Kröfur launþega langt umfram það sem íslensk iðnfyrirtæki geta borið Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2015 15:28 Guðrún Hafnsteinsdóttir var endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins fyrr í dag. Vísir/Björg Vigfúsdóttir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir kröfugerðir launþegahreyfingarinnar væru langt umfram það sem íslensk iðnfyrirtæki gætu borið. Íslenskur iðnaður gæti ekki tekið á sig launahækkanir upp á tveggja stafa tölu. Í setningarræðu sinni á Iðnþingi í dag fjallaði Guðrún um kjarabaráttu launafólks. Sagði hún nauðsynlegt að líta til kaupmáttar og þess að auka megi lífsgæði með átaki í húsnæðis- og menntamálum. Þá þurfi að líta til þess árangurs sem náðst hafi við að halda verðbólgu í skefjum og þess að kaupmáttur, sem Guðrún kallaði hinn raunverulega mælikvarða á stöðu launafólks, hafi vaxið hratt. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að Guðrún hafi ítrekað að mikilvægt væri að iðnrekendur sýni sjónarmiðum launafólks skilning og nefndi í því tilliti húsnæðismál en þar séu aðstæður erfiðar og nánast ómögulegt fyrir ungt fólk að koma sér upp eigin heimili hvort sem væri til leigu eða kaupa. „Ný byggingarreglugerð hækki húsnæðisverð um tæplega 10% og það bitni fyrst og fremst á fyrstu kaupendum. Samtök iðnaðarins vilji því að gert verði átak í húsnæðismálum ungs fólks og hleypa þannig lífi í byggingarmarkaðinn sem þarf svo sannarlega á því að halda. Slíkt átak þurfi meðal annars að byggjast á endurskoðun byggingarreglugerðar og lóðaúthlutana þannig að hagkvæmara verði að byggja minni íbúðir. Sagði Guðrún launahækkanir ekki mega vera innistæðulausar en til að þær hrindi ekki af stað verðbólgu verði þær að byggja á aukinni framleiðni. Því megi ná fram með aukinni fjárfestingu og menntun starfsfólks. Í því samhengi kallaði Guðrún eftir endurbótum á iðnnámi. Benti hún á að íslensk iðnfyrirtæki skapi um helming gjaldeyristekna íslendinga, fjórðung landsframleiðslu og eitt af hverjum fimm störfum á vinnumarkaði en á sama tíma stefni í að fjöldi útskrifaðra í iðn- og tæknigreinum haldi ekki í við aukna þörf greinarinnar eftir fagmenntuðu starfsfólki. Sífellt færri ljúki iðnnámi og á síðasta ári hafi einungis 12% grunnskólabarna valið nám á sviði iðngreina við lok skólaskyldu. Talaði Guðrún fyrir því að unnið væri að samspili verkvits og bókvits á framhaldsskólastigi. Ræddi hún þá möguleikann að gera nemum kleift að taka grunnnám í iðn samhliða stúdentsprófi þannig að stúdentar gætu útskrifast með tvöfalt próf. „Menntun getur verið fjölbreytileg og þar má ekki ein tegund varpa skugga á aðrar”,“ segir í tilkynningu samtakanna. Tengdar fréttir Guðrún Hafsteinsdóttir endurkjörin formaður SI Á aðalfundi samtaka Iðnaðarins í morgun var Guðrún Hafsteinsdóttir, endurkjörin formaður. Guðrún verður því formaður samtakanna fram að Iðnþingi 2016. 5. mars 2015 14:22 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir kröfugerðir launþegahreyfingarinnar væru langt umfram það sem íslensk iðnfyrirtæki gætu borið. Íslenskur iðnaður gæti ekki tekið á sig launahækkanir upp á tveggja stafa tölu. Í setningarræðu sinni á Iðnþingi í dag fjallaði Guðrún um kjarabaráttu launafólks. Sagði hún nauðsynlegt að líta til kaupmáttar og þess að auka megi lífsgæði með átaki í húsnæðis- og menntamálum. Þá þurfi að líta til þess árangurs sem náðst hafi við að halda verðbólgu í skefjum og þess að kaupmáttur, sem Guðrún kallaði hinn raunverulega mælikvarða á stöðu launafólks, hafi vaxið hratt. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að Guðrún hafi ítrekað að mikilvægt væri að iðnrekendur sýni sjónarmiðum launafólks skilning og nefndi í því tilliti húsnæðismál en þar séu aðstæður erfiðar og nánast ómögulegt fyrir ungt fólk að koma sér upp eigin heimili hvort sem væri til leigu eða kaupa. „Ný byggingarreglugerð hækki húsnæðisverð um tæplega 10% og það bitni fyrst og fremst á fyrstu kaupendum. Samtök iðnaðarins vilji því að gert verði átak í húsnæðismálum ungs fólks og hleypa þannig lífi í byggingarmarkaðinn sem þarf svo sannarlega á því að halda. Slíkt átak þurfi meðal annars að byggjast á endurskoðun byggingarreglugerðar og lóðaúthlutana þannig að hagkvæmara verði að byggja minni íbúðir. Sagði Guðrún launahækkanir ekki mega vera innistæðulausar en til að þær hrindi ekki af stað verðbólgu verði þær að byggja á aukinni framleiðni. Því megi ná fram með aukinni fjárfestingu og menntun starfsfólks. Í því samhengi kallaði Guðrún eftir endurbótum á iðnnámi. Benti hún á að íslensk iðnfyrirtæki skapi um helming gjaldeyristekna íslendinga, fjórðung landsframleiðslu og eitt af hverjum fimm störfum á vinnumarkaði en á sama tíma stefni í að fjöldi útskrifaðra í iðn- og tæknigreinum haldi ekki í við aukna þörf greinarinnar eftir fagmenntuðu starfsfólki. Sífellt færri ljúki iðnnámi og á síðasta ári hafi einungis 12% grunnskólabarna valið nám á sviði iðngreina við lok skólaskyldu. Talaði Guðrún fyrir því að unnið væri að samspili verkvits og bókvits á framhaldsskólastigi. Ræddi hún þá möguleikann að gera nemum kleift að taka grunnnám í iðn samhliða stúdentsprófi þannig að stúdentar gætu útskrifast með tvöfalt próf. „Menntun getur verið fjölbreytileg og þar má ekki ein tegund varpa skugga á aðrar”,“ segir í tilkynningu samtakanna.
Tengdar fréttir Guðrún Hafsteinsdóttir endurkjörin formaður SI Á aðalfundi samtaka Iðnaðarins í morgun var Guðrún Hafsteinsdóttir, endurkjörin formaður. Guðrún verður því formaður samtakanna fram að Iðnþingi 2016. 5. mars 2015 14:22 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir endurkjörin formaður SI Á aðalfundi samtaka Iðnaðarins í morgun var Guðrún Hafsteinsdóttir, endurkjörin formaður. Guðrún verður því formaður samtakanna fram að Iðnþingi 2016. 5. mars 2015 14:22