Spyr hvort verslunarmenn sakni gjaldþrota Laugavegs ingvar haraldsson skrifar 11. febrúar 2015 13:06 "Það er frekar örgjaldmiðill og tollar sem fæla frá erlendar verslunarkeðjur,“ segir Magnús Berg, verslunarrekandi við Hverfisgötu. vísir/stefán/auðunn „Ég á erfitt með að skilja þessa túrismafóbíu. Varla saknar fólk tóms og gjaldþrota Laugavegs? Þvert móti hefur aldrei verið jafn mikið líf í miðbænum og flóra verslunar og veitingastaða líklegast aldrei verið meiri,“ segir Magnús Berg, verslunarrekandi við Hverfisgötu um hvort lundabúðir og veitingastaðir séu að fæla alþjóðlegar verslunarkeðjur frá Laugaveginum. Magnús opnaði í desember verslun á vegum danska hönnunar- og húsgagnaframleiðandans NORR11 við Hverfisgötu. NORR11 rekur sjö sýningarrými í Evrópu, m.a. í Kaupmannahöfn, Berlín og London. „Það er frekar örgjaldmiðill og tollar sem fæla frá erlendar verslunarkeðjur. Okkar vörur eru tvítollaðar. Það er greiddur tollur af þeim þegar þær koma inn í Evrópusambandið og svo greiðum við 10 prósent toll þegar þær koma til landsins,“ segir Magnús. Í Morgunblaðinu í dag sagði Gunnar Guðjónsson, formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, að þekktar verslanir með alþjóðleg vörumerki vilji ekki opna við Laugaveginn vegna fjölda veitingastaða og lundabúða . „Almenn verslun er orðin undir og við taka lundabúðir og veitingastaðir,“ sagði Gunnar.Magnús segir það hafi verið sett sem skilyrði fyrir opnun Nor11 hér á landi að verslunin væri í miðbænum sem laði að bestu kúnnanna.Túristabúðir stoppa ekki H&M á Strikinu Magnús segir ekkert því til fyrirstöðu að alþjóðlegar verslanakeðjur séu reknar hér á landi við hlið lundabúða. „Það eru fjölmargar túristabúðir á Strikinu en það stoppar ekki H&M að vera við hliðina á þeim,“ segir Magnús. Þá segir hann fjölda túristabúða á Laugarveginum einfaldlega vera hluti af eðlilegri borgarþróun. „Þetta sést líka í öðrum borgum. Stærri götur verða túristamiðaðri og göturnar í kring taka að lifna. Það er nýbúið að taka Hverfisgötuna í gegn og hér opna nýjar verslanir í hverjum mánuði. Þær eru oft sérhæfðari og metnaðarfyllri verslanir sem „lókallinn“ þekkir. Flottustu búðirnar eru ekki endilega á Strikinu heldur í hliðargötum,“ segir Magnús. Hann segir eigendur NORR11 hafi verið mjög spenntir fyrir íslenskum markaði. Það hafi verið sett sem skilyrði að opna verslunarinnar að hún væri í miðbænum sem laði að bestu kúnnanna. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
„Ég á erfitt með að skilja þessa túrismafóbíu. Varla saknar fólk tóms og gjaldþrota Laugavegs? Þvert móti hefur aldrei verið jafn mikið líf í miðbænum og flóra verslunar og veitingastaða líklegast aldrei verið meiri,“ segir Magnús Berg, verslunarrekandi við Hverfisgötu um hvort lundabúðir og veitingastaðir séu að fæla alþjóðlegar verslunarkeðjur frá Laugaveginum. Magnús opnaði í desember verslun á vegum danska hönnunar- og húsgagnaframleiðandans NORR11 við Hverfisgötu. NORR11 rekur sjö sýningarrými í Evrópu, m.a. í Kaupmannahöfn, Berlín og London. „Það er frekar örgjaldmiðill og tollar sem fæla frá erlendar verslunarkeðjur. Okkar vörur eru tvítollaðar. Það er greiddur tollur af þeim þegar þær koma inn í Evrópusambandið og svo greiðum við 10 prósent toll þegar þær koma til landsins,“ segir Magnús. Í Morgunblaðinu í dag sagði Gunnar Guðjónsson, formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, að þekktar verslanir með alþjóðleg vörumerki vilji ekki opna við Laugaveginn vegna fjölda veitingastaða og lundabúða . „Almenn verslun er orðin undir og við taka lundabúðir og veitingastaðir,“ sagði Gunnar.Magnús segir það hafi verið sett sem skilyrði fyrir opnun Nor11 hér á landi að verslunin væri í miðbænum sem laði að bestu kúnnanna.Túristabúðir stoppa ekki H&M á Strikinu Magnús segir ekkert því til fyrirstöðu að alþjóðlegar verslanakeðjur séu reknar hér á landi við hlið lundabúða. „Það eru fjölmargar túristabúðir á Strikinu en það stoppar ekki H&M að vera við hliðina á þeim,“ segir Magnús. Þá segir hann fjölda túristabúða á Laugarveginum einfaldlega vera hluti af eðlilegri borgarþróun. „Þetta sést líka í öðrum borgum. Stærri götur verða túristamiðaðri og göturnar í kring taka að lifna. Það er nýbúið að taka Hverfisgötuna í gegn og hér opna nýjar verslanir í hverjum mánuði. Þær eru oft sérhæfðari og metnaðarfyllri verslanir sem „lókallinn“ þekkir. Flottustu búðirnar eru ekki endilega á Strikinu heldur í hliðargötum,“ segir Magnús. Hann segir eigendur NORR11 hafi verið mjög spenntir fyrir íslenskum markaði. Það hafi verið sett sem skilyrði að opna verslunarinnar að hún væri í miðbænum sem laði að bestu kúnnanna.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira