Tim Duncan er kannski nýorðinn 39 ára gamall en hann er samt enn einn af öflugustu leikmönnum NBA-deildarinnar.
Hann er búinn að spila átján tímabil í NBA-deildinni á glæstum ferli. Duncan er enn í stuði með San Antonio Spurs og var með tvöfalda tvennu í síðasta leik. Hann segist njóta þess að spila.
„Ég geri mér grein fyrir því að minn tími er senn á enda og því nýt ég þess enn meira að spila núna," sagði Duncan.
Framhaldið er óljóst hjá honum en samningur hans við Spurs rennur út í sumar.
Spurs getur komist áfram í úrslitakeppninni í nótt er liðið spilar við LA Clippers. Leikurinn hefst klukkan 1.30 og er í beinni á Stöð 2 Sport.
Duncan nýtur þess meir að spila þessa dagana

Mest lesið






„Þjáning í marga daga“
Handbolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti