7.000 fermetrum yrði bætt við jón hákon halldórsson skrifar 5. mars 2015 07:15 Norðurál stefnir að því að hefja framleiðslu á svokölluðum boltum eða börrum. Ef farið verður í slíka framleiðslu mun það þýða allt að 10 milljarða fjárfestingu sem meðal annars væri falin í stækkun á húsnæðinu að Grundartanga um 7.000 fermetra og kaup á tækjum sem yrðu notuð við framleiðsluna. „Markmiðið er að auka verðmæti útflutnings hjá okkur og skapa okkur sterkari samkeppnisstöðu. Við höfum verið að skoða markaðinn í Evrópu, hvar tækifærin gætu legið. Við teljum að þarna gæti verið tækifæri til þess að auka verðmæti og bæta samkeppnisstöðuna til lengri tíma,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Þessi viðbótarframleiðsla fæli í sér að öðrum efnum yrði blandað út í álið til þess að gefa því mismunandi eiginleika. „Þarna kemur inn kísilmálmur sem dæmi og ýmis önnur efni eftir atvikum,“ segir Ragnar. Það fari allt eftir því hvaða vöru menn vilja framleiða. „Það er verið að vinna verkfræðilegan undirbúning, meta kostnað og hanna verkefnin. Það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun enn þá.“ Auk þess sem öðrum efnum er blandað í álið fæli þess nýja framleiðsla einnig í sér vörur með ólíka lögun. Framleiddir yrðu sívalningar eða völsunarbarrar.Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir fyrirtækið hafa hug á að fjárfesta.fréttablaðið/gvaEinnig segir Ragnar að sú ákvörðun hafi verið tekin í fyrra að hefja framleiðslu á melmi. „Það eru álblöndur sem er ekki búið að steypa í form heldur er það í hleifaformi sem við höfum notað hingað til. Þar er innihaldi vörunnar breytt en ekki forminu. Það er minni fjárfesting en við ráðgerum að selja 50 þúsund tonn af þessu melmi á ári,“ segir hann. Ragnar bætir því við að þetta auki tekjumöguleika Norðuráls. „Það er aukafjárfesting líka. En við teljum að hún skili sér á ásættanlegum tíma,“ segir hann. Framleiðsla og sala á melmi hófst núna í janúar en tilraunaframleiðsla á síðasta ári. Ragnar segir að Norðurál hafi fundið fyrir áhuga frá aðilum sem framleiða felgur undir bíla. Framleiðsla á melminu þýði að þeir geti fengið málm beint frá Norðuráli sem hentar í þá framleiðslu í stað þess að áður hefðu þeir þurft að fara í gegnum millilið til að fá slíka blöndu. „Við höfum verið að selja ál til bílaframleiðenda eins og Mercedes Benz, en það er þá í gegnum aðra aðila og þarna komumst við skrefi nær endanlegum notanda.“ Ragnar segir að það sé mun meiri fjárfesting að baki framleiðslu á boltunum eða börrunum. „Enda ertu þá farinn að blanda og að breyta forminu. Það kostar sitt að breyta forminu. Þetta er fjárfesting upp á 10 milljarða. Það yrði stór bygging og mikill búnaður,“ segir Ragnar. Til að mynda þyrfti að byggja við og stækka verulega steypuskálann. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Norðurál stefnir að því að hefja framleiðslu á svokölluðum boltum eða börrum. Ef farið verður í slíka framleiðslu mun það þýða allt að 10 milljarða fjárfestingu sem meðal annars væri falin í stækkun á húsnæðinu að Grundartanga um 7.000 fermetra og kaup á tækjum sem yrðu notuð við framleiðsluna. „Markmiðið er að auka verðmæti útflutnings hjá okkur og skapa okkur sterkari samkeppnisstöðu. Við höfum verið að skoða markaðinn í Evrópu, hvar tækifærin gætu legið. Við teljum að þarna gæti verið tækifæri til þess að auka verðmæti og bæta samkeppnisstöðuna til lengri tíma,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Þessi viðbótarframleiðsla fæli í sér að öðrum efnum yrði blandað út í álið til þess að gefa því mismunandi eiginleika. „Þarna kemur inn kísilmálmur sem dæmi og ýmis önnur efni eftir atvikum,“ segir Ragnar. Það fari allt eftir því hvaða vöru menn vilja framleiða. „Það er verið að vinna verkfræðilegan undirbúning, meta kostnað og hanna verkefnin. Það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun enn þá.“ Auk þess sem öðrum efnum er blandað í álið fæli þess nýja framleiðsla einnig í sér vörur með ólíka lögun. Framleiddir yrðu sívalningar eða völsunarbarrar.Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir fyrirtækið hafa hug á að fjárfesta.fréttablaðið/gvaEinnig segir Ragnar að sú ákvörðun hafi verið tekin í fyrra að hefja framleiðslu á melmi. „Það eru álblöndur sem er ekki búið að steypa í form heldur er það í hleifaformi sem við höfum notað hingað til. Þar er innihaldi vörunnar breytt en ekki forminu. Það er minni fjárfesting en við ráðgerum að selja 50 þúsund tonn af þessu melmi á ári,“ segir hann. Ragnar bætir því við að þetta auki tekjumöguleika Norðuráls. „Það er aukafjárfesting líka. En við teljum að hún skili sér á ásættanlegum tíma,“ segir hann. Framleiðsla og sala á melmi hófst núna í janúar en tilraunaframleiðsla á síðasta ári. Ragnar segir að Norðurál hafi fundið fyrir áhuga frá aðilum sem framleiða felgur undir bíla. Framleiðsla á melminu þýði að þeir geti fengið málm beint frá Norðuráli sem hentar í þá framleiðslu í stað þess að áður hefðu þeir þurft að fara í gegnum millilið til að fá slíka blöndu. „Við höfum verið að selja ál til bílaframleiðenda eins og Mercedes Benz, en það er þá í gegnum aðra aðila og þarna komumst við skrefi nær endanlegum notanda.“ Ragnar segir að það sé mun meiri fjárfesting að baki framleiðslu á boltunum eða börrunum. „Enda ertu þá farinn að blanda og að breyta forminu. Það kostar sitt að breyta forminu. Þetta er fjárfesting upp á 10 milljarða. Það yrði stór bygging og mikill búnaður,“ segir Ragnar. Til að mynda þyrfti að byggja við og stækka verulega steypuskálann.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun