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent