Iðnaðarráðherra tekur undir gagnrýni forstjóra Epal á Isavia Birgir Olgeirsson skrifar 23. ágúst 2015 11:52 Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, segir forsvarsmenn Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi, hægt og rólega vera að átta sig á því að þeir gerðu mistök með því að halda ekki íslenskri hönnun í verslunarrými Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þetta sagði Eyjólfur í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Epal rak verslun í flugstöðinni í átta ár þar sem fyrirtækið seldi íslenska hönnun samhliða erlendri merkjavöru. Þegar verslunarrými í flugstöðinni var boðið út í fyrra sótti fyrirtækið um að vera áfram þar með verslun en fékk ekki. Eyjólfur sagði fyrirtækið hafa fengið tilkynningu um ákvörðun Isavia í gegnum tölvpóst klukkutíma áður en blaðamannafundur hófst þar sem tilkynnt var hvaða fyrirtæki fengu verslunarrými í flugstöðinni.Urðu undir „Við urðum undir. Það voru aðrir valdir í plássið en það var enginn valinn til að sinna íslenskri hönnun. Henni var bara hent út,“ sagði Eyjólfur í Sprengisandi en tók fram að ýmsir smærri aðilar selji íslenska hönnun í flugstöðinni en ekki í eins stórum stíl og Epal sem rekur þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu.„Náttúrlega fáránlegt“ „Þetta er náttúrlega fáránlegt og ég held að þeir hjá Isavia séu búnir að uppgötva að þetta voru stór mistök hjá þeim. Ég held að þeir séu búnir að uppgötva að það verður að selja íslenska hönnun,“ sagði Eyjólfur og tók fram að málið snúist ekki um að Epal fái að selja íslenska hönnun í flugstöðinni heldur að það verði einfaldlega boðið upp á slíka hönnun, sama hvaða aðili gerir það. Hann á von á því að Isavia gerir breytingar á þessu fyrirkomulagi á næstunni en hann sagðist hafa rætt þetta mál við forsvarsmenn opinbera fyrirtækisins.Ráðherra tekur undir hvert orð Eyjólfs Þessi ummæli hans hafa nú þegar vakið talsverða athygli og hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra vakið athygli á þeim á Facebook-síðu sinni en þar segist hún taka undir hvert orð Eyjólfs. „Það verður athyglisvert að sjá framhaldið í flugstöðinni - mér fannst Eyjólfur vera að boða fréttir í þeim efnum“Tek undir hvert orð hjá Eyjólfi og það var fróðlegt að hlusta á viðtalið við hann. Það verður athyglisvert að sjá framhaldið í flugstöðinni - mér fannst Eyjólfur vera að boða fréttir í þeim efnumPosted by Ragnheiður Elín Árnadóttir on Sunday, August 23, 2015 Tengdar fréttir ISAVIA afhendir ekki forvalsgögn Kaffitárs Málið á leið fyrir dómstóla. 14. ágúst 2015 16:27 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Fullyrðir að engum gögnum hafi verið eytt Forsvarsmenn Isavia sögðu í bréfi í febrúar að afritum hafi verið eytt og frumgögn hafi verið endursend. 20. ágúst 2015 12:15 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, segir forsvarsmenn Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi, hægt og rólega vera að átta sig á því að þeir gerðu mistök með því að halda ekki íslenskri hönnun í verslunarrými Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þetta sagði Eyjólfur í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Epal rak verslun í flugstöðinni í átta ár þar sem fyrirtækið seldi íslenska hönnun samhliða erlendri merkjavöru. Þegar verslunarrými í flugstöðinni var boðið út í fyrra sótti fyrirtækið um að vera áfram þar með verslun en fékk ekki. Eyjólfur sagði fyrirtækið hafa fengið tilkynningu um ákvörðun Isavia í gegnum tölvpóst klukkutíma áður en blaðamannafundur hófst þar sem tilkynnt var hvaða fyrirtæki fengu verslunarrými í flugstöðinni.Urðu undir „Við urðum undir. Það voru aðrir valdir í plássið en það var enginn valinn til að sinna íslenskri hönnun. Henni var bara hent út,“ sagði Eyjólfur í Sprengisandi en tók fram að ýmsir smærri aðilar selji íslenska hönnun í flugstöðinni en ekki í eins stórum stíl og Epal sem rekur þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu.„Náttúrlega fáránlegt“ „Þetta er náttúrlega fáránlegt og ég held að þeir hjá Isavia séu búnir að uppgötva að þetta voru stór mistök hjá þeim. Ég held að þeir séu búnir að uppgötva að það verður að selja íslenska hönnun,“ sagði Eyjólfur og tók fram að málið snúist ekki um að Epal fái að selja íslenska hönnun í flugstöðinni heldur að það verði einfaldlega boðið upp á slíka hönnun, sama hvaða aðili gerir það. Hann á von á því að Isavia gerir breytingar á þessu fyrirkomulagi á næstunni en hann sagðist hafa rætt þetta mál við forsvarsmenn opinbera fyrirtækisins.Ráðherra tekur undir hvert orð Eyjólfs Þessi ummæli hans hafa nú þegar vakið talsverða athygli og hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra vakið athygli á þeim á Facebook-síðu sinni en þar segist hún taka undir hvert orð Eyjólfs. „Það verður athyglisvert að sjá framhaldið í flugstöðinni - mér fannst Eyjólfur vera að boða fréttir í þeim efnum“Tek undir hvert orð hjá Eyjólfi og það var fróðlegt að hlusta á viðtalið við hann. Það verður athyglisvert að sjá framhaldið í flugstöðinni - mér fannst Eyjólfur vera að boða fréttir í þeim efnumPosted by Ragnheiður Elín Árnadóttir on Sunday, August 23, 2015
Tengdar fréttir ISAVIA afhendir ekki forvalsgögn Kaffitárs Málið á leið fyrir dómstóla. 14. ágúst 2015 16:27 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Fullyrðir að engum gögnum hafi verið eytt Forsvarsmenn Isavia sögðu í bréfi í febrúar að afritum hafi verið eytt og frumgögn hafi verið endursend. 20. ágúst 2015 12:15 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46
Fullyrðir að engum gögnum hafi verið eytt Forsvarsmenn Isavia sögðu í bréfi í febrúar að afritum hafi verið eytt og frumgögn hafi verið endursend. 20. ágúst 2015 12:15