Iðnaðarráðherra tekur undir gagnrýni forstjóra Epal á Isavia Birgir Olgeirsson skrifar 23. ágúst 2015 11:52 Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, segir forsvarsmenn Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi, hægt og rólega vera að átta sig á því að þeir gerðu mistök með því að halda ekki íslenskri hönnun í verslunarrými Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þetta sagði Eyjólfur í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Epal rak verslun í flugstöðinni í átta ár þar sem fyrirtækið seldi íslenska hönnun samhliða erlendri merkjavöru. Þegar verslunarrými í flugstöðinni var boðið út í fyrra sótti fyrirtækið um að vera áfram þar með verslun en fékk ekki. Eyjólfur sagði fyrirtækið hafa fengið tilkynningu um ákvörðun Isavia í gegnum tölvpóst klukkutíma áður en blaðamannafundur hófst þar sem tilkynnt var hvaða fyrirtæki fengu verslunarrými í flugstöðinni.Urðu undir „Við urðum undir. Það voru aðrir valdir í plássið en það var enginn valinn til að sinna íslenskri hönnun. Henni var bara hent út,“ sagði Eyjólfur í Sprengisandi en tók fram að ýmsir smærri aðilar selji íslenska hönnun í flugstöðinni en ekki í eins stórum stíl og Epal sem rekur þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu.„Náttúrlega fáránlegt“ „Þetta er náttúrlega fáránlegt og ég held að þeir hjá Isavia séu búnir að uppgötva að þetta voru stór mistök hjá þeim. Ég held að þeir séu búnir að uppgötva að það verður að selja íslenska hönnun,“ sagði Eyjólfur og tók fram að málið snúist ekki um að Epal fái að selja íslenska hönnun í flugstöðinni heldur að það verði einfaldlega boðið upp á slíka hönnun, sama hvaða aðili gerir það. Hann á von á því að Isavia gerir breytingar á þessu fyrirkomulagi á næstunni en hann sagðist hafa rætt þetta mál við forsvarsmenn opinbera fyrirtækisins.Ráðherra tekur undir hvert orð Eyjólfs Þessi ummæli hans hafa nú þegar vakið talsverða athygli og hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra vakið athygli á þeim á Facebook-síðu sinni en þar segist hún taka undir hvert orð Eyjólfs. „Það verður athyglisvert að sjá framhaldið í flugstöðinni - mér fannst Eyjólfur vera að boða fréttir í þeim efnum“Tek undir hvert orð hjá Eyjólfi og það var fróðlegt að hlusta á viðtalið við hann. Það verður athyglisvert að sjá framhaldið í flugstöðinni - mér fannst Eyjólfur vera að boða fréttir í þeim efnumPosted by Ragnheiður Elín Árnadóttir on Sunday, August 23, 2015 Tengdar fréttir ISAVIA afhendir ekki forvalsgögn Kaffitárs Málið á leið fyrir dómstóla. 14. ágúst 2015 16:27 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Fullyrðir að engum gögnum hafi verið eytt Forsvarsmenn Isavia sögðu í bréfi í febrúar að afritum hafi verið eytt og frumgögn hafi verið endursend. 20. ágúst 2015 12:15 Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, segir forsvarsmenn Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi, hægt og rólega vera að átta sig á því að þeir gerðu mistök með því að halda ekki íslenskri hönnun í verslunarrými Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þetta sagði Eyjólfur í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Epal rak verslun í flugstöðinni í átta ár þar sem fyrirtækið seldi íslenska hönnun samhliða erlendri merkjavöru. Þegar verslunarrými í flugstöðinni var boðið út í fyrra sótti fyrirtækið um að vera áfram þar með verslun en fékk ekki. Eyjólfur sagði fyrirtækið hafa fengið tilkynningu um ákvörðun Isavia í gegnum tölvpóst klukkutíma áður en blaðamannafundur hófst þar sem tilkynnt var hvaða fyrirtæki fengu verslunarrými í flugstöðinni.Urðu undir „Við urðum undir. Það voru aðrir valdir í plássið en það var enginn valinn til að sinna íslenskri hönnun. Henni var bara hent út,“ sagði Eyjólfur í Sprengisandi en tók fram að ýmsir smærri aðilar selji íslenska hönnun í flugstöðinni en ekki í eins stórum stíl og Epal sem rekur þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu.„Náttúrlega fáránlegt“ „Þetta er náttúrlega fáránlegt og ég held að þeir hjá Isavia séu búnir að uppgötva að þetta voru stór mistök hjá þeim. Ég held að þeir séu búnir að uppgötva að það verður að selja íslenska hönnun,“ sagði Eyjólfur og tók fram að málið snúist ekki um að Epal fái að selja íslenska hönnun í flugstöðinni heldur að það verði einfaldlega boðið upp á slíka hönnun, sama hvaða aðili gerir það. Hann á von á því að Isavia gerir breytingar á þessu fyrirkomulagi á næstunni en hann sagðist hafa rætt þetta mál við forsvarsmenn opinbera fyrirtækisins.Ráðherra tekur undir hvert orð Eyjólfs Þessi ummæli hans hafa nú þegar vakið talsverða athygli og hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra vakið athygli á þeim á Facebook-síðu sinni en þar segist hún taka undir hvert orð Eyjólfs. „Það verður athyglisvert að sjá framhaldið í flugstöðinni - mér fannst Eyjólfur vera að boða fréttir í þeim efnum“Tek undir hvert orð hjá Eyjólfi og það var fróðlegt að hlusta á viðtalið við hann. Það verður athyglisvert að sjá framhaldið í flugstöðinni - mér fannst Eyjólfur vera að boða fréttir í þeim efnumPosted by Ragnheiður Elín Árnadóttir on Sunday, August 23, 2015
Tengdar fréttir ISAVIA afhendir ekki forvalsgögn Kaffitárs Málið á leið fyrir dómstóla. 14. ágúst 2015 16:27 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Fullyrðir að engum gögnum hafi verið eytt Forsvarsmenn Isavia sögðu í bréfi í febrúar að afritum hafi verið eytt og frumgögn hafi verið endursend. 20. ágúst 2015 12:15 Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46
Fullyrðir að engum gögnum hafi verið eytt Forsvarsmenn Isavia sögðu í bréfi í febrúar að afritum hafi verið eytt og frumgögn hafi verið endursend. 20. ágúst 2015 12:15