Viðskipti innlent

296 milljóna gjaldþrot fiskeldis Brims

ingvar haraldsson skrifar
Félagið fangaði þorsk til áframeldis við Norðurland ásamt því að taka klakinn og villt þorskseiði til útsetningar.
Félagið fangaði þorsk til áframeldis við Norðurland ásamt því að taka klakinn og villt þorskseiði til útsetningar. vísir/svavar
Gjaldþrotaskiptum í BBF 2014 ehf., sem áður hét Brim Fiskeldi ehf. er lokið. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur sem námu 295,8 milljónum króna að því er kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag.

Upphaf starfseminnar voru þorskeldisrannsóknir Útgerðarfélags Akureyrar sem hófust í maí 2001. Brim fiskeldi var svo stofnað utan um starfsemina í maí 2003.  Félagið fangaði þorsk til áframeldis við Norðurland ásamt því að taka klakinn og villt þorskseiði til útsetningar.

Félagið var lýst gjaldþrota í mars á þessu ári.  Brim fiskeldi var meðal stærstu fyrirtækja að fanga þorsk til áframeldis og átti hlut seiðaeldisstöð Nauteyrar við Ísafjarðardjúp að því er kemur fram í frétt Morgunblaðsins um gjaldþrotið.

Félagið fékk starfs- og rekstrarleyfi fyrir 1200 tonna ársframleiðslu á Nunnuhólmum og Skjaldavík og rekstrarleyfi fyrir 1000 tonn til viðbótar í Rauðuvík í Eyjafirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×