Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen vann sannfærandi sigur, 25-21, á franska liðinu Montpellier í Meistaradeildinni í kvöld.
Löwen var mun sterkara liðið allan tímann og sigur liðsins aldrei í hættu.
Alexander Petersson skoraði tvö mörk í leiknum í sex skotum en Stefán Rafn Sigurmannsson kom ekki við sögu.
Löwen er komið upp að hlið Barcelona á toppi B-riðils með 11 stig en Barcelona á leik inni. Montpellier er í næstneðsta sæti með fjögur stig.
Öruggt hjá Löwen í Meistaradeildinni
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn




