Kauphöllin setur First North 25 vísitöluna á laggirnar ingvar haraldsson skrifar 1. október 2015 11:16 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands Vísitalan mun ná yfir þau 25 félög sem verða stærst og mest viðskipti er átt með á Nasdaq First North og Nasdaq First North Premier. Vísitalan verður sett á laggirnar og henni dreift frá og með 15. október, 2015. Vísitalan er sögð mikilvæg viðbót í áframhaldandi viðleitni Kauphallarinnar við að vera leiðandi viðskiptavettvangur fyrir fyrirtæki í vexti. „Að styðja við smá og meðalstór fyrirtæki er grundvallarþáttur í starfi okkar hjá Nasdaq”, segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. „Með því að bjóða upp á First North 25 vísitöluna vekjum við athygli á auknum fjárfestingartækifærum á Nasdaq First North fyrir stærri hóp fjárfesta og með auknum sýnileika fyrirtækja í vísitölunni. Það er okkar von að nýja vísitalan verði hvatning fyrir núverandi félög á First North Iceland en ekki síður fyrir önnur félög til að nýta sér markaðinn sem fjármögnunarvettvang,” bætir Páll við. Val á þeim 25 félögum sem verða í First North 25 mun fara fram í tveimur skrefum. Fyrst verða fundin 30 stærstu félögin eftir markaðsvirði og síðan verða 25 þeirra sem mest verður átt viðskipti með valin í vísitöluna, en þar verður litið til samanlagðar heildarfjárhæðar viðskipta yfir sex mánaða tímabil. First North 25 vísitalan verður endurskoðuð tvisvar á ári og mun teka ný samsetning gildi á fyrsta viðskiptadegi í janúar og júlí. Á sama tíma og First North 25 vísitalan verður kynnt, koma til sögunnar fjórar nýjar landsvísitölur á norrænu mörkuðunum; First North Sweden, First North Finland, First North Denmark og First North Iceland. Þessar fjórar vísitölur munu innihalda hlutabréf sem átt verður viðskipti með á hverjum markaði fyrir sig og er ætlað að auka sýnileika Nasdaq First North á Norðurlöndunum. „Síðan að Nasdaq First North markaðurinn kom fyrst til sögunnar árið 2005 hefur hann vaxið mikið og þjónað vel smærri fyrirtækjum og fjárfestum á Norðurlöndunum”, segir Páll. „Nasdaq First North markaðurinn á Íslandi hefur alla burði til að verða eins blómlegur markaður og annars staðar, enda mörg góð fyrirtæki hér sem bæði þurfa fjármagn og geta eflaust gert mjög vel á markaði. Rannsóknir sýna að flest ný störf verða til í smáum og meðalstórum fyrirtækjum og fjölgar mikið eftir skráningu. Það er því beinlínis nauðsynlegt fyrir efnahagslífið að veita þessum félögum sýnileika og góðan vettvang til að fjármagna sig á.” Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Vísitalan mun ná yfir þau 25 félög sem verða stærst og mest viðskipti er átt með á Nasdaq First North og Nasdaq First North Premier. Vísitalan verður sett á laggirnar og henni dreift frá og með 15. október, 2015. Vísitalan er sögð mikilvæg viðbót í áframhaldandi viðleitni Kauphallarinnar við að vera leiðandi viðskiptavettvangur fyrir fyrirtæki í vexti. „Að styðja við smá og meðalstór fyrirtæki er grundvallarþáttur í starfi okkar hjá Nasdaq”, segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. „Með því að bjóða upp á First North 25 vísitöluna vekjum við athygli á auknum fjárfestingartækifærum á Nasdaq First North fyrir stærri hóp fjárfesta og með auknum sýnileika fyrirtækja í vísitölunni. Það er okkar von að nýja vísitalan verði hvatning fyrir núverandi félög á First North Iceland en ekki síður fyrir önnur félög til að nýta sér markaðinn sem fjármögnunarvettvang,” bætir Páll við. Val á þeim 25 félögum sem verða í First North 25 mun fara fram í tveimur skrefum. Fyrst verða fundin 30 stærstu félögin eftir markaðsvirði og síðan verða 25 þeirra sem mest verður átt viðskipti með valin í vísitöluna, en þar verður litið til samanlagðar heildarfjárhæðar viðskipta yfir sex mánaða tímabil. First North 25 vísitalan verður endurskoðuð tvisvar á ári og mun teka ný samsetning gildi á fyrsta viðskiptadegi í janúar og júlí. Á sama tíma og First North 25 vísitalan verður kynnt, koma til sögunnar fjórar nýjar landsvísitölur á norrænu mörkuðunum; First North Sweden, First North Finland, First North Denmark og First North Iceland. Þessar fjórar vísitölur munu innihalda hlutabréf sem átt verður viðskipti með á hverjum markaði fyrir sig og er ætlað að auka sýnileika Nasdaq First North á Norðurlöndunum. „Síðan að Nasdaq First North markaðurinn kom fyrst til sögunnar árið 2005 hefur hann vaxið mikið og þjónað vel smærri fyrirtækjum og fjárfestum á Norðurlöndunum”, segir Páll. „Nasdaq First North markaðurinn á Íslandi hefur alla burði til að verða eins blómlegur markaður og annars staðar, enda mörg góð fyrirtæki hér sem bæði þurfa fjármagn og geta eflaust gert mjög vel á markaði. Rannsóknir sýna að flest ný störf verða til í smáum og meðalstórum fyrirtækjum og fjölgar mikið eftir skráningu. Það er því beinlínis nauðsynlegt fyrir efnahagslífið að veita þessum félögum sýnileika og góðan vettvang til að fjármagna sig á.”
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira