Viðskipti innlent

Kínverski markaðurinn veldur vonbrigðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Kínversk hlutabréf lækkuðu um 2,7% í dag.
Kínversk hlutabréf lækkuðu um 2,7% í dag. Vísir/EPA
Kínversk hlutabréf lækkuðu um 2,7% í dag þar sem efnahagstölur sem birtar voru um helgina ullu markaðsaðilum vonbrigðum. Iðnaðarframleiðsla var undir væntingum en árlegur vöxtur hennar var 6,1% í stað 6,5%. Vöxtur fjárfestingaeigna á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur ekki verið jafn slakur og síðan árið 2000 en hann var 10,9% í stað 11,2% eins og spáð hefði verið um. Þetta kemur fram í greiningu IFS.

Verð á hlutabréfum lækkað um 40%

Stýrivextir hafa verið lækkaðir fimm sinnum síðan í nóvember 2014 og ríkið ætlar sér í meiri framkvæmdir, þetta hefur ekki haft tilætluð áhrif. Verð á hlutabréfum hefur lækkað um 40%, fasteignamarkaðurinn hefur lækkað mikið (hinn venjulegi Kínverji fjárfestir í fasteignum), offramboð í framleiðslu sem hefur leitt til verðhjöðnunar í framleiðslugeiranum. 

Fjármagn streymir út úr hlutabréfamörkuðum

Fjármagn heldur áfram að leita út úr kínverskum hlutabréfamörkuðum, þar með talin hlutabréfamarkaðnum í Hong Kong. Fyrstu vikuna í september voru nettó fjármagnshreyfingar neikvæðar um $1,7 ma. dollara og er þetta níunda vikan í röð þar sem nettó fjármagnsstreymi er neikvætt.

Kínversk stjórnvöld kynntu aðgerðir sem felast í því að gera ríkisfyrirtæki, sem einnig eru á markaði, skilvirkari. Aðgerðinar felast fyrst og fremst í því að stýra meira einkafjármagni inn í þessi fyrirtæki. Ríkisfyrirtæki eru mjög ráðandi í kínversku hagkerfi og vill ríkið virkja þessi fyrirtæki og gera þau samkeppnishæfari með því að fá einkafjárfesta inn í þau. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×