Tekjur Disney stóðust ekki væntingar jón hákon halldórsson skrifar 6. ágúst 2015 07:45 Rekstur skemmtigarða í París og Hong Kong gekk ekki eins vel og gert hafði verið ráð fyrir. Nordicphotos/afp rekstur Tekjur bandaríska afþreyingarrisans Disney á öðrum fjórðungi ársins jukust um 5 prósent milli ára. Í fyrsta sinn í tvö ár eru þær hins vegar minni en búist var við. Sérfræðingar höfðu búist við því að tekjur fyrirtækisins yrðu 13,2 milljarðar dala (1.770 milljarðar króna) en raunin varð 100 milljónum dala minna. Rekstrarhagnaður (EBIT) minnkaði í Disney-skemmtigörðum utan Norður-Ameríku. Ástæðan er mikill rekstrarkostnaður í Disneygörðunum í París og Hong Kong. Þá fækkaði heimsóknum í garðinn í Hong Kong. BBC-fréttastofan hefur eftir Christine McCarthy, aðalfjármálastjóra Disney, að veikari evra hafi orðið til þess að tekjur í garðinum í París hafi minnkað um 100 milljónir dala. Heilt yfir jókst rekstrarhagnaður í skemmtigörðum hins vegar um 9 prósent og nam 922 milljónum dala. Tekjur af starfsemi þeirra jukust um 4 prósent og námu 4,1 milljarði dala. Hagnaður af fjölmiðlastarfsemi jókst um 4 prósent og nam 2,38 milljörðum dala. Undir þann hluta heyra meðal annars ESPN-stöðin, Disney-stöðvarnar og ABC-sjónvarpsstöðin. Bob Iger, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri, segir við BBC að ánægja sé með fjórðunginn. Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
rekstur Tekjur bandaríska afþreyingarrisans Disney á öðrum fjórðungi ársins jukust um 5 prósent milli ára. Í fyrsta sinn í tvö ár eru þær hins vegar minni en búist var við. Sérfræðingar höfðu búist við því að tekjur fyrirtækisins yrðu 13,2 milljarðar dala (1.770 milljarðar króna) en raunin varð 100 milljónum dala minna. Rekstrarhagnaður (EBIT) minnkaði í Disney-skemmtigörðum utan Norður-Ameríku. Ástæðan er mikill rekstrarkostnaður í Disneygörðunum í París og Hong Kong. Þá fækkaði heimsóknum í garðinn í Hong Kong. BBC-fréttastofan hefur eftir Christine McCarthy, aðalfjármálastjóra Disney, að veikari evra hafi orðið til þess að tekjur í garðinum í París hafi minnkað um 100 milljónir dala. Heilt yfir jókst rekstrarhagnaður í skemmtigörðum hins vegar um 9 prósent og nam 922 milljónum dala. Tekjur af starfsemi þeirra jukust um 4 prósent og námu 4,1 milljarði dala. Hagnaður af fjölmiðlastarfsemi jókst um 4 prósent og nam 2,38 milljörðum dala. Undir þann hluta heyra meðal annars ESPN-stöðin, Disney-stöðvarnar og ABC-sjónvarpsstöðin. Bob Iger, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri, segir við BBC að ánægja sé með fjórðunginn.
Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira