Hallar mikið á konur með viðskiptafræðimenntun Sæunn Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Meðaltal heildarlauna viðskipta- og hagfræðinga er 860 þúsund krónur og hefur hækkað um 8,4 prósent frá árinu 2013. Staðalfrávik er þó 390 þúsund krónur. Miðgildi heildarlauna meðal viðskipta- og hagfræðinga er 777 þúsund, Þetta kemur fram í nýrri kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem kemur út í dag. Könnunin er byggð á launum félagsmanna í febrúar, gild svör voru samtals 904. Ekki voru tekin svör frá félagsmönnum sem starfa erlendis. Samkvæmt könnuninni hafa laun hækkað meðal allra hópa eftir menntun og starfsaldri samanborið við árið 2013. Mesta hækkunin er meðal þeirra sem eru með 0-2 ára starfsreynslu en hún nemur 20 prósentum. Launahækkun frá 2013 var 8-11 prósent fyrir þá sem lokið hafa BS/BA-, masters- og cand. oecon-prófi, en tvö prósent hjá MBA og fjögur prósent hjá þeim sem hafa lokið doktorsprófi. Heildarlaun hækka með aukinni menntun, undantekningin er að þeir sem eru með mastersgráðu voru með lægri laun en þeir sem hafa cand. oecon-gráðu. Skýringin liggur m.a. í því að cand. oecon-hópurinn er eldri og með hærri starfsaldur en hópurinn með masterspróf. Töluverður munur er á launum kynjanna og hallar mikið á konur. Innan hópa þar sem a.m.k. fimm einstaklingar voru í hverjum hópi kemur í ljós að laun karla eru hærri í 13 tilfellum og laun kvenna eru hærri í þremur tilvikum. Sú þróun virðist eiga sér stað að meðal þeirra sem lokið hafa BS/BA- og mastersnámi er launamunurinn mikill þegar starfsaldur er lægstur en minnkar svo með auknum starfsaldri en virðist svo aukast á ný þegar líður á starfsaldurinn. Launamunur kynjanna með BS/BA-gráðu nemur 18 prósentum eftir 10 ára starfsreynslu og 31,1 prósenti hjá þeim sem eru með mastersgráðu eftir 6-10 ára starfsreynslu. Þetta er í samræmi við niðurstöður Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem hefur gefið það út að launamunur kynjanna aukist með aldri, oft vegna áhrifa barneigna á starfsframa kvenna. Svo virðist sem konur geti hins vegar í sumum tilfellum endurheimt hærri laun eftir að barnauppeldinu lýkur. Samkvæmt kjarakönnuninni eru konur, sem eru með cand. oecon-gráðu og 30 ára eða meiri starfsreynslu, með hærri laun en karlar með sömu menntun og reynslu. Lítið úrtak gæti hins vegar skýrt þetta. MBA-nám virðist skila konum hæstu laununum, konur með MBA-nám og 3-5 ára eða 11-20 ára starfsaldur eru með hærri laun en karlar með sambærilega menntun. Konur með MBA-nám og 3-5 ára starfsreynslu eru með 40% hærri laun en karlar. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Sjá meira
Meðaltal heildarlauna viðskipta- og hagfræðinga er 860 þúsund krónur og hefur hækkað um 8,4 prósent frá árinu 2013. Staðalfrávik er þó 390 þúsund krónur. Miðgildi heildarlauna meðal viðskipta- og hagfræðinga er 777 þúsund, Þetta kemur fram í nýrri kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem kemur út í dag. Könnunin er byggð á launum félagsmanna í febrúar, gild svör voru samtals 904. Ekki voru tekin svör frá félagsmönnum sem starfa erlendis. Samkvæmt könnuninni hafa laun hækkað meðal allra hópa eftir menntun og starfsaldri samanborið við árið 2013. Mesta hækkunin er meðal þeirra sem eru með 0-2 ára starfsreynslu en hún nemur 20 prósentum. Launahækkun frá 2013 var 8-11 prósent fyrir þá sem lokið hafa BS/BA-, masters- og cand. oecon-prófi, en tvö prósent hjá MBA og fjögur prósent hjá þeim sem hafa lokið doktorsprófi. Heildarlaun hækka með aukinni menntun, undantekningin er að þeir sem eru með mastersgráðu voru með lægri laun en þeir sem hafa cand. oecon-gráðu. Skýringin liggur m.a. í því að cand. oecon-hópurinn er eldri og með hærri starfsaldur en hópurinn með masterspróf. Töluverður munur er á launum kynjanna og hallar mikið á konur. Innan hópa þar sem a.m.k. fimm einstaklingar voru í hverjum hópi kemur í ljós að laun karla eru hærri í 13 tilfellum og laun kvenna eru hærri í þremur tilvikum. Sú þróun virðist eiga sér stað að meðal þeirra sem lokið hafa BS/BA- og mastersnámi er launamunurinn mikill þegar starfsaldur er lægstur en minnkar svo með auknum starfsaldri en virðist svo aukast á ný þegar líður á starfsaldurinn. Launamunur kynjanna með BS/BA-gráðu nemur 18 prósentum eftir 10 ára starfsreynslu og 31,1 prósenti hjá þeim sem eru með mastersgráðu eftir 6-10 ára starfsreynslu. Þetta er í samræmi við niðurstöður Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem hefur gefið það út að launamunur kynjanna aukist með aldri, oft vegna áhrifa barneigna á starfsframa kvenna. Svo virðist sem konur geti hins vegar í sumum tilfellum endurheimt hærri laun eftir að barnauppeldinu lýkur. Samkvæmt kjarakönnuninni eru konur, sem eru með cand. oecon-gráðu og 30 ára eða meiri starfsreynslu, með hærri laun en karlar með sömu menntun og reynslu. Lítið úrtak gæti hins vegar skýrt þetta. MBA-nám virðist skila konum hæstu laununum, konur með MBA-nám og 3-5 ára eða 11-20 ára starfsaldur eru með hærri laun en karlar með sambærilega menntun. Konur með MBA-nám og 3-5 ára starfsreynslu eru með 40% hærri laun en karlar.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Sjá meira