Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2015 12:20 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari í Héraðsdómi Reykjvaíkur í morgun. vísir/gva Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Guðjón var dómsformaður í fjölskipuðum dómi í málinu en aðrir dómarar voru Arngrímur Ísberg, héraðsdómari, og Sverrir Ólafsson, sérfróður meðdómandi. Eins og kunnugt er ómerkti Hæstiréttur í apríl síðastliðnum sýknudóm héraðdóms frá því í júní í fyrra vegna vanhæfis Sverris til að dæma í málinu. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar, eins stærsta eiganda Kaupþings fyrir hrun, en Ólafur hlaut fangelsisdóm í Al Thani-málinu.Sagði sérstakan hafa vegið gróflega að starfsheiðri sínum Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, flytur málið. Telur hann að efast megi um óhlutdrægni dómsformanns vegna orða hans, annars vegar í tölvupósti til ríkissaksóknara sem sendur var í febrúar á þessu ári og hins vegar í grein sem hann hugðist birta í Fréttablaðinu sumarið 2014 vegna ummæla sem höfðu voru eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum stuttu eftir að dómur féll í fyrra. Meðal annars var haft eftir Ólafi Þór að honum hafi verið ókunnugt um ættartengsl Sverris og Ólafs en dómsformaðurinn hefur haldið öðru fram og sagt saksóknara hafa verið meðvitaðan um tengslin. Í umræddum tölvupósti frá Guðjóni til ríkissaksóknara segir hann að sérstakur saksóknari hafi með ummælum sínum verið með ómaklegar aðdróttanir í hans garð og garð sérfróðs meðdómanda. Þá sagði Guðjón í blaðagreinininn sem hann ætlaði að birta að Ólafur Þór hefði vegið gróflega að starfsheiðri sínum.Telur að í skrifunum birtist neikvæð viðhorf í garð saksóknara Blaðagreinin var aldrei birt en hins vegar lögð fram sem gagn af hálfu verjenda í Hæstarétti þegar ómerkingakrafa ríkissaksóknara var tekin þar fyrir. Telur sérstakur saksóknari það ljóst, bæði af tímasetningu tölvupósts Guðjóns til ríkissaksóknara og að hann lét verjendum sakborninga í té umrædda blaðagrein máli sakborninga til stuðnings, að dómsformaður sé hliðhollur þeirra málstað. Þá gerði saksóknari jafnframt að umtalsefni að Guðjón ætlaði að birta umrædda grein í Fréttablaðinu en einn sakborninga í Aurum-málinu, Jón Ásgeir Jóhannesson, er giftur eiganda blaðsins, Ingibjörgu Pálmadóttur. Að mati Ólafs Þórs birtast í skrifum dómsformanns neikvæð viðhorf í garð sérstaks saksóknara og megi því draga óhlutdrægni hans í efa. Ekki sé hægt að bera traust til dómsins í ljósi þess sem Guðjón hefur áður látið frá sér og því beri honum að víkja sæti að mati saksóknara. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Guðjón var dómsformaður í fjölskipuðum dómi í málinu en aðrir dómarar voru Arngrímur Ísberg, héraðsdómari, og Sverrir Ólafsson, sérfróður meðdómandi. Eins og kunnugt er ómerkti Hæstiréttur í apríl síðastliðnum sýknudóm héraðdóms frá því í júní í fyrra vegna vanhæfis Sverris til að dæma í málinu. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar, eins stærsta eiganda Kaupþings fyrir hrun, en Ólafur hlaut fangelsisdóm í Al Thani-málinu.Sagði sérstakan hafa vegið gróflega að starfsheiðri sínum Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, flytur málið. Telur hann að efast megi um óhlutdrægni dómsformanns vegna orða hans, annars vegar í tölvupósti til ríkissaksóknara sem sendur var í febrúar á þessu ári og hins vegar í grein sem hann hugðist birta í Fréttablaðinu sumarið 2014 vegna ummæla sem höfðu voru eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum stuttu eftir að dómur féll í fyrra. Meðal annars var haft eftir Ólafi Þór að honum hafi verið ókunnugt um ættartengsl Sverris og Ólafs en dómsformaðurinn hefur haldið öðru fram og sagt saksóknara hafa verið meðvitaðan um tengslin. Í umræddum tölvupósti frá Guðjóni til ríkissaksóknara segir hann að sérstakur saksóknari hafi með ummælum sínum verið með ómaklegar aðdróttanir í hans garð og garð sérfróðs meðdómanda. Þá sagði Guðjón í blaðagreinininn sem hann ætlaði að birta að Ólafur Þór hefði vegið gróflega að starfsheiðri sínum.Telur að í skrifunum birtist neikvæð viðhorf í garð saksóknara Blaðagreinin var aldrei birt en hins vegar lögð fram sem gagn af hálfu verjenda í Hæstarétti þegar ómerkingakrafa ríkissaksóknara var tekin þar fyrir. Telur sérstakur saksóknari það ljóst, bæði af tímasetningu tölvupósts Guðjóns til ríkissaksóknara og að hann lét verjendum sakborninga í té umrædda blaðagrein máli sakborninga til stuðnings, að dómsformaður sé hliðhollur þeirra málstað. Þá gerði saksóknari jafnframt að umtalsefni að Guðjón ætlaði að birta umrædda grein í Fréttablaðinu en einn sakborninga í Aurum-málinu, Jón Ásgeir Jóhannesson, er giftur eiganda blaðsins, Ingibjörgu Pálmadóttur. Að mati Ólafs Þórs birtast í skrifum dómsformanns neikvæð viðhorf í garð sérstaks saksóknara og megi því draga óhlutdrægni hans í efa. Ekki sé hægt að bera traust til dómsins í ljósi þess sem Guðjón hefur áður látið frá sér og því beri honum að víkja sæti að mati saksóknara.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08
Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30
Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10
Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15