7.000 fermetrum yrði bætt við jón hákon halldórsson skrifar 5. mars 2015 07:15 Norðurál stefnir að því að hefja framleiðslu á svokölluðum boltum eða börrum. Ef farið verður í slíka framleiðslu mun það þýða allt að 10 milljarða fjárfestingu sem meðal annars væri falin í stækkun á húsnæðinu að Grundartanga um 7.000 fermetra og kaup á tækjum sem yrðu notuð við framleiðsluna. „Markmiðið er að auka verðmæti útflutnings hjá okkur og skapa okkur sterkari samkeppnisstöðu. Við höfum verið að skoða markaðinn í Evrópu, hvar tækifærin gætu legið. Við teljum að þarna gæti verið tækifæri til þess að auka verðmæti og bæta samkeppnisstöðuna til lengri tíma,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Þessi viðbótarframleiðsla fæli í sér að öðrum efnum yrði blandað út í álið til þess að gefa því mismunandi eiginleika. „Þarna kemur inn kísilmálmur sem dæmi og ýmis önnur efni eftir atvikum,“ segir Ragnar. Það fari allt eftir því hvaða vöru menn vilja framleiða. „Það er verið að vinna verkfræðilegan undirbúning, meta kostnað og hanna verkefnin. Það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun enn þá.“ Auk þess sem öðrum efnum er blandað í álið fæli þess nýja framleiðsla einnig í sér vörur með ólíka lögun. Framleiddir yrðu sívalningar eða völsunarbarrar.Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir fyrirtækið hafa hug á að fjárfesta.fréttablaðið/gvaEinnig segir Ragnar að sú ákvörðun hafi verið tekin í fyrra að hefja framleiðslu á melmi. „Það eru álblöndur sem er ekki búið að steypa í form heldur er það í hleifaformi sem við höfum notað hingað til. Þar er innihaldi vörunnar breytt en ekki forminu. Það er minni fjárfesting en við ráðgerum að selja 50 þúsund tonn af þessu melmi á ári,“ segir hann. Ragnar bætir því við að þetta auki tekjumöguleika Norðuráls. „Það er aukafjárfesting líka. En við teljum að hún skili sér á ásættanlegum tíma,“ segir hann. Framleiðsla og sala á melmi hófst núna í janúar en tilraunaframleiðsla á síðasta ári. Ragnar segir að Norðurál hafi fundið fyrir áhuga frá aðilum sem framleiða felgur undir bíla. Framleiðsla á melminu þýði að þeir geti fengið málm beint frá Norðuráli sem hentar í þá framleiðslu í stað þess að áður hefðu þeir þurft að fara í gegnum millilið til að fá slíka blöndu. „Við höfum verið að selja ál til bílaframleiðenda eins og Mercedes Benz, en það er þá í gegnum aðra aðila og þarna komumst við skrefi nær endanlegum notanda.“ Ragnar segir að það sé mun meiri fjárfesting að baki framleiðslu á boltunum eða börrunum. „Enda ertu þá farinn að blanda og að breyta forminu. Það kostar sitt að breyta forminu. Þetta er fjárfesting upp á 10 milljarða. Það yrði stór bygging og mikill búnaður,“ segir Ragnar. Til að mynda þyrfti að byggja við og stækka verulega steypuskálann. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Norðurál stefnir að því að hefja framleiðslu á svokölluðum boltum eða börrum. Ef farið verður í slíka framleiðslu mun það þýða allt að 10 milljarða fjárfestingu sem meðal annars væri falin í stækkun á húsnæðinu að Grundartanga um 7.000 fermetra og kaup á tækjum sem yrðu notuð við framleiðsluna. „Markmiðið er að auka verðmæti útflutnings hjá okkur og skapa okkur sterkari samkeppnisstöðu. Við höfum verið að skoða markaðinn í Evrópu, hvar tækifærin gætu legið. Við teljum að þarna gæti verið tækifæri til þess að auka verðmæti og bæta samkeppnisstöðuna til lengri tíma,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Þessi viðbótarframleiðsla fæli í sér að öðrum efnum yrði blandað út í álið til þess að gefa því mismunandi eiginleika. „Þarna kemur inn kísilmálmur sem dæmi og ýmis önnur efni eftir atvikum,“ segir Ragnar. Það fari allt eftir því hvaða vöru menn vilja framleiða. „Það er verið að vinna verkfræðilegan undirbúning, meta kostnað og hanna verkefnin. Það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun enn þá.“ Auk þess sem öðrum efnum er blandað í álið fæli þess nýja framleiðsla einnig í sér vörur með ólíka lögun. Framleiddir yrðu sívalningar eða völsunarbarrar.Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir fyrirtækið hafa hug á að fjárfesta.fréttablaðið/gvaEinnig segir Ragnar að sú ákvörðun hafi verið tekin í fyrra að hefja framleiðslu á melmi. „Það eru álblöndur sem er ekki búið að steypa í form heldur er það í hleifaformi sem við höfum notað hingað til. Þar er innihaldi vörunnar breytt en ekki forminu. Það er minni fjárfesting en við ráðgerum að selja 50 þúsund tonn af þessu melmi á ári,“ segir hann. Ragnar bætir því við að þetta auki tekjumöguleika Norðuráls. „Það er aukafjárfesting líka. En við teljum að hún skili sér á ásættanlegum tíma,“ segir hann. Framleiðsla og sala á melmi hófst núna í janúar en tilraunaframleiðsla á síðasta ári. Ragnar segir að Norðurál hafi fundið fyrir áhuga frá aðilum sem framleiða felgur undir bíla. Framleiðsla á melminu þýði að þeir geti fengið málm beint frá Norðuráli sem hentar í þá framleiðslu í stað þess að áður hefðu þeir þurft að fara í gegnum millilið til að fá slíka blöndu. „Við höfum verið að selja ál til bílaframleiðenda eins og Mercedes Benz, en það er þá í gegnum aðra aðila og þarna komumst við skrefi nær endanlegum notanda.“ Ragnar segir að það sé mun meiri fjárfesting að baki framleiðslu á boltunum eða börrunum. „Enda ertu þá farinn að blanda og að breyta forminu. Það kostar sitt að breyta forminu. Þetta er fjárfesting upp á 10 milljarða. Það yrði stór bygging og mikill búnaður,“ segir Ragnar. Til að mynda þyrfti að byggja við og stækka verulega steypuskálann.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira