Javaris Crittenton, fyrrum leikmaður LA Lakers og fleiri liða, verður í steininum næstu árin.
Hann var í gær dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir manndráp árið 2011. Hann verður einnig á skilorði í 17 ár eftir að hann sleppur út.
Crittenton skaut úr riffli úr bíl á hóp fólks og myrti konu. Hann sagðist þó aldrei hafa ætlað að drepa einhvern.
Hann náði samkomulagi við saksóknara sem fólst í því að hann játaði sig sekan og fékk fyrir vikið vægari dóm en ella.
„Ég ætlaði aldrei að myrða neinn heldur bara hræða. Ég biðst innilega afsökunar. Ég er ekki morðingi. Ég gerði mistök sem ég vildi svo gjarna taka til baka," sagði Crittenton í réttarsalnum í gær með tárin í augunum.
LA Lakers valdi hann í nýliðavalinu árið 2007 og þar var hann í eitt ár. Hann fór svo til Memphis og loks Washington.
Fyrrum NBA-leikmaður dæmdur í 23 ára fangelsi

Mest lesið


Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum
Íslenski boltinn

Guðmundur í grænt
Íslenski boltinn

Calvert-Lewin á leið til Leeds
Enski boltinn

Willum lagði upp sigurmark Birmingham
Enski boltinn




