NBA: Cleveland sló út Chicago en Houston tryggði sér úrslitaleik | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 07:40 Iman Shumpert og LeBron James fagna í nótt. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers varð í nóttafyrsta liða sem kemst áfram upp úr 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið komst þá í úrslit Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum. Það þarf hinsvegar hreinan úrslitaleik hjá Houston Rockets og Los Angeles Clippers eftir annan sigur Houston-liðsins í röð.LeBron James og Kyrie Irving voru ekki í stórstjörnugírnum hjá Cleveland Cavaliers í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir 94-73 stórsigur og þar með 4-2 sigur í einvíginu. LeBron James skoraði "bara" 15 stig og Kyrie Irving fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum. James var reyndar með 11 stoðsendingar og 9 fráköst en hann hitti aðeins úr 7 af 23 skoti. Irving lék vara í 12 mínútur og skoraði á þeim sex stig en staðan var 35-35 þegar hann meiddist á hné. Matthew Dellavedova var stigahæstur hjá Cleveland með 19 stig og Tristan Thompson var með 13 stig og 17 fráköst. Cleveland komst þarna í úrslit Austurdeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2009 en James var að komast þangað fimmta árið í röð. Jimmy Butler skoraði 20 stig fyrir Chicago og Derrick Rose skoraði 14 stig. Pau Gasol lék aftur með liðinu eftir meiðsli en skoraði öll átta stig sín í fyrsta leikhlutanum. Chicago Bulls kvaddi því þjálfara sinn Tom Thibodeau með því að tapa þremur síðustu leikjum sínum á móti Cleveland Cavaliers.James Harden skoraði 23 stig og Dwight Howard var með 20 stig og 21 frákast þegar Houston Rockets reis upp frá dauðum og tryggði sér oddaleik með 119-107 útisigri á Los Angeles Clippers. Los Angeles Clippers var með 19 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Houston-liðið gafst ekki upp og hefur nú breytt stöðunni úr 3-1 í 3-3. Úrslitaleikurinn verður á heimavelli Houston Rockets á sunnudaginn. Corey Brewer skoraði 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og Josh Smith var með 14 af 19 stigum sínum í umræddum lokaleikhluta sem Houston vann 40-15. Clippers var með 87-68 forystu en Houston vann lokakafla leiksins 51-20 þar á meðal náði liðið 23-2 spretti sem kom því í 111-102 þegar 1:44 mínútur voru eftir. Chris Paul var með 31 stig og 11 stoðsendingar fyrir Clippers og J.J. Redick skoraði 15 stig. Þetta verður annar oddaleikur liðsins í úrslitakeppninni því liðið vann fráfarandi meistara í San Antonio Spurs í sjöunda leik í fyrstu umferðinni. NBA Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Sjá meira
Cleveland Cavaliers varð í nóttafyrsta liða sem kemst áfram upp úr 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið komst þá í úrslit Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum. Það þarf hinsvegar hreinan úrslitaleik hjá Houston Rockets og Los Angeles Clippers eftir annan sigur Houston-liðsins í röð.LeBron James og Kyrie Irving voru ekki í stórstjörnugírnum hjá Cleveland Cavaliers í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir 94-73 stórsigur og þar með 4-2 sigur í einvíginu. LeBron James skoraði "bara" 15 stig og Kyrie Irving fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum. James var reyndar með 11 stoðsendingar og 9 fráköst en hann hitti aðeins úr 7 af 23 skoti. Irving lék vara í 12 mínútur og skoraði á þeim sex stig en staðan var 35-35 þegar hann meiddist á hné. Matthew Dellavedova var stigahæstur hjá Cleveland með 19 stig og Tristan Thompson var með 13 stig og 17 fráköst. Cleveland komst þarna í úrslit Austurdeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2009 en James var að komast þangað fimmta árið í röð. Jimmy Butler skoraði 20 stig fyrir Chicago og Derrick Rose skoraði 14 stig. Pau Gasol lék aftur með liðinu eftir meiðsli en skoraði öll átta stig sín í fyrsta leikhlutanum. Chicago Bulls kvaddi því þjálfara sinn Tom Thibodeau með því að tapa þremur síðustu leikjum sínum á móti Cleveland Cavaliers.James Harden skoraði 23 stig og Dwight Howard var með 20 stig og 21 frákast þegar Houston Rockets reis upp frá dauðum og tryggði sér oddaleik með 119-107 útisigri á Los Angeles Clippers. Los Angeles Clippers var með 19 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Houston-liðið gafst ekki upp og hefur nú breytt stöðunni úr 3-1 í 3-3. Úrslitaleikurinn verður á heimavelli Houston Rockets á sunnudaginn. Corey Brewer skoraði 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og Josh Smith var með 14 af 19 stigum sínum í umræddum lokaleikhluta sem Houston vann 40-15. Clippers var með 87-68 forystu en Houston vann lokakafla leiksins 51-20 þar á meðal náði liðið 23-2 spretti sem kom því í 111-102 þegar 1:44 mínútur voru eftir. Chris Paul var með 31 stig og 11 stoðsendingar fyrir Clippers og J.J. Redick skoraði 15 stig. Þetta verður annar oddaleikur liðsins í úrslitakeppninni því liðið vann fráfarandi meistara í San Antonio Spurs í sjöunda leik í fyrstu umferðinni.
NBA Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Sjá meira