Viðskipti innlent

IFS spáir 1 prósent verðbólgu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fari verðbólgan upp í 1% er hún við verðbólgumarkmið Seðlabankans.
Fari verðbólgan upp í 1% er hún við verðbólgumarkmið Seðlabankans. vísir/pjetur
IFS greining gerir ráð fyrir að verðlag hækki um 0,9% í febrúar. Tólf mánaða verðbólga fari úr 0,8% í 1,0%. Verðbólga undanfarna þrjá mánuði á ársgrundvelli fer úr -3,6% í +2,0%.

IFS greining segir að spáin hækki frá bráðabirgðaspánni þar sem olíuverð hækkaði í febrúar þvert á væntingar IFS. Einnig er gert ráð fyrir meiri hækkunum vegna útsöluloka.

Hagstofan birtir verðbólgutölur fimmtudaginn 26. febrúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×