Útlend þróun kom á móti hækkun launa Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. febrúar 2015 00:01 Lætur dæluna ganga. Sögulegt hrun olíuverðs á erlendum mörkuðum er einn þeirra þátta sem stuðlað hafa að lægri verðbólgu hér á landi, þrátt fyrir að laun hafi í fyrra hækkað meira en Seðlabankinn taldi æskilegt. Fréttablaðið/Anton Eftir kjarasamninga á almennum markaði á síðasta ári hækkuðu laun meira en fyrir samningagerðina var talið geta samrýmst markmiðum um verðbólgustig í landinu. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir þetta þó eiga sér sínar skýringar og ekki til marks um að hrópað hafi verið „úlfur, úlfur“ í aðdraganda samninga.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, benti nýverið á í viðtali við Bítið á Bylgjunni að fyrir ári hefði verið samið um 2,8 prósenta hækkun launa samkvæmt mati Seðlabankans um hvaða svigrúm væri til staðar. Þá var mat bankans að hækkun launavísitölu umfram fjögur prósent myndi ógna verðbólgumarkmiði. Vísitalan hækkaði hins vegar um sex prósent og verðbólga fór í 0,8 prósent. Þórarinn segir Seðlabankann bara benda á að til lengdar gangi ekki upp að hækka laun umfram framleiðslugetu í hagkerfinu. Hækki laun ár eftir ár um sex prósent meðan framleiðni aukist um tvö, þannig að launakostnaður fyrirtækja aukist stöðugt, þá verði verðbólgu ekki haldið í 2,5 prósentum.Þórarinn G. Pétursson„En það breytir því ekki að einstaka ár getur þetta auðveldlega gerst,“ segir Þórarinn. Eftir samningana í fyrra hafi laun hækkað umfram markmið og búið til verðbólguþrýsting, en aðrir þættir hafi á sama tíma komið á móti. Til dæmis hafi gengi krónunnar hækkað, alþjóðleg verðbólga verið ótrúlega lítil, slaki hafi verið í þjóðarbúinu og svo hafi olíuverð hríðfallið í lok árs. „Þannig að í þessu eru í sjálfu sér engar mótsagnir og mér finnst ekki að verið sé að hrópa úlfur, úlfur.“ Þórarinn bendir á að nýjasta spá Seðlabankans geri ráð fyrir launahækkunum upp á fimm prósent á sama tíma og framleiðni aukist bara um eitt. „Þannig að spáin gerir ráð fyrir meiri hækkunum en samrýmast verðbólgu-markmiði til lengdar, en samt fari verðbólga bara upp í markmið.“ Þetta sé vegna þess að verðbólga sé þegar mjög lítil og þegar áhrif af olíuverði, gengi og öðrum þáttum fjari út þá taki launin við og togi verðbólguna upp í markmið. Þá segir Þórarinn ekki mega gleymast að ein birtingarmynd viðvarandi launaþrýstings sé hærra vaxtastig. „Hægt er vera með miklar launahækkanir án þess að verðbólga hreyfist, en þá af því að þetta slær út í vaxtastiginu. Birtingarmynd launahækkana verður þá ekki endilega í verðbólgu, heldur sést hún í vöxtunum í samanburði við önnur lönd.“ Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Eftir kjarasamninga á almennum markaði á síðasta ári hækkuðu laun meira en fyrir samningagerðina var talið geta samrýmst markmiðum um verðbólgustig í landinu. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir þetta þó eiga sér sínar skýringar og ekki til marks um að hrópað hafi verið „úlfur, úlfur“ í aðdraganda samninga.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, benti nýverið á í viðtali við Bítið á Bylgjunni að fyrir ári hefði verið samið um 2,8 prósenta hækkun launa samkvæmt mati Seðlabankans um hvaða svigrúm væri til staðar. Þá var mat bankans að hækkun launavísitölu umfram fjögur prósent myndi ógna verðbólgumarkmiði. Vísitalan hækkaði hins vegar um sex prósent og verðbólga fór í 0,8 prósent. Þórarinn segir Seðlabankann bara benda á að til lengdar gangi ekki upp að hækka laun umfram framleiðslugetu í hagkerfinu. Hækki laun ár eftir ár um sex prósent meðan framleiðni aukist um tvö, þannig að launakostnaður fyrirtækja aukist stöðugt, þá verði verðbólgu ekki haldið í 2,5 prósentum.Þórarinn G. Pétursson„En það breytir því ekki að einstaka ár getur þetta auðveldlega gerst,“ segir Þórarinn. Eftir samningana í fyrra hafi laun hækkað umfram markmið og búið til verðbólguþrýsting, en aðrir þættir hafi á sama tíma komið á móti. Til dæmis hafi gengi krónunnar hækkað, alþjóðleg verðbólga verið ótrúlega lítil, slaki hafi verið í þjóðarbúinu og svo hafi olíuverð hríðfallið í lok árs. „Þannig að í þessu eru í sjálfu sér engar mótsagnir og mér finnst ekki að verið sé að hrópa úlfur, úlfur.“ Þórarinn bendir á að nýjasta spá Seðlabankans geri ráð fyrir launahækkunum upp á fimm prósent á sama tíma og framleiðni aukist bara um eitt. „Þannig að spáin gerir ráð fyrir meiri hækkunum en samrýmast verðbólgu-markmiði til lengdar, en samt fari verðbólga bara upp í markmið.“ Þetta sé vegna þess að verðbólga sé þegar mjög lítil og þegar áhrif af olíuverði, gengi og öðrum þáttum fjari út þá taki launin við og togi verðbólguna upp í markmið. Þá segir Þórarinn ekki mega gleymast að ein birtingarmynd viðvarandi launaþrýstings sé hærra vaxtastig. „Hægt er vera með miklar launahækkanir án þess að verðbólga hreyfist, en þá af því að þetta slær út í vaxtastiginu. Birtingarmynd launahækkana verður þá ekki endilega í verðbólgu, heldur sést hún í vöxtunum í samanburði við önnur lönd.“
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira