50 milljarðar fari í hlutabréf Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. apríl 2015 19:15 Tilboð fyrir 25,5 milljarða bárust í 6,4 milljarða hlut í Reitum. fréttablaðið/valli Fjárfestingarþörf á íslenskum hlutabréfamarkaði í ár gæti orðið rúmir 50 milljarðar króna. Þetta kom fram í máli Hrafns Steinarssonar, hjá Greiningardeild Arion banka, þegar hagspá Greiningardeildarinnar var kynnt í gær. Hrafn bendir á að allt stefni í að arðgreiðslur skráðra félaga verði um 28 milljarðar í ár, en þær voru 20 milljarðar í fyrra. Hann býst við því að fjárfestar nýti það fé í endurfjárfestingar. Hrafn skoðaði líka flæði í verðbréfasjóði og segir að hvað það varðar sé sterkara innflæði í hlutabréfasjóði en skuldabréfasjóði. Hreint innflæði í hlutabréfasjóði nemi 10 milljörðum en skuldabréfasjóðir standi í stað. „Svo búumst við við því að lífeyrissjóðir muni setja sextán milljarða í hlutabréf í ár,“ segir Hrafn og bætir því við að þetta séu þær forsendur sem Greiningardeildin gefi sér. Hrafn segir að við vinnslu hagspárinnar hafi verið horft til þess að það væru kjaradeilur fram undan og vaxandi verðbólguáhyggjur. Greiningardeild geri því ráð fyrir að fjárfestar vilji löng verðtryggð skuldabréf en mögulega löng óverðtryggð líka. „En þeir hafa viljað draga úr skuldabréfaeign og reyna að auka breiddina hlutabréfamegin,“ segir Hrafn. Hann telji því að nýskráningar henti lífeyrissjóðum vel. „Það er tekið mjög vel í nýskráningar á markaði eins og er,“ segir Hrafn og bendir á að það hafi verið mikil eftirspurn eftir bréfum í útboði fasteignafélagsins Reita, þar sem 25,5 milljarða króna eftirspurn var eftir bréfum fyrir 6,4 milljarða. Nú fylgi hlutafjárútboð Eikar eftir í framhaldinu. „En framboð og eftirspurn mætist alltaf á endanum, það er bara spurning hvert verðið verði,“ segir Hrafn. Hann telur því að það geti orðið þrýstingur upp á við á verði hlutabréfa. „Sérstaklega gætu nýskráningarnar verið að verðleggjast á mjög góðu verði um þessar mundir. Svo er spurning hvernig eftirmarkaðurinn þróast eftir nýskráningarnar. Þá munu kjarasamningarnir auðvitað líka lita hlutabréfamarkaðinn. Menn munu setja hærri ávöxtunarkröfu á félögin og hann gæti átt dálítið erfitt þegar ólgan er á vinnumarkaði og óvissan fram undan. En eftirspurnin er fyrir hendi og nýskráningin held ég að gangi mjög vel,“ segir hann. Hrafn segir að hvað eftirmarkaðinn varðar sé besta sviðsmyndin væntanlega sú ef það næðist þokkaleg lending í kjaramálum. „Ef við myndum til dæmis ná að sleppa við stýrivaxtahækkanir þá gætum við séð hlutabréfamarkaðinn taka vel við sér seinni hluta ársins. En ef við dettum í þetta verðbólguskeið, miklar vaxtahækkanir, þá verður ábyggilega dálítið þungt í mönnum,“ segir hann. Þrjár skráningar eru öruggar í ár, Reitir eru afstaðnir, Eik fylgir fast á eftir og svo hefur Orri Hauksson, forstjóri Símans, boðað að félagið verði skráð í haust. Að auki eru væntingar gerðar til þess að Advania og Skeljungur verði skráð en ekkert er öruggt í þeim efnum. Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Fjárfestingarþörf á íslenskum hlutabréfamarkaði í ár gæti orðið rúmir 50 milljarðar króna. Þetta kom fram í máli Hrafns Steinarssonar, hjá Greiningardeild Arion banka, þegar hagspá Greiningardeildarinnar var kynnt í gær. Hrafn bendir á að allt stefni í að arðgreiðslur skráðra félaga verði um 28 milljarðar í ár, en þær voru 20 milljarðar í fyrra. Hann býst við því að fjárfestar nýti það fé í endurfjárfestingar. Hrafn skoðaði líka flæði í verðbréfasjóði og segir að hvað það varðar sé sterkara innflæði í hlutabréfasjóði en skuldabréfasjóði. Hreint innflæði í hlutabréfasjóði nemi 10 milljörðum en skuldabréfasjóðir standi í stað. „Svo búumst við við því að lífeyrissjóðir muni setja sextán milljarða í hlutabréf í ár,“ segir Hrafn og bætir því við að þetta séu þær forsendur sem Greiningardeildin gefi sér. Hrafn segir að við vinnslu hagspárinnar hafi verið horft til þess að það væru kjaradeilur fram undan og vaxandi verðbólguáhyggjur. Greiningardeild geri því ráð fyrir að fjárfestar vilji löng verðtryggð skuldabréf en mögulega löng óverðtryggð líka. „En þeir hafa viljað draga úr skuldabréfaeign og reyna að auka breiddina hlutabréfamegin,“ segir Hrafn. Hann telji því að nýskráningar henti lífeyrissjóðum vel. „Það er tekið mjög vel í nýskráningar á markaði eins og er,“ segir Hrafn og bendir á að það hafi verið mikil eftirspurn eftir bréfum í útboði fasteignafélagsins Reita, þar sem 25,5 milljarða króna eftirspurn var eftir bréfum fyrir 6,4 milljarða. Nú fylgi hlutafjárútboð Eikar eftir í framhaldinu. „En framboð og eftirspurn mætist alltaf á endanum, það er bara spurning hvert verðið verði,“ segir Hrafn. Hann telur því að það geti orðið þrýstingur upp á við á verði hlutabréfa. „Sérstaklega gætu nýskráningarnar verið að verðleggjast á mjög góðu verði um þessar mundir. Svo er spurning hvernig eftirmarkaðurinn þróast eftir nýskráningarnar. Þá munu kjarasamningarnir auðvitað líka lita hlutabréfamarkaðinn. Menn munu setja hærri ávöxtunarkröfu á félögin og hann gæti átt dálítið erfitt þegar ólgan er á vinnumarkaði og óvissan fram undan. En eftirspurnin er fyrir hendi og nýskráningin held ég að gangi mjög vel,“ segir hann. Hrafn segir að hvað eftirmarkaðinn varðar sé besta sviðsmyndin væntanlega sú ef það næðist þokkaleg lending í kjaramálum. „Ef við myndum til dæmis ná að sleppa við stýrivaxtahækkanir þá gætum við séð hlutabréfamarkaðinn taka vel við sér seinni hluta ársins. En ef við dettum í þetta verðbólguskeið, miklar vaxtahækkanir, þá verður ábyggilega dálítið þungt í mönnum,“ segir hann. Þrjár skráningar eru öruggar í ár, Reitir eru afstaðnir, Eik fylgir fast á eftir og svo hefur Orri Hauksson, forstjóri Símans, boðað að félagið verði skráð í haust. Að auki eru væntingar gerðar til þess að Advania og Skeljungur verði skráð en ekkert er öruggt í þeim efnum.
Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira