Viðskipti innlent

Carlos Cruz ráðinn forstjóri Vífilfells

ingvar haraldsson skrifar
Carlos Cruz, hefur verið ráðinn forstjóri Vífilfells.
Carlos Cruz, hefur verið ráðinn forstjóri Vífilfells.
Carlos Cruz, hefur verið ráðinn forstjóri Vífilfells. Carlos kemur frá portúgalska átöppunarfyrirtækinu Refrige SA í Portúgal.

Carlos var áður framkvæmdastjóri sölumála hjá Refrige SA í Portúgal. Refrige SA er átöppunarfyrirtæki fyrir The Coca-Cola Company. Hann var áður framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Scottish & Newcastle Ibérica á Spáni. Carlos er 47 ára gamall og með meistaragráðu í stjórnun frá ESERP Viðskiptaháskólanum í Madrid.

Árni Stefánsson, fráfarandi forstjóri, hefur sagt starfi sínu lausu og mun í framhaldi taka sæti í stjórn fyrirtækisins. Árni hefur starfað fyrir Vífilfell frá árinu 1998 og verið forstjóri síðustu 10 ár. Sem stjórnarmaður mun Árni vinna í málum tengdum framtíðarþróun fyrirtækisins ásamt því að sinna öðrum verkefnum fyrir eigendur fyrirtækisins sem ekki tengjast Vífilfelli samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×